Kokkalandsliðinu rann blóðið til skyldunnar að aðstoða Denis Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 10:54 Íslenska kokkalandsliðið fagnar sigrinum í Lúxemborg um helgina. Denis Shramko sést svartklæddur fremst á myndinni. Mynd/Íslenska kokkalandsliðið Klúbbur matreiðslumeistara áréttar að Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða, sé hvorki meðlimur í klúbbnum né íslenska kokkalandsliðinu. Liðinu hafi hins vegar runnið blóðið til skyldunnar að vera honum til halds og trausts þar sem móðir hans er landsliðskokkur til margra ára, að því er fram kemur í yfirlýsingu. Denis var á föstudag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Íslenska kokkalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg í gær og hlaut ein gullverðlaun fyrir heitan mat. Í tilkynningu sem send var út í kjölfar fréttar Vísis um dóminn sem Denis hlaut rétt fyrir mótið segir að hann hafi keppt í „einstaklingskeppni sem Íslendingur í sykurgerðarlist“. Þar hafi hann unnið til gullverðlauna og óskar Klúbbur matreiðslumeistara honum til hamingju með árangurinn. Hann hafi hins vegar tekið þátt í keppninni í Lúxemborg á eigin vegum. „Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.“ Ljóst er að Denis á ekki langt að sækja sykurskreytingarhæfileikana en Maria er sjálf margverðlaunuð í greininni. Þá hreppti hún tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppni í sykurskreytingum, sem einmitt var haldin í Lúxemborg árið 2014. Í færslu kokkalandsliðsins frá því á laugardag er greint frá verðlaunum Denisar og þar með „fyrsta íslenska gullinu“ sem komið er í hús. Færslan var birt daginn eftir að dómur féll yfir Denis í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir árið 2016. Yfirlýsing Klúbbs matreiðslumeistara í heild: Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Kokkalandsliðið 2018 skipa, nöfn og vinnustaðir: Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Kopar Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Mímir Hótel Saga Sigurjón Bragi Geirsson, Garri Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Marel Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið Denis Grbic, Mímir Hótel Saga Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið Hinrik Lárusson, Luxury Catering Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53 Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Klúbbur matreiðslumeistara áréttar að Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða, sé hvorki meðlimur í klúbbnum né íslenska kokkalandsliðinu. Liðinu hafi hins vegar runnið blóðið til skyldunnar að vera honum til halds og trausts þar sem móðir hans er landsliðskokkur til margra ára, að því er fram kemur í yfirlýsingu. Denis var á föstudag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Íslenska kokkalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg í gær og hlaut ein gullverðlaun fyrir heitan mat. Í tilkynningu sem send var út í kjölfar fréttar Vísis um dóminn sem Denis hlaut rétt fyrir mótið segir að hann hafi keppt í „einstaklingskeppni sem Íslendingur í sykurgerðarlist“. Þar hafi hann unnið til gullverðlauna og óskar Klúbbur matreiðslumeistara honum til hamingju með árangurinn. Hann hafi hins vegar tekið þátt í keppninni í Lúxemborg á eigin vegum. „Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.“ Ljóst er að Denis á ekki langt að sækja sykurskreytingarhæfileikana en Maria er sjálf margverðlaunuð í greininni. Þá hreppti hún tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppni í sykurskreytingum, sem einmitt var haldin í Lúxemborg árið 2014. Í færslu kokkalandsliðsins frá því á laugardag er greint frá verðlaunum Denisar og þar með „fyrsta íslenska gullinu“ sem komið er í hús. Færslan var birt daginn eftir að dómur féll yfir Denis í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir árið 2016. Yfirlýsing Klúbbs matreiðslumeistara í heild: Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Kokkalandsliðið 2018 skipa, nöfn og vinnustaðir: Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Kopar Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Mímir Hótel Saga Sigurjón Bragi Geirsson, Garri Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Marel Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið Denis Grbic, Mímir Hótel Saga Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið Hinrik Lárusson, Luxury Catering
Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53 Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53
Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45