Lilja Rafney segir tillögur stjórnarandstöðu hygla hinum ríku Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 18:45 Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar. Fréttablaðið/Vilhelm Allt bendir til að frumvarp stjórnarflokkanna um veiðigjöld verði afgreitt frá Alþingi í miklum ágreiningi við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar, sem leggja til að frumvarpinu verði vísað frá. Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. Núgildandi lög um veiðigjöld áttu að renna út hinn 1. september en voru framlengd í lok vorþings fram til áramóta vegna ágreinings stjórnar og stjórnarandstöðu. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er álagning gjaldanna færð nær rauntíma í afurðaverði og afsláttur á gjöldunum er aukinn um 60 prósent sem gagnast á smærri útgerðum mest. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna. Samkvæmt tillögum stjórnarmeirihlutans muni veiðigjöld lækka um allt að fjóra milljarða og vilja flokkarnir vísa frumvarpinu frá. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir núverandi lög gölluð og framlenging þeirra myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá erum við að tala um að á næsta almanaksári gætu veiðigjöldin orðið tólf og hálfur milljarður króna. Þá held ég nú að hrikti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki,“ segir Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði forgangsröðun stjórnarflokkanna augljósa. Á sama tíma og framlög til aldraðra og öryrkja væru lækkuð (milli umræðna um fjárlagafrumvarp) ætti að lækka veiðigjöldin frá útgerðinni. „Hvað liggur á. það er lækkandi gengi, það er lækkandi olíuverð. Útgerðin stendur alveg þokkalega og vel það,“ sagði Þorgerður Katrín. Nánast engar líkur eru á að frávísun á frumvarpinu verði samþykkt og sennilega ekki heldur breytingatillögur sem Samfylkingin, Viðreisn og Píratar leggja þá til; um að aflaheimildir fyrnist á tuttugu árum og á þeim tíma fari fimm prósent veiðiheimilda á uppboð ár hvert. Veiðigjöldin standi undir stjórn og eftirliti með veiðunum en það sem innheimtist umfram það fari í nýjan uppbyggingarsjóð landshlutanna. Lilja Rafney sagði tillögur flokkanna þriggja vera frjálshyggjuhugmyndir. „Þá er verið að hygla þeim ríku. Að bjóða upp á markaðsleiðina. Setja allt á uppboð. Þeir ríkustu hafa mestu möguleika, mestan aðgang að fjármagni og þjappar áfram þessum aflaheimildum saman,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Annarri umræðu um veiðigjöldin verður framhaldið á Alþingi á mánudag. Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Allt bendir til að frumvarp stjórnarflokkanna um veiðigjöld verði afgreitt frá Alþingi í miklum ágreiningi við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar, sem leggja til að frumvarpinu verði vísað frá. Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. Núgildandi lög um veiðigjöld áttu að renna út hinn 1. september en voru framlengd í lok vorþings fram til áramóta vegna ágreinings stjórnar og stjórnarandstöðu. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er álagning gjaldanna færð nær rauntíma í afurðaverði og afsláttur á gjöldunum er aukinn um 60 prósent sem gagnast á smærri útgerðum mest. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna. Samkvæmt tillögum stjórnarmeirihlutans muni veiðigjöld lækka um allt að fjóra milljarða og vilja flokkarnir vísa frumvarpinu frá. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir núverandi lög gölluð og framlenging þeirra myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá erum við að tala um að á næsta almanaksári gætu veiðigjöldin orðið tólf og hálfur milljarður króna. Þá held ég nú að hrikti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki,“ segir Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði forgangsröðun stjórnarflokkanna augljósa. Á sama tíma og framlög til aldraðra og öryrkja væru lækkuð (milli umræðna um fjárlagafrumvarp) ætti að lækka veiðigjöldin frá útgerðinni. „Hvað liggur á. það er lækkandi gengi, það er lækkandi olíuverð. Útgerðin stendur alveg þokkalega og vel það,“ sagði Þorgerður Katrín. Nánast engar líkur eru á að frávísun á frumvarpinu verði samþykkt og sennilega ekki heldur breytingatillögur sem Samfylkingin, Viðreisn og Píratar leggja þá til; um að aflaheimildir fyrnist á tuttugu árum og á þeim tíma fari fimm prósent veiðiheimilda á uppboð ár hvert. Veiðigjöldin standi undir stjórn og eftirliti með veiðunum en það sem innheimtist umfram það fari í nýjan uppbyggingarsjóð landshlutanna. Lilja Rafney sagði tillögur flokkanna þriggja vera frjálshyggjuhugmyndir. „Þá er verið að hygla þeim ríku. Að bjóða upp á markaðsleiðina. Setja allt á uppboð. Þeir ríkustu hafa mestu möguleika, mestan aðgang að fjármagni og þjappar áfram þessum aflaheimildum saman,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Annarri umræðu um veiðigjöldin verður framhaldið á Alþingi á mánudag.
Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira