Mikil svifryksmengun á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 10:53 Þessi mynd var tekin í vikunni á Akureyri þegar svifryk mældist í bænum. umhverfisstofnun Aukinn styrkur svifryks hefur mælst undanfarið á loftgæðamælistöð Akureyrarbæjar og Umhverfisstofnunar sem staðsett er við Strandgöut á móts við Hof. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að óvenju há gildi svifryks hafi mælst í bænum frá miðjum október en háir svifrykstoppar sem fara langt yfir þau mörk sem miðað er við á sólarhring hafa meiri áhrif á heilsu fólks en toppar sem fara rétt rúmlega yfir mörkin. Heilsuverndarmörk svifryks eru miðuð við meðaltal hvers sólarhrings þar sem mörk eru 50 µg/m3 að meðaltali í heilan sólarhring. „Sólarhringsmeðaltal s.l. þriðjudag, 20. nóvember, var 119 µg/m3 og var dagurinn því vel yfir heilsuverndarmörkum. Sólarhringsmeðaltal svifryks má ekki fara yfir mörkin oftar en 35 daga á ári. Þetta var 15. dagurinn sem mælist yfir mörkum síðan stöðin var sett upp við Strandgötu um miðan febrúar á þessi ári,“ segir á vef Umhverfisstofnunar en hæsta einstaka klukkutímameðaltalið sem hefur mælst á Strandgötu það sem af er vetri er 455 455 µg/m3. Ekki eru hins vegar nein heilsuverndarmörk í gildi fyrir hvern klukkutíma, aðeins meðaltal sólarhrings. „Þegar svona er ástatt getur fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum fundið fyrir óþægindum. Í þann hóp falla öll ung börn og hluti aldraðra. Einnig er fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma viðkvæmara fyrir svifryki og fólk með astma getur fundið fyrir auknum einkennum. Ekki er hægt að mæla með að fólk sé í mikilli líkamlegri áreynslu í nágrenni við miklar umferðargötur þegar styrkur svifryks er svo hár. Mælt er með að hlauparar velji sér leið fjær mestu umferðargötunum. Mikil umferð á Akureyri er meginorsök svifryksmengunarinnar í bænum. Er þörf á að nota heimilisbílinn alltaf til allra erinda? Frítt er í strætó á Akureyri og er fólk hvatt til að kynna sér leiðakerfið. Í litlum bæ búa margir í göngu eða hjólafæri við sinn vinnustað eða skóla. Ef veðurspá næstu daga gengur eftir gæti áfram orðið hár styrkur svifryks í bænum. Full ástæða er til að vara við hugsanlegum áhrifum svifryksins á heilsu fólks. Sú spurning er áleitin hvort taka ætti upp þá stefnu að gefa út viðvaranir til íbúa á Akureyri þegar mikil svifryksmengun mælist, líkt og gert er í Reykjavík,“ segir á vef Umhverfisstofnunar þar sem lesa má nánar um málið. Umhverfismál Tengdar fréttir Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. 20. nóvember 2018 18:26 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Aukinn styrkur svifryks hefur mælst undanfarið á loftgæðamælistöð Akureyrarbæjar og Umhverfisstofnunar sem staðsett er við Strandgöut á móts við Hof. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að óvenju há gildi svifryks hafi mælst í bænum frá miðjum október en háir svifrykstoppar sem fara langt yfir þau mörk sem miðað er við á sólarhring hafa meiri áhrif á heilsu fólks en toppar sem fara rétt rúmlega yfir mörkin. Heilsuverndarmörk svifryks eru miðuð við meðaltal hvers sólarhrings þar sem mörk eru 50 µg/m3 að meðaltali í heilan sólarhring. „Sólarhringsmeðaltal s.l. þriðjudag, 20. nóvember, var 119 µg/m3 og var dagurinn því vel yfir heilsuverndarmörkum. Sólarhringsmeðaltal svifryks má ekki fara yfir mörkin oftar en 35 daga á ári. Þetta var 15. dagurinn sem mælist yfir mörkum síðan stöðin var sett upp við Strandgötu um miðan febrúar á þessi ári,“ segir á vef Umhverfisstofnunar en hæsta einstaka klukkutímameðaltalið sem hefur mælst á Strandgötu það sem af er vetri er 455 455 µg/m3. Ekki eru hins vegar nein heilsuverndarmörk í gildi fyrir hvern klukkutíma, aðeins meðaltal sólarhrings. „Þegar svona er ástatt getur fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum fundið fyrir óþægindum. Í þann hóp falla öll ung börn og hluti aldraðra. Einnig er fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma viðkvæmara fyrir svifryki og fólk með astma getur fundið fyrir auknum einkennum. Ekki er hægt að mæla með að fólk sé í mikilli líkamlegri áreynslu í nágrenni við miklar umferðargötur þegar styrkur svifryks er svo hár. Mælt er með að hlauparar velji sér leið fjær mestu umferðargötunum. Mikil umferð á Akureyri er meginorsök svifryksmengunarinnar í bænum. Er þörf á að nota heimilisbílinn alltaf til allra erinda? Frítt er í strætó á Akureyri og er fólk hvatt til að kynna sér leiðakerfið. Í litlum bæ búa margir í göngu eða hjólafæri við sinn vinnustað eða skóla. Ef veðurspá næstu daga gengur eftir gæti áfram orðið hár styrkur svifryks í bænum. Full ástæða er til að vara við hugsanlegum áhrifum svifryksins á heilsu fólks. Sú spurning er áleitin hvort taka ætti upp þá stefnu að gefa út viðvaranir til íbúa á Akureyri þegar mikil svifryksmengun mælist, líkt og gert er í Reykjavík,“ segir á vef Umhverfisstofnunar þar sem lesa má nánar um málið.
Umhverfismál Tengdar fréttir Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. 20. nóvember 2018 18:26 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. 20. nóvember 2018 18:26