Kim Kardashian er ein aðal stjarnan í þáttunum Keeping Up with the Kardashians og hefur fjölskyldan heldur betur gengið í gegnum erfiða tíma síðustu ár.
Til að mynda var mikið fjallað um það fyrr á þessu árið þegar systir hennar Khloé Kardashian eignaðist barn með körfuboltamanninum Tristan Thompson en erlendir fjölmiðlar greindu ítrekað frá framhjáhaldi leikmannsins við fjölda kvenna.
Svo hefur eiginmaður Kim Kardashian Kanye West undanfarna mánuði tjáð sig um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við síðustu ár.
„Honum líður vel og er hérna með mér,“ segir Kim Kardashian og bætir við: „Hann var að segja við mig í vikunni að hann langaði bara jafnvel að hætta að vera Kanye West og vera bara pabbi, hann elskar að vera faðir.“
„Þetta getur verið vandræðalegt fyrir okkur og kannski sérstaklega fyrir Tristan sem er ekki endilega vanur þessu,“ segir Kim en um þessar mundir er öll dramatíkin í tenslum við mál Khloe og Tristan í gangi í raunveruleikaþáttunum. Kim segir að það sé stundum svolítið erfitt að þurfa að endurlifa erfiða tíma aftur þegar þættirnir koma út.
Hér að neðan má sjá viðtalið við Kim.