Gistipláss um áramót af skornum skammti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2018 15:00 Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. vísir/vilhelm Aðeins eitt prósent af gistirými á vef bókunarsíðu Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir áramótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar fimm vikur eru til áramóta. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir alveg ljóst að Íslands sé að verða einn vinsælasti staðurinn yfir jól og áramót. „Við höfum verið að sjá rólega en mjög þétta aukningu undanfarin ár og við áætlum að á þessu ári verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn staddir á Íslandi yfir jól og áramót. Það er að sjálfsögðu meirihlutinn af þeim sem stoppar, gistir á höfuðborgarsvæðinu, sem er í línu við heimsóknir erlendra ferðamanna yfir höfuð. Við áætlum að um sjötíu prósent þessara ferðamanna sem eru á suðvesturhorninu. En þess má líka geta að þetta sýnir hversu mikilvægt er bæði að dreifa ferðamönnum um landið, en ekki síður hvaða möguleikar felast í því að dreifa þeim yfir árið til að minnka árstíðasveiflur.“Höfuðborgarsvæðið að seljast upp Lítið sem ekkert framboð er á gistingu í Reykjavík um áramót ef marka má vefsíðu Airbnb og aðrar bókunarsíður. Til að mynda koma aðeins upp örfá gistirými í Reykjavík og nágrenni á nýársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com. Aðeins fimmtán tveggja manna gistirými eru í boði miðsvæðis í Reykjavík þá nóttina og aðeins tíu ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent gistirýma á lausu á vef AirbnB í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo.Sölvi Melax.Fólk að reyna að ná endum saman Verðlag verður að teljast í takt við eftirspurnina, en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á tugum þúsunda á nýársnótt. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, segir verðlagið skiljanlegt. „Sumir eru bara að leigja út þarna til að fá há verð og nenna ekki að leigja ef þeir fá ekki mjög há verð. Þetta er ekkert bara fólk sem er að fara til útlanda eða er ekki að gista í sínu húsnæði. Þetta eru líka einstaklingar sem sjá tækifæri í því að gista hjá vinum og vandamönnum til að ná endum saman og geta þá leigt út húsnæði í nokkra daga yfir áramót og fengið töluverða upphæð.“ Ferðamennska á Íslandi Jól Samfélagsmiðlar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Aðeins eitt prósent af gistirými á vef bókunarsíðu Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir áramótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar fimm vikur eru til áramóta. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir alveg ljóst að Íslands sé að verða einn vinsælasti staðurinn yfir jól og áramót. „Við höfum verið að sjá rólega en mjög þétta aukningu undanfarin ár og við áætlum að á þessu ári verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn staddir á Íslandi yfir jól og áramót. Það er að sjálfsögðu meirihlutinn af þeim sem stoppar, gistir á höfuðborgarsvæðinu, sem er í línu við heimsóknir erlendra ferðamanna yfir höfuð. Við áætlum að um sjötíu prósent þessara ferðamanna sem eru á suðvesturhorninu. En þess má líka geta að þetta sýnir hversu mikilvægt er bæði að dreifa ferðamönnum um landið, en ekki síður hvaða möguleikar felast í því að dreifa þeim yfir árið til að minnka árstíðasveiflur.“Höfuðborgarsvæðið að seljast upp Lítið sem ekkert framboð er á gistingu í Reykjavík um áramót ef marka má vefsíðu Airbnb og aðrar bókunarsíður. Til að mynda koma aðeins upp örfá gistirými í Reykjavík og nágrenni á nýársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com. Aðeins fimmtán tveggja manna gistirými eru í boði miðsvæðis í Reykjavík þá nóttina og aðeins tíu ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent gistirýma á lausu á vef AirbnB í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo.Sölvi Melax.Fólk að reyna að ná endum saman Verðlag verður að teljast í takt við eftirspurnina, en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á tugum þúsunda á nýársnótt. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, segir verðlagið skiljanlegt. „Sumir eru bara að leigja út þarna til að fá há verð og nenna ekki að leigja ef þeir fá ekki mjög há verð. Þetta er ekkert bara fólk sem er að fara til útlanda eða er ekki að gista í sínu húsnæði. Þetta eru líka einstaklingar sem sjá tækifæri í því að gista hjá vinum og vandamönnum til að ná endum saman og geta þá leigt út húsnæði í nokkra daga yfir áramót og fengið töluverða upphæð.“
Ferðamennska á Íslandi Jól Samfélagsmiðlar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira