Sérsveit vopnast gegn erlendum herþjálfuðum glæpamönnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Frá æfingu sérsveitarinnar. Vísir/GVA Bakgrunnur og þjálfun erlendra glæpamanna, sem koma hingað til lands vegna tengsla við skipulagða glæpahópa hér á landi, er þess eðlis að hann kallar á aukinn viðbúnað lögreglu. Þetta kemur fram í svari frá Embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölgun vopnaðra útkalla og verkefna sérsveitarinnar. Í svarinu er vísað til herþjálfunar „sem líkt og alþekkt er felur í sér þjálfun í notkun á skotvopnum og bardagatækni“. Í svarinu segir að málum þar sem vopn koma við sögu hafi fjölgað að undanförnu en einnig er vísað til ógnar sem samfélaginu stafi af vaxandi skipulagðri brotastarfsemi og erlendum brotamönnum og samtökum. „Þetta svar ríkislögreglustjóra er eðlilegt,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Greiningardeildin hafi ítrekað bent á að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt, vopnaburður af ýmsu tagi sé algengari nú en áður og brotin alþjóðlegri. „Þessi aukning á vopnuðum útköllum sérsveitarinnar er samt veruleg á stuttum tíma og vekur upp spurningu um hvort löggæsla á Íslandi sé að færast frá almennri löggæslu eins og við þekkjum hana í átt að sérskipuðum vopnuðum sveitum, að það sé talið nauðsynlegt til að hafa vaðið fyrir neðan sig í æ fleiri tilfellum. Og þá um leið opna á að lögreglan öll verði búin skotvopnum við öll skyldustörf, að það verði smám saman talið eðlilegt í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Helgi. Helgi leggur áherslu á að sérsveitin hafi verið farsæl í starfi þegar á heildina er litið og áunnið sér traust í samfélaginu sem nauðsynlegur aðili í stjórnkerfinu, enda búi sveitin yfir mjög vel þjálfuðum lögreglumönnum sem hafa farið í gegnum mjög ströng inntökuskilyrði og próf. „Spurningin aftur á móti er hvort ekki væri heppilegt fyrir sérsveitina og borgarana að hafa óháða nefnd eða einhvern þriðja aðila sem hefur yfirsýn yfir málefni sveitarinnar og þau mál sem koma upp,“ segir Helgi og bætir við: „Sér í lagi vegna þess að hér er nokkuð stíf skotvopnalöggjöf, lögreglan hefur einokun á valdbeitingu og sérsveitin er vopnuð. Því er ekki óeðlilegt að ytra eftirlit sé starfandi sem veiti henni aðhald og stuðning þegar við á og hafi auga með þessari þróun,“ segir Helgi og vísar til örrar þróunar í vopnaburði í íslenskri löggæslu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Bakgrunnur og þjálfun erlendra glæpamanna, sem koma hingað til lands vegna tengsla við skipulagða glæpahópa hér á landi, er þess eðlis að hann kallar á aukinn viðbúnað lögreglu. Þetta kemur fram í svari frá Embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölgun vopnaðra útkalla og verkefna sérsveitarinnar. Í svarinu er vísað til herþjálfunar „sem líkt og alþekkt er felur í sér þjálfun í notkun á skotvopnum og bardagatækni“. Í svarinu segir að málum þar sem vopn koma við sögu hafi fjölgað að undanförnu en einnig er vísað til ógnar sem samfélaginu stafi af vaxandi skipulagðri brotastarfsemi og erlendum brotamönnum og samtökum. „Þetta svar ríkislögreglustjóra er eðlilegt,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Greiningardeildin hafi ítrekað bent á að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt, vopnaburður af ýmsu tagi sé algengari nú en áður og brotin alþjóðlegri. „Þessi aukning á vopnuðum útköllum sérsveitarinnar er samt veruleg á stuttum tíma og vekur upp spurningu um hvort löggæsla á Íslandi sé að færast frá almennri löggæslu eins og við þekkjum hana í átt að sérskipuðum vopnuðum sveitum, að það sé talið nauðsynlegt til að hafa vaðið fyrir neðan sig í æ fleiri tilfellum. Og þá um leið opna á að lögreglan öll verði búin skotvopnum við öll skyldustörf, að það verði smám saman talið eðlilegt í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Helgi. Helgi leggur áherslu á að sérsveitin hafi verið farsæl í starfi þegar á heildina er litið og áunnið sér traust í samfélaginu sem nauðsynlegur aðili í stjórnkerfinu, enda búi sveitin yfir mjög vel þjálfuðum lögreglumönnum sem hafa farið í gegnum mjög ströng inntökuskilyrði og próf. „Spurningin aftur á móti er hvort ekki væri heppilegt fyrir sérsveitina og borgarana að hafa óháða nefnd eða einhvern þriðja aðila sem hefur yfirsýn yfir málefni sveitarinnar og þau mál sem koma upp,“ segir Helgi og bætir við: „Sér í lagi vegna þess að hér er nokkuð stíf skotvopnalöggjöf, lögreglan hefur einokun á valdbeitingu og sérsveitin er vopnuð. Því er ekki óeðlilegt að ytra eftirlit sé starfandi sem veiti henni aðhald og stuðning þegar við á og hafi auga með þessari þróun,“ segir Helgi og vísar til örrar þróunar í vopnaburði í íslenskri löggæslu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira