Handbolti

Tárin runnu þegar leikmaður Þóris sá EM-drauminn deyja nokkrum dögum fyrir mót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Amanda Kurtovic.
Amanda Kurtovic. Vísir/Getty
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, er á leiðinni með laskað lið á Evrópumótið í Frakklandi sem hefst í lok vikunnar.

Norska landsliðið hefur unnið tvö síðustu Evrópumót undir stjórn Þóris en nú reyndir á breiddina hjá liðinu.





Amanda Kurtovic meiddist í æfingaleik á sunnudagskvöldið og nú er komið í ljós að hún sleit krossband. Kurtovic var með í að vinna EM-gullið fyrir tveimur árum en missir af þessu EM.

Tárin runnu hjá Amandu þegar hún meiddi sig og greinilegt að hún sjá EM-drauminn sinn þarna fjar út.  Liðsfélagar hennar áttu líka bágt með sig og það var mikil geðshræring í öllu norska liðinu. Ekki beint besti lokaleikur fyrir stórmót.





Amanda Kurtovic er hinsvegar ekki sú eina á meiðslalistanum því þar eru einnig leikstjórnandinn og fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal, markvörðurinn Katrine Lunde og hornamaðurinn Thea Mörk.

Silje Waade, sem spilar með Vipers Kristiansand, kemur inn í EM-hópinn í staðinn fyrir Amanda Kurtovic.

Hinar þrjár eru enn í hópnum en það kemur betur í ljós seinna í þessari viku hversu alvarleg þeirra meiðsli eru.

Það mun því reyna á Þóri í aðdraganda EM að finna lausnir á fjarveru lykilmanna hvort sem þær missa úr einn, tvo eða fleiri leiki á EM í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×