Hvar vilja konur vinna? Edda Hermannsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 12:06 Engin kona starfar í dag sem verðbréfamiðlari á Íslandi og fáar konur sækja á sjó. Á sama tíma eru konur í miklum meirihluta í háskólum landsins og hefur þeim fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja eftir að kynjakvóti var settur á. Konur eru þó ekki við stjórnvölin í svipuðum mæli og karlar þegar kemur að framkvæmdastjórn fyrirtækja og er kynjaskiptur vinnumarkaður áhyggjuefni í augum margra. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara muntu enda einhversstaðar segir máltækið og það á ágætlega við þegar horft er á kynjahlutfall í ólíkum atvinnugreinum. Konur eru meirihluti brautskráðra í heilbrigðis- og velferðargreinum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjónustustörf, menntunarstörf, viðskipti og lögfræði eru jafnframt meðal greina þar sem konur eru í meirihluta. Karlar eru hinsvegar í meirihluta þegar kemur að greinum eins og verkfræði og tölvunarfræði. Það er vissulega uppeldis- og líffræðilegur munur á kynjunum en í seinni tíð hafa skólar dregið meðvitað úr þeim mun til að leyfa ólíkum hliðum að njóta sín. Það breytir því ekki að sögulega hafa greinar eins og sjómennska verið karllægar og störfin líkamlega erfið. En þrátt fyrir tæknilegar breytingar sem dragi úr því erfiði og þrátt fyrir að við eigum fjölmargar sterkar konur, meira að segja með þeim sterkustu í heimi, þá sækja konur samt ekki á sjóinn. Áhugaverðar breytinga hafa þó orðið á þessu hjá nágrönnum okkar í Noregi þar sem konum fór að fjölga þegar aðbúnaður breyttist með tilkomu nýrra skipa. En þetta þýðir ekki að konur starfi ekki í sjávarútvegi því konum hefur fjölgað í afleiddum greinum og hafa komið af krafti inn í nýsköpun í sjávarútvegi. Fréttaflutningur í sjávarútvegi höfðar meira að segja til kynjanna á ólíkan hátt en karlar lesa frekar fréttir af nýjum togurum á meðan konur sýna fréttum af nýsköpun meiri áhuga. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart þegar við horfum á menntun. Árið 2016 skráðu 47 konur sig í tækniskólann og það sama ár voru í heildina þrjár konur í skipstjórnarskólanum og álíka eins í vélstjórn. Það er því nokkuð ljóst að áhugi kynjanna er ólíkur. Um 3000 konur útskrifuðust úr háskólum landsins árið 2016 og árið eftir voru samtals um 4000 konur í námi félagsvísindum, lögfræði og viðskiptafræði. Konur starfa vissulega víða í íslensku viðskiptalífi en fáar konur starfa í fjárfestingabönkum. Ólíkt sjómennsku er ekki hægt að segja að konur hafi ekki menntun sem styður við störf í þessum geira en hvað er það þá sem fælir þær frá? Er það umhverfið og menningin sem heillar konur síður eða hafa þær einhverjar hugmyndir um starfið sem fælir þær frá? Hafa þær almennt ekki áhuga á þessum störfum? Þarf að kynna ákveðin störf betur fyrir körlum og konum þar sem kynjahallinn er mikill? Hvað þarf að breytast svo konur sæki í þessi störf í auknum mæli þar sem þær hafa augljóslega bakgrunn til? Jafnréttismál eru alltaf í umræðunni enda stór hluti af því að gera samfélagið okkar enn betra en það er líka nauðsynlegt að vera raunsæ og hafa skýra stefnu. Viljum við og er raunhæft að það verði jafnt hlutfall i öllum greinum?Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Engin kona starfar í dag sem verðbréfamiðlari á Íslandi og fáar konur sækja á sjó. Á sama tíma eru konur í miklum meirihluta í háskólum landsins og hefur þeim fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja eftir að kynjakvóti var settur á. Konur eru þó ekki við stjórnvölin í svipuðum mæli og karlar þegar kemur að framkvæmdastjórn fyrirtækja og er kynjaskiptur vinnumarkaður áhyggjuefni í augum margra. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara muntu enda einhversstaðar segir máltækið og það á ágætlega við þegar horft er á kynjahlutfall í ólíkum atvinnugreinum. Konur eru meirihluti brautskráðra í heilbrigðis- og velferðargreinum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjónustustörf, menntunarstörf, viðskipti og lögfræði eru jafnframt meðal greina þar sem konur eru í meirihluta. Karlar eru hinsvegar í meirihluta þegar kemur að greinum eins og verkfræði og tölvunarfræði. Það er vissulega uppeldis- og líffræðilegur munur á kynjunum en í seinni tíð hafa skólar dregið meðvitað úr þeim mun til að leyfa ólíkum hliðum að njóta sín. Það breytir því ekki að sögulega hafa greinar eins og sjómennska verið karllægar og störfin líkamlega erfið. En þrátt fyrir tæknilegar breytingar sem dragi úr því erfiði og þrátt fyrir að við eigum fjölmargar sterkar konur, meira að segja með þeim sterkustu í heimi, þá sækja konur samt ekki á sjóinn. Áhugaverðar breytinga hafa þó orðið á þessu hjá nágrönnum okkar í Noregi þar sem konum fór að fjölga þegar aðbúnaður breyttist með tilkomu nýrra skipa. En þetta þýðir ekki að konur starfi ekki í sjávarútvegi því konum hefur fjölgað í afleiddum greinum og hafa komið af krafti inn í nýsköpun í sjávarútvegi. Fréttaflutningur í sjávarútvegi höfðar meira að segja til kynjanna á ólíkan hátt en karlar lesa frekar fréttir af nýjum togurum á meðan konur sýna fréttum af nýsköpun meiri áhuga. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart þegar við horfum á menntun. Árið 2016 skráðu 47 konur sig í tækniskólann og það sama ár voru í heildina þrjár konur í skipstjórnarskólanum og álíka eins í vélstjórn. Það er því nokkuð ljóst að áhugi kynjanna er ólíkur. Um 3000 konur útskrifuðust úr háskólum landsins árið 2016 og árið eftir voru samtals um 4000 konur í námi félagsvísindum, lögfræði og viðskiptafræði. Konur starfa vissulega víða í íslensku viðskiptalífi en fáar konur starfa í fjárfestingabönkum. Ólíkt sjómennsku er ekki hægt að segja að konur hafi ekki menntun sem styður við störf í þessum geira en hvað er það þá sem fælir þær frá? Er það umhverfið og menningin sem heillar konur síður eða hafa þær einhverjar hugmyndir um starfið sem fælir þær frá? Hafa þær almennt ekki áhuga á þessum störfum? Þarf að kynna ákveðin störf betur fyrir körlum og konum þar sem kynjahallinn er mikill? Hvað þarf að breytast svo konur sæki í þessi störf í auknum mæli þar sem þær hafa augljóslega bakgrunn til? Jafnréttismál eru alltaf í umræðunni enda stór hluti af því að gera samfélagið okkar enn betra en það er líka nauðsynlegt að vera raunsæ og hafa skýra stefnu. Viljum við og er raunhæft að það verði jafnt hlutfall i öllum greinum?Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun