Handbolti

Sigur hjá Rhein-Neckar | Lærisveinar Alfreðs ekki í vandræðum með Drammen

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
Alexander Peterson skoraði tvö mörk í sigri Rhein-Neckar Löwin á Minden í þýska handboltanum í dag á meðan Guðjón Valur komst ekki blað.

 

Leikurinn var heldur jafn en að lokum stóðu liðsmenn Rhei-Neckar uppi sem sigurvegarar. Það var Daninn Larsen sem var markahæstur í liði Rhein-Neckar með átta mörk en Þjóðverjinn Kohlbacher var með sjö mörk. Eins og áður kom fram var Peterson með tvö mörk.

 

Í EHF-bikarnum mættu Alfreð Gíslason og hans lærisveinar norska liðinu Drammen. 

 

Það var í raun ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið var að fara að vera með yfirhöndina og þar með vinna og var það þýska liðið. Drammen hafði engin svör við góðri spilamennsku Kiel og var staðan í hálfleiknum 17-9.

 

Yfirburðir Kiel héldu síðan áfram í seinni hálfleiknum  og jókst forskot þeirra æ meira eftir því sem leið á leikinn. Að lokum landaði Kiel sigri 36-18.

 

Markahæstur í liði Kiel var Sebastian Firnhaber með átta mörk en næstur á eftir honum var Lukas Nilsson. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×