Landsréttur segir lögreglumenn hafa vænt Thomas um að vera sekan um morð við yfirheyrslu Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 16:55 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur telur lögreglumenn hafa sýnt ágengni þegar Thomas Møller Olsen var yfirheyrður vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. Thomas hafði kvartað undan harðræði lögreglu við aðalmeðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Héraðsdómur hafði metið það svo að hann hefði ekki verið beittur harðræði eða þvingunum á meðan hann var í haldi eða yfirheyrður. Til eru upptökur af yfirheyrslunum sem héraðsdómur horfði á sem og Landsréttur. Landsréttur segir lögreglumenn hafa komið fram við Thomas að fyllstu háttvísi í fyrstu yfirheyrslunni. Í næstu skýrslutöku gætti hins vegar meiri ágengni af hálfu lögreglumanna. Segir í dómi Landsréttar að lögreglumennirnir hafi vænt Thomas um ósannsögli og lögreglumaður fullyrti meðal annars að Thomas hefði myrt Birnu, keyrt eitthvað með líkið af henni og falið það.Andstætt reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna Landsréttur tekur fram í dómi sínum að þessar aðferðir við skýrslutöku séu andstæðar reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu og fleiru sem mælir meðal annars fyrir um að lögreglumaður sem annast yfirheyrslur skuli sýna kurteisi gagnvart vitnum og gæta þess að vera ávallt rólegur og tillitssamur. Yfirheyrslurnar voru hins vegar ekki taldar hafa brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu, var spurður í héraðsdómi hvort að þetta teldust vera hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja svo vera. Landsréttur segir í dómi sínum að þessi framkoma lögreglumanna við Thomas utan yfirheyrsla og við yfirheyrslur hafi ekki haft þau áhrif á framburð hans að skýringar hans á breyttum framburði geti á nokkurn hátt talist trúverðugar. Sagðist ekki hafa fengið að hvílast Þegar Thomas var spurður við meðferð málsins hvers vegna framburður hans hefði tekið breytingum nefndi hann harðræði sem hann hafði orðið fyrir í varðhaldi. Sagðist hann hafa verið vakinn með hávaða og ekki fengið að hvílast. Thomas var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu um miðnætti 19. janúar árið 2017 og vistaður þar í 44 klukkustundir áður en hann var síðan fluttir í fangelsið Litla-Hraun. Í dómi Landsréttar kemur fram að Thomas var yfirheyrður þrisvar sinnum á meðan hann var vistaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Hann var leiddur fyrir dómara vegna kröfu um gæsluvarðhald og sætti ýmiss konar sýnatöku og rannsóknum af hálfu tæknideildar lögreglu og læknis. Vistunarskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ber með sér að í mörgum tilvikum var stutt á milli þessara rannsóknaraðgerða og fékk Thomas af þeim sökum stuttar hvíldir í fangaklefa þessa fyrstu tvo sólarhringa.Óhjákvæmilegt að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir Við mat á því ónæði sem Thomas sagðist hafa orðið fyrir taldi Landsréttur rétt að líta til þess að hann var undir sterkum grun um að tengjast hvarfi Birnu sem þá var enn ófundin og óhjákvæmilega yrði hann að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir á fyrstu sólarhringum rannsóknarinnar. Thomas var dæmdur til nítján ára fangelsivistar í héraðsdómi fyrir að hafa orðið Birnu að bana og einni fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Landsréttur staðfesti héraðsdóminn fyrr í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Landsréttur telur lögreglumenn hafa sýnt ágengni þegar Thomas Møller Olsen var yfirheyrður vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. Thomas hafði kvartað undan harðræði lögreglu við aðalmeðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Héraðsdómur hafði metið það svo að hann hefði ekki verið beittur harðræði eða þvingunum á meðan hann var í haldi eða yfirheyrður. Til eru upptökur af yfirheyrslunum sem héraðsdómur horfði á sem og Landsréttur. Landsréttur segir lögreglumenn hafa komið fram við Thomas að fyllstu háttvísi í fyrstu yfirheyrslunni. Í næstu skýrslutöku gætti hins vegar meiri ágengni af hálfu lögreglumanna. Segir í dómi Landsréttar að lögreglumennirnir hafi vænt Thomas um ósannsögli og lögreglumaður fullyrti meðal annars að Thomas hefði myrt Birnu, keyrt eitthvað með líkið af henni og falið það.Andstætt reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna Landsréttur tekur fram í dómi sínum að þessar aðferðir við skýrslutöku séu andstæðar reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu og fleiru sem mælir meðal annars fyrir um að lögreglumaður sem annast yfirheyrslur skuli sýna kurteisi gagnvart vitnum og gæta þess að vera ávallt rólegur og tillitssamur. Yfirheyrslurnar voru hins vegar ekki taldar hafa brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu, var spurður í héraðsdómi hvort að þetta teldust vera hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja svo vera. Landsréttur segir í dómi sínum að þessi framkoma lögreglumanna við Thomas utan yfirheyrsla og við yfirheyrslur hafi ekki haft þau áhrif á framburð hans að skýringar hans á breyttum framburði geti á nokkurn hátt talist trúverðugar. Sagðist ekki hafa fengið að hvílast Þegar Thomas var spurður við meðferð málsins hvers vegna framburður hans hefði tekið breytingum nefndi hann harðræði sem hann hafði orðið fyrir í varðhaldi. Sagðist hann hafa verið vakinn með hávaða og ekki fengið að hvílast. Thomas var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu um miðnætti 19. janúar árið 2017 og vistaður þar í 44 klukkustundir áður en hann var síðan fluttir í fangelsið Litla-Hraun. Í dómi Landsréttar kemur fram að Thomas var yfirheyrður þrisvar sinnum á meðan hann var vistaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Hann var leiddur fyrir dómara vegna kröfu um gæsluvarðhald og sætti ýmiss konar sýnatöku og rannsóknum af hálfu tæknideildar lögreglu og læknis. Vistunarskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ber með sér að í mörgum tilvikum var stutt á milli þessara rannsóknaraðgerða og fékk Thomas af þeim sökum stuttar hvíldir í fangaklefa þessa fyrstu tvo sólarhringa.Óhjákvæmilegt að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir Við mat á því ónæði sem Thomas sagðist hafa orðið fyrir taldi Landsréttur rétt að líta til þess að hann var undir sterkum grun um að tengjast hvarfi Birnu sem þá var enn ófundin og óhjákvæmilega yrði hann að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir á fyrstu sólarhringum rannsóknarinnar. Thomas var dæmdur til nítján ára fangelsivistar í héraðsdómi fyrir að hafa orðið Birnu að bana og einni fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Landsréttur staðfesti héraðsdóminn fyrr í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00