Láglaunakonur búi við óviðunandi kjör Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. nóvember 2018 20:30 Harpa Njáls, félagsfræðingur, er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum launafólks á Íslandi en hún hélt erindi á fundi á vegum Eflingar í dag. vísir/vilhelm Láglaunakonur búa við óviðunandi kjör samkvæmt félagsfræðingi sem rannsakað hefur aðstæður launafólks á Íslandi síðustu ár. Ríki og sveitarfélög greiði þeim ekki mannsæmandi laun. Harpa Njáls, félagsfræðingur, er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum launafólks á Íslandi en hún hélt erindi á fundi á vegum Eflingar í dag. Dæmi um konur í láglaunastörfum eru ófaglærðar konur sem starfa við uppeldi og menntun barna, til að mynda á leikskólum eða umönnunarstörf, til að mynda á hjúkrunarheimilum. Hún segir þessar konur vinna vanmetnustu störf samfélagsins.Harpa Njáls, félagsfræðingurvisir/baldurHarpa segir að vandamálið megi rekja aftur til ársins 1971. „Þá er það sett í lög að lífeyrir tryggingastofnunar ríkissins fylgi lágmarkslaunum. Það liggur alveg ljóst fyrir að þeir sem hafa setið við samningaborðið að þegar er komið að því að hækka lægstu launin þá segi þeir nei það er ekki hægt að gera það því þá fylgi allir lífeyrisþegarnir á eftir,“ segir Harpa og bætir við að þetta hafið verið í lögum til 1995 eða í 24 ár. Laun hafi svo ekki hækkað nægilega á eftir þann tíma. „Við erum ekki að tala um að þetta séu hópar fólks sem eru að vinna hjá litlum fyrirtækjum sem berjast í bökkum til að reka sig. Við erum að tala um, þetta er fólk sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum. Þannig að þeim er í lofa lagið að semja um og greiða mannsæmandi kjör.“ Þá segir Harpa að konur af erlendum uppruna standi mjög illa. Þær leggi mikið til samfélagsins með vinnu sinni en þeim sé mismunað í velferðarkerfinu. Ástandið í dag sé mjög slæmt. „Það er staðreynd að konur ná ekki endum saman. Þær lifa ekki mannsæmandi lífi. Þær byrja á því að greiða húsaleiguna, rafmagn og hita til að hafa það á hreinu þar sem þær búa. Síðan borðar fólk fyrir restina,“ segir Harpa og bætir við að þær geti ekki leyft sér neitt annað. Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Láglaunakonur búa við óviðunandi kjör samkvæmt félagsfræðingi sem rannsakað hefur aðstæður launafólks á Íslandi síðustu ár. Ríki og sveitarfélög greiði þeim ekki mannsæmandi laun. Harpa Njáls, félagsfræðingur, er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum launafólks á Íslandi en hún hélt erindi á fundi á vegum Eflingar í dag. Dæmi um konur í láglaunastörfum eru ófaglærðar konur sem starfa við uppeldi og menntun barna, til að mynda á leikskólum eða umönnunarstörf, til að mynda á hjúkrunarheimilum. Hún segir þessar konur vinna vanmetnustu störf samfélagsins.Harpa Njáls, félagsfræðingurvisir/baldurHarpa segir að vandamálið megi rekja aftur til ársins 1971. „Þá er það sett í lög að lífeyrir tryggingastofnunar ríkissins fylgi lágmarkslaunum. Það liggur alveg ljóst fyrir að þeir sem hafa setið við samningaborðið að þegar er komið að því að hækka lægstu launin þá segi þeir nei það er ekki hægt að gera það því þá fylgi allir lífeyrisþegarnir á eftir,“ segir Harpa og bætir við að þetta hafið verið í lögum til 1995 eða í 24 ár. Laun hafi svo ekki hækkað nægilega á eftir þann tíma. „Við erum ekki að tala um að þetta séu hópar fólks sem eru að vinna hjá litlum fyrirtækjum sem berjast í bökkum til að reka sig. Við erum að tala um, þetta er fólk sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum. Þannig að þeim er í lofa lagið að semja um og greiða mannsæmandi kjör.“ Þá segir Harpa að konur af erlendum uppruna standi mjög illa. Þær leggi mikið til samfélagsins með vinnu sinni en þeim sé mismunað í velferðarkerfinu. Ástandið í dag sé mjög slæmt. „Það er staðreynd að konur ná ekki endum saman. Þær lifa ekki mannsæmandi lífi. Þær byrja á því að greiða húsaleiguna, rafmagn og hita til að hafa það á hreinu þar sem þær búa. Síðan borðar fólk fyrir restina,“ segir Harpa og bætir við að þær geti ekki leyft sér neitt annað.
Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira