Dómur fellur yfir Thomasi Møller Olsen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 10:11 Thomas Møller Olsen huldi ekki andlit sitt í Landsrétti eins og hann gerði þegar málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kveðinn verður upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Olsen í Landsrétti í dag klukkan 14. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann áfrýjaði dómnum. Aðalmeðferð í málinu fyrir Landsrétti fór fram í lok október. Þar sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að nítján ára dómurinn í héraði hefði síst verið of þungur. Enginn skynsamlegur vafi væri á því að Thomas hefði ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Gnótt sönnunargagna bentu til þess og sá eini sem gæti svarað ósvöruðum spurningum um málið væri Thomas sjálfur. Það kysi hann að gera ekki. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hefði orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Ríkissaksóknari mat ásakanir Thomasar á hendur Nikolaj haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Hanna Lára Helgadóttir, lögmaður foreldra Birnu, gerði 10,5 milljóna bótakröfu fyrir hönd hvors foreldris. Vísaði hún til þess að þau væru enn að vinna úr áfallinu að missa dóttur sína auk þess sem umfjöllun fjölmiðla hefði tafið fyrir sorgarferlinu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, hefur sett spurningamerki við sekt Thomasar. Hann hefur þó ekki snert á því hvar Thomas hafi verið í fjórar klukkustundir morguninn sem talið er að Birna hafi verið myrt og líki hennar komið fyrir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30 Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Kveðinn verður upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Olsen í Landsrétti í dag klukkan 14. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann áfrýjaði dómnum. Aðalmeðferð í málinu fyrir Landsrétti fór fram í lok október. Þar sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að nítján ára dómurinn í héraði hefði síst verið of þungur. Enginn skynsamlegur vafi væri á því að Thomas hefði ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Gnótt sönnunargagna bentu til þess og sá eini sem gæti svarað ósvöruðum spurningum um málið væri Thomas sjálfur. Það kysi hann að gera ekki. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hefði orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Ríkissaksóknari mat ásakanir Thomasar á hendur Nikolaj haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Hanna Lára Helgadóttir, lögmaður foreldra Birnu, gerði 10,5 milljóna bótakröfu fyrir hönd hvors foreldris. Vísaði hún til þess að þau væru enn að vinna úr áfallinu að missa dóttur sína auk þess sem umfjöllun fjölmiðla hefði tafið fyrir sorgarferlinu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, hefur sett spurningamerki við sekt Thomasar. Hann hefur þó ekki snert á því hvar Thomas hafi verið í fjórar klukkustundir morguninn sem talið er að Birna hafi verið myrt og líki hennar komið fyrir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30 Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30
Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30
Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00