Erfitt að innleiða heilbrigða og hagkvæma skynsemi Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 11:18 Einar Stefánsson flytur erindi í Háskóla Íslands í hádeginu, sem Vísir mun sjónvarpa. Einstaklingsmiðuð tíðni læknisheimsókna gæti lækkað kostnað við meðhöndlun langvinnra sjúkdóma, að mati prófessors sem unnið hefur að rannsóknum í málaflokknum. Hann segir þó erfitt að innleiða vísindalega rannsakaðar lausnir í heilbrigðisþjónustuna, þrátt fyrir að áhuginn sé mikill séu veggirnir þeim mun fleiri. Einar Stefánsson, prófessor í augnlæknisfræði, mætti ásamt Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch, doktor í líf- og læknavísindum, í Bítið í morgun þar sem nýsköpun var til umfjöllunar. Einar og Sandra eru bæði margverðlaunaðir frumkvöðlar og munu þau flytja erindi um nýsköpun í hádeginu í dag. Sýnt verður beint frá málfundinum, sem fram fer í Háskóla Íslands, á Vísi og hefst útsendingin klukkan 12. Þar mun Einar meðal annars ræða um sprotafyrirtæki, sem hann hefur staðið að, sem hefur það að markmiði að stuðla að hagræðingu í heilbrigðisþjónustunni - með hina vísindalegu aðferðafræði að vopni.„Ekkert annað en heilbrigð skynsemi“ „Allir sem hafa króníska sjúkdóma; háan blóðþrýsting, gláku eða sykursýki til dæmis, þekkja það að koma með reglubundnum hætti til læknis,“ útskýrði Einar í Bítinu í morgun. Tíðni þessara læknisheimsókna er alla jafna nokkuð hefðbundin, að sögn Einars, en engu að síður lítið rannsökuð. Hann hafi því, ásamt sykursýkislækninum Örnu Guðmundsdóttur og fleirum, ráðist í rannsóknir þar sem þetta eftirlit var einstaklingsbundið. „Við fundum upp aðferð til þess að mæla áhættu sjúklinga með sykursýki gagnvart augnsjúkdómum og blindu. Síðan stillum við tíðni eftirlits - og um leið hversu mikla heilbrigðisþjónustu hver sjúklingur fær - eftir einstaklingsbundinni áhættu,“ útskýrði Einar. Þeir sem eru í mikill áhættu fái þannig mikla þjónustu og þeir sem eru í lítilli áhættu fá minni þjónustu. Allir fái því að lokum þjónustu við hæfi. „Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en heilbrigð skynsemi,“ sagði Einar en áður en slíkt kerfi yrði tekið í gagnið þyrfti að koma upp tækninni og hinum stærðfræðilegu algóriþmum sem stýra búnaðinum og meta áhættuna.Þessa vinnu sé fyrirtæki Einars búið að vinna. „Það er þó þyngra en tárum taki hvað það gengur illa að koma þessu í framkvæmd í heilbrigðisþjónustunni. Því þar lendum við á vegg.“ Alls staðar sé hugmyndum þeirra vel tekið en ávallt einhver ljón á veginum. „Eins og það er auðvelt að koma með ný lyf þá er einhvern veginn erfitt að koma inn með það sem mér finnst vera heilbrigð skynsemi - og vissulega vísindalega sönnuð aðferð til að ná alvöru hagræðingu í heilbrigðisþjónustu. Ekki bara sparnaði og niðurskurði eins og við þekkjum allt of vel heldur að gera hlutina markvissar, þannig að nákvæmlega þeir einstaklingar sem þurfa á þjónustunni að halda - þeir fá hana - en aðrir einstaklingar sem eru í minni áhættu - þeir þurfa ekki jafn mikla þjónustu,“ sagði Einar og nefndi að ýmsar ástæður kynnu að vera fyrir því, til að mynda sé sá einstaklingur hreinlega duglegri við að taka lyfin sín.Sparnaður upp á tugi prósenta Fækkun læknisheimsókna sé því ekki aðeins hagræðing fyrir heilbrigðiskerfið að sögn Einars, heldur einstaklinginn líka. Beðinn um að áætla hversu mikinn sparnað þessi einstaklingsbundna nálgun gæti haft í för með sér vísaði Einar til úttektar, sem unnin var á 10 þúsund sykursjúkum einstaklingum í Bretlandi, þar sem skimað var eftir augnsjúkdómum. Í þessu tiltekna, þrönga dæmi sem þó var rannsakað til hlítar, nam sparnaðurinn um 40 prósentum.„Ótrúlega há tala, en hún er staðreynd hvað þetta varðar.“ Þó svo að rannsóknin hafi verið framkvæmd á einum afmörkuðum anga heilbrigðisþjónustunnar útilokar Einar ekki að þessi aðferð geti leitt til sparnaðar við meðhöndlun á öðrum krónískum sjúkdómum. Langvinnir sjúkdómar kosta heilbrigðiskerfið mikið á hverju ári og sé því hægt að ná þeim kostnaði niður er augljóst að hagræðingin gæti hlaupið á háum fjárhæðum. Spjall þeirra Einars og Söndru við Bítismenn má heyra í spilaranum hér að ofan. Bein útsending frá erindum þeirra í Hátíðasal Háskóla Íslands hefst svo á Vísi klukkan 12. Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Hagnýting hugvitsins Frumkvöðlarnir Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch og Einar Stefánsson flytja erindi um nýsköpun. 22. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Einstaklingsmiðuð tíðni læknisheimsókna gæti lækkað kostnað við meðhöndlun langvinnra sjúkdóma, að mati prófessors sem unnið hefur að rannsóknum í málaflokknum. Hann segir þó erfitt að innleiða vísindalega rannsakaðar lausnir í heilbrigðisþjónustuna, þrátt fyrir að áhuginn sé mikill séu veggirnir þeim mun fleiri. Einar Stefánsson, prófessor í augnlæknisfræði, mætti ásamt Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch, doktor í líf- og læknavísindum, í Bítið í morgun þar sem nýsköpun var til umfjöllunar. Einar og Sandra eru bæði margverðlaunaðir frumkvöðlar og munu þau flytja erindi um nýsköpun í hádeginu í dag. Sýnt verður beint frá málfundinum, sem fram fer í Háskóla Íslands, á Vísi og hefst útsendingin klukkan 12. Þar mun Einar meðal annars ræða um sprotafyrirtæki, sem hann hefur staðið að, sem hefur það að markmiði að stuðla að hagræðingu í heilbrigðisþjónustunni - með hina vísindalegu aðferðafræði að vopni.„Ekkert annað en heilbrigð skynsemi“ „Allir sem hafa króníska sjúkdóma; háan blóðþrýsting, gláku eða sykursýki til dæmis, þekkja það að koma með reglubundnum hætti til læknis,“ útskýrði Einar í Bítinu í morgun. Tíðni þessara læknisheimsókna er alla jafna nokkuð hefðbundin, að sögn Einars, en engu að síður lítið rannsökuð. Hann hafi því, ásamt sykursýkislækninum Örnu Guðmundsdóttur og fleirum, ráðist í rannsóknir þar sem þetta eftirlit var einstaklingsbundið. „Við fundum upp aðferð til þess að mæla áhættu sjúklinga með sykursýki gagnvart augnsjúkdómum og blindu. Síðan stillum við tíðni eftirlits - og um leið hversu mikla heilbrigðisþjónustu hver sjúklingur fær - eftir einstaklingsbundinni áhættu,“ útskýrði Einar. Þeir sem eru í mikill áhættu fái þannig mikla þjónustu og þeir sem eru í lítilli áhættu fá minni þjónustu. Allir fái því að lokum þjónustu við hæfi. „Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en heilbrigð skynsemi,“ sagði Einar en áður en slíkt kerfi yrði tekið í gagnið þyrfti að koma upp tækninni og hinum stærðfræðilegu algóriþmum sem stýra búnaðinum og meta áhættuna.Þessa vinnu sé fyrirtæki Einars búið að vinna. „Það er þó þyngra en tárum taki hvað það gengur illa að koma þessu í framkvæmd í heilbrigðisþjónustunni. Því þar lendum við á vegg.“ Alls staðar sé hugmyndum þeirra vel tekið en ávallt einhver ljón á veginum. „Eins og það er auðvelt að koma með ný lyf þá er einhvern veginn erfitt að koma inn með það sem mér finnst vera heilbrigð skynsemi - og vissulega vísindalega sönnuð aðferð til að ná alvöru hagræðingu í heilbrigðisþjónustu. Ekki bara sparnaði og niðurskurði eins og við þekkjum allt of vel heldur að gera hlutina markvissar, þannig að nákvæmlega þeir einstaklingar sem þurfa á þjónustunni að halda - þeir fá hana - en aðrir einstaklingar sem eru í minni áhættu - þeir þurfa ekki jafn mikla þjónustu,“ sagði Einar og nefndi að ýmsar ástæður kynnu að vera fyrir því, til að mynda sé sá einstaklingur hreinlega duglegri við að taka lyfin sín.Sparnaður upp á tugi prósenta Fækkun læknisheimsókna sé því ekki aðeins hagræðing fyrir heilbrigðiskerfið að sögn Einars, heldur einstaklinginn líka. Beðinn um að áætla hversu mikinn sparnað þessi einstaklingsbundna nálgun gæti haft í för með sér vísaði Einar til úttektar, sem unnin var á 10 þúsund sykursjúkum einstaklingum í Bretlandi, þar sem skimað var eftir augnsjúkdómum. Í þessu tiltekna, þrönga dæmi sem þó var rannsakað til hlítar, nam sparnaðurinn um 40 prósentum.„Ótrúlega há tala, en hún er staðreynd hvað þetta varðar.“ Þó svo að rannsóknin hafi verið framkvæmd á einum afmörkuðum anga heilbrigðisþjónustunnar útilokar Einar ekki að þessi aðferð geti leitt til sparnaðar við meðhöndlun á öðrum krónískum sjúkdómum. Langvinnir sjúkdómar kosta heilbrigðiskerfið mikið á hverju ári og sé því hægt að ná þeim kostnaði niður er augljóst að hagræðingin gæti hlaupið á háum fjárhæðum. Spjall þeirra Einars og Söndru við Bítismenn má heyra í spilaranum hér að ofan. Bein útsending frá erindum þeirra í Hátíðasal Háskóla Íslands hefst svo á Vísi klukkan 12.
Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Hagnýting hugvitsins Frumkvöðlarnir Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch og Einar Stefánsson flytja erindi um nýsköpun. 22. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Bein útsending: Hagnýting hugvitsins Frumkvöðlarnir Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch og Einar Stefánsson flytja erindi um nýsköpun. 22. nóvember 2018 11:30