Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 21:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært og vill fá frekari skýringar á ummælum formanns VR um að beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóða sem lið í kjarabaráttu. Formenn VR og Eflingar töluðu um stéttastríð í viðtali við RÚV í kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, töluðu bæði um að verkalýðshreyfingin stæði í „stéttastríði“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn Kveik á RÚV í kvöld. Sólveig Anna sagðist jafnframt telja að verkfall væri ekki endilega af því slæma. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir í samtali við Vísi að allt tal um skærur á vinnumarkaði séu ótímabært endu séu viðræður um kjarasamninga tiltölulega nýhafnar. Andinn við samningaborðið þar sem fulltrúar samningsaðila sitji saman heilu dagshlutana þessa dagana sé annar en í ummælum formannanna. „Það er góður gangur í þeim viðræðum og orðfærið á þeim fundum er með allt öðrum hætti en maður heyrir og les síðan í fjölmiðlum,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins reyni að vera samkvæm sjálfum sér og flytja mál sitt með sama hætti við samningaborðið og í fjölmiðlum. Því segir Halldór hljóta að láta þau orð sem sögð eru á samningafundum á milli aðila telja frekar en þau sem heyrist í fjölmiðlum. „Ég er enn vongóður um að við getum leitt þessa kjarasamninga til farsælla lykta,“ segir hann.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Nýnæmi í samskiptum VR, SA og lífeyrissjóðakerfisins Ragnar Þór ýjaði að því í viðtalinu við Kveik að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðakerfinu til þess að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. „Að því gefnu að rétt sé haft eftir formanni VR þá eru þetta sannarlega nýnæmi í samskiptum VR, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóðakerfisins og full ástæða til að ganga eftir því hvað hann á við nákvæmlega með þessum orðum því ég skil það ekki til fulls sjálfur,“ segir Halldór. Í því samhengi bendir Halldór á að þeir sem tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært og vill fá frekari skýringar á ummælum formanns VR um að beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóða sem lið í kjarabaráttu. Formenn VR og Eflingar töluðu um stéttastríð í viðtali við RÚV í kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, töluðu bæði um að verkalýðshreyfingin stæði í „stéttastríði“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn Kveik á RÚV í kvöld. Sólveig Anna sagðist jafnframt telja að verkfall væri ekki endilega af því slæma. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir í samtali við Vísi að allt tal um skærur á vinnumarkaði séu ótímabært endu séu viðræður um kjarasamninga tiltölulega nýhafnar. Andinn við samningaborðið þar sem fulltrúar samningsaðila sitji saman heilu dagshlutana þessa dagana sé annar en í ummælum formannanna. „Það er góður gangur í þeim viðræðum og orðfærið á þeim fundum er með allt öðrum hætti en maður heyrir og les síðan í fjölmiðlum,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins reyni að vera samkvæm sjálfum sér og flytja mál sitt með sama hætti við samningaborðið og í fjölmiðlum. Því segir Halldór hljóta að láta þau orð sem sögð eru á samningafundum á milli aðila telja frekar en þau sem heyrist í fjölmiðlum. „Ég er enn vongóður um að við getum leitt þessa kjarasamninga til farsælla lykta,“ segir hann.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Nýnæmi í samskiptum VR, SA og lífeyrissjóðakerfisins Ragnar Þór ýjaði að því í viðtalinu við Kveik að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðakerfinu til þess að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. „Að því gefnu að rétt sé haft eftir formanni VR þá eru þetta sannarlega nýnæmi í samskiptum VR, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóðakerfisins og full ástæða til að ganga eftir því hvað hann á við nákvæmlega með þessum orðum því ég skil það ekki til fulls sjálfur,“ segir Halldór. Í því samhengi bendir Halldór á að þeir sem tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50