Handbolti

Sjáðu ótrúlegt sigurmark Kristianstad í Meistaradeildinni eftir stoðsendingu Teits

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svíarnir fagna eftir að boltinn syngur í netinu.
Svíarnir fagna eftir að boltinn syngur í netinu. mynd/skjáskot
Hinn átján ára Valter Chrintz mun ekki gleyma 25. nóvember í bráð en hann skoraði sigurmark Kristianstad gegn Montpellier í Meistaradeildinni í dag.

Markið var ævintýralegt. Chrintz fór inn úr nánast vonlausri stðu en náði að skrúfa boltann skemmtilega í netið er þrjár sekúndur voru eftir og tryggja Kristianstad magnaðan sigur.

Montpellier er ríkjandi Evrópumeistari og Kristianstad er að berjast um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar svo sigurinn var mikilvægur.

Teitur Örn Einarsson gaf boltann á Schrintz í sigurmarkinu en Teitur komst ekki á blað í leiknum. Arnar Freyr Arnarsson skoraði sex mörk og Ólafur Andrés Guðmundsson tvö.


Tengdar fréttir

Íslendingaliðið skellti Evrópumeisturunum

Íslendingaliðið Kristianstad vann frábæran eins marks sigur á Evrópumeisturum, 31-30, er liðin mætust í Meistaradeild Evrópu á heimavelli Evrópumeistaranna í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×