Fríverslunarsamningur við Indónesíu undirritaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 15:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við undirritunina í Genf í dag. EFTA Ráðherrar frá EFTA-ríkjunum fjórum undirrituðu yfirlýsingu í dag um lok viðræðna EFTA og Indónesíu um fríverslunarsamning. Gert er ráð fyrir að samningurinn muni „tryggja íslenskum útflytjendum greiðan aðgang að mörkuðum í þessu fjórða fjölmennasta ríki heims,“ eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins. Samningurinn tekur meðal annars til vöru- og þjónustuviðskipta, opinberra útboða, hugverkaréttinda og sjálfbærrar þróunar. Á meðal þeirra vöruflokka sem falla undir samninginn eru fisk- og sjávarafurðir, iðnaðar- og tæknivörur, sem og landbúnaðarafurðir. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins að þessum samningi fylgi augljós ávinningur fyrir íslenska útflytjendur. Indónesía sé ört vaxandi markaður með 260 milljónir íbúa en samanlögð vöruskipti Íslands og Indónesíu í fyrra námu rúmum milljarði króna. Indónesía var 67 stærsti vöruútfluningsmarkaður Íslands á síðasta ári og 49 vöruinnflutningslandið. Íslendingar flytja einna helst inn skó og annan fatnað inn frá Indónesíu, sem á móti kaupir mikið af makríl, loðnu og þorski frá Íslandi.Fleiri samningar á borðinu „Viðræðurnar tóku drjúgan tíma en niðurstaðan er líka ákaflega góð og því fagna ég þessum áfanga innilega,“ segir Guðlaugur Þór sem undirritaði yfirlýsinguna í Genf í dag. Auk hans voru ráðherrar frá Noregi, Lichtenstein og Sviss samankomnir á haustfundi EFTA-ríkjanna. Þar fóru þeir meðal annars yfir stöðu og horfur í yfirstandandi fríverslunarviðræðum og hvert skyldi stefna í þeim efnum. Er einhugur sagður hafa verið á fundinum um að halda áfram fríverslunarviðræðum EFTA við Indland, Víetnam, Malasíu og Mercosur-ríkin. Þá eiga ráðherrarnir að hafa rætt „hugsanlega uppfærslu á gildandi fríverslunarsamningum EFTA við Kanada, Chile og Mexíkó og möguleika á að hefja fríverslunarviðræður við Pakistan, Moldóvu og Kósovó í náinni framtíð.“ EFTA ríkin hafa nú gert 28 fríverslunarsamninga við 39 ríki eða landssvæði og sex samstarfsyfirlýsingar. Indónesía Utanríkismál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Ráðherrar frá EFTA-ríkjunum fjórum undirrituðu yfirlýsingu í dag um lok viðræðna EFTA og Indónesíu um fríverslunarsamning. Gert er ráð fyrir að samningurinn muni „tryggja íslenskum útflytjendum greiðan aðgang að mörkuðum í þessu fjórða fjölmennasta ríki heims,“ eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins. Samningurinn tekur meðal annars til vöru- og þjónustuviðskipta, opinberra útboða, hugverkaréttinda og sjálfbærrar þróunar. Á meðal þeirra vöruflokka sem falla undir samninginn eru fisk- og sjávarafurðir, iðnaðar- og tæknivörur, sem og landbúnaðarafurðir. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins að þessum samningi fylgi augljós ávinningur fyrir íslenska útflytjendur. Indónesía sé ört vaxandi markaður með 260 milljónir íbúa en samanlögð vöruskipti Íslands og Indónesíu í fyrra námu rúmum milljarði króna. Indónesía var 67 stærsti vöruútfluningsmarkaður Íslands á síðasta ári og 49 vöruinnflutningslandið. Íslendingar flytja einna helst inn skó og annan fatnað inn frá Indónesíu, sem á móti kaupir mikið af makríl, loðnu og þorski frá Íslandi.Fleiri samningar á borðinu „Viðræðurnar tóku drjúgan tíma en niðurstaðan er líka ákaflega góð og því fagna ég þessum áfanga innilega,“ segir Guðlaugur Þór sem undirritaði yfirlýsinguna í Genf í dag. Auk hans voru ráðherrar frá Noregi, Lichtenstein og Sviss samankomnir á haustfundi EFTA-ríkjanna. Þar fóru þeir meðal annars yfir stöðu og horfur í yfirstandandi fríverslunarviðræðum og hvert skyldi stefna í þeim efnum. Er einhugur sagður hafa verið á fundinum um að halda áfram fríverslunarviðræðum EFTA við Indland, Víetnam, Malasíu og Mercosur-ríkin. Þá eiga ráðherrarnir að hafa rætt „hugsanlega uppfærslu á gildandi fríverslunarsamningum EFTA við Kanada, Chile og Mexíkó og möguleika á að hefja fríverslunarviðræður við Pakistan, Moldóvu og Kósovó í náinni framtíð.“ EFTA ríkin hafa nú gert 28 fríverslunarsamninga við 39 ríki eða landssvæði og sex samstarfsyfirlýsingar.
Indónesía Utanríkismál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira