Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2018 21:00 Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur nú í einu vetfangi verið kippt inn í 21. öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þáttaskil urðu nýlega í samgöngumálum á Ströndum þegar malbikið náði alla leið í Bjarnarfjörð, sem er inn af Húnaflóa norðan Hólmavíkur. Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps, segir að áratuga draumur Bjarnfirðinga um uppbyggðan malbikaðan veg sé nú að rætast. „Þetta er nú alveg bara ótrúlegt hvað það eru miklar framfarir á stuttum tíma, á þessu litla svæði á hjara veraldar, eins og sumir segja,“ segir Finnur.Við Klúkuskóla, sem nú er Hótel Laugarhóll. Tæki Orkubús Vestfjarða, sem leggja strengina í jörð, má sjá vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er nefnilega fleira að koma í þessa litlu sveit. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru að leggja bæði ljósleiðara og rafstreng fyrir þriggja fasa rafmagn, sem er forsenda þess að hægt sé að nota öflugar rafvélar, eins og fyrir bændur og iðnaðarmenn. „Við erum bara að varpa okkur fram í 21. öldina og erum loksins að verða bara sambærilegur staður, og við viljum vera, miðað við aðra staði á Íslandi,“ segir oddvitinn. „Já, allir rosa jákvæðir og bara ánægðir með þetta framtak hjá okkur,“ svarar Júlíus Jónsson, verkstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, spurður um viðbrögð heimamanna við að fá strengina.Júlíus Jónsson verkstjóri ásamt öðrum starfsmönnum Orkubús Vestfjarða við bæinn Klúku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Júlíus kveðst halda að þetta breyti lífinu hjá fólki. „Ég held það, alveg. Miklu betra samband. Hér er ekkert samband, bara lélegt sjónvarp, bara slæmt samband á öllu. Þannig að ég held að þetta sé bara glæsileg þróun,“ segir Júlíus. Þótt jarðstrengirnir láti ekki mikið yfir sér eru þeir kannski með því sem skiptir mestu fyrir nútímasamfélag, ekki síst fyrir yngra fólk, sem sennilega gerir meiri kröfur um öflugar háhraðatengingar.Kirkjustaðurinn Kaldrananes, sem hreppurinn heitir eftir, stendur við mynni Bjarnarfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við gerum bara kröfur í dag og við sættum okkur ekkert við annars flokks þjónustu. Þetta er kannski liður í því hjá sveitarfélaginu að skapa sömu tækifæri um sveitir landsins, eins og þau bjóðast á höfuðborgarsvæðinu,“ segir oddvitinn. Fjallað var um mannlíf í þessari vestfirsku vin í þættinum „Um land allt”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Kaldrananeshreppur Um land allt Tengdar fréttir Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur nú í einu vetfangi verið kippt inn í 21. öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þáttaskil urðu nýlega í samgöngumálum á Ströndum þegar malbikið náði alla leið í Bjarnarfjörð, sem er inn af Húnaflóa norðan Hólmavíkur. Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps, segir að áratuga draumur Bjarnfirðinga um uppbyggðan malbikaðan veg sé nú að rætast. „Þetta er nú alveg bara ótrúlegt hvað það eru miklar framfarir á stuttum tíma, á þessu litla svæði á hjara veraldar, eins og sumir segja,“ segir Finnur.Við Klúkuskóla, sem nú er Hótel Laugarhóll. Tæki Orkubús Vestfjarða, sem leggja strengina í jörð, má sjá vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er nefnilega fleira að koma í þessa litlu sveit. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru að leggja bæði ljósleiðara og rafstreng fyrir þriggja fasa rafmagn, sem er forsenda þess að hægt sé að nota öflugar rafvélar, eins og fyrir bændur og iðnaðarmenn. „Við erum bara að varpa okkur fram í 21. öldina og erum loksins að verða bara sambærilegur staður, og við viljum vera, miðað við aðra staði á Íslandi,“ segir oddvitinn. „Já, allir rosa jákvæðir og bara ánægðir með þetta framtak hjá okkur,“ svarar Júlíus Jónsson, verkstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, spurður um viðbrögð heimamanna við að fá strengina.Júlíus Jónsson verkstjóri ásamt öðrum starfsmönnum Orkubús Vestfjarða við bæinn Klúku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Júlíus kveðst halda að þetta breyti lífinu hjá fólki. „Ég held það, alveg. Miklu betra samband. Hér er ekkert samband, bara lélegt sjónvarp, bara slæmt samband á öllu. Þannig að ég held að þetta sé bara glæsileg þróun,“ segir Júlíus. Þótt jarðstrengirnir láti ekki mikið yfir sér eru þeir kannski með því sem skiptir mestu fyrir nútímasamfélag, ekki síst fyrir yngra fólk, sem sennilega gerir meiri kröfur um öflugar háhraðatengingar.Kirkjustaðurinn Kaldrananes, sem hreppurinn heitir eftir, stendur við mynni Bjarnarfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við gerum bara kröfur í dag og við sættum okkur ekkert við annars flokks þjónustu. Þetta er kannski liður í því hjá sveitarfélaginu að skapa sömu tækifæri um sveitir landsins, eins og þau bjóðast á höfuðborgarsvæðinu,“ segir oddvitinn. Fjallað var um mannlíf í þessari vestfirsku vin í þættinum „Um land allt”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Kaldrananeshreppur Um land allt Tengdar fréttir Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15