Innlent

5,6 milljónum skipt á milli umsækjenda um alþjóðlega vernd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Fréttablaðið/Ernir
Ríkisstjórnin mun verja 5,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu í desemberuppbót til umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er greint frá á vef Stjórnarráðsins.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi hafa undanfarin ár fengið viðbótargreiðslu í desember. 618 umsækjendur um alþjóðlega vernd eru nú í þjónustu hjá Útlendingastofnun og sveitarfélögunum Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ, þar af 138 börn.

Upphæðin var 4,6 milljónir króna í fyrra en þá voru umsækjendur færri eða 518.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×