Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. nóvember 2018 06:00 Íslandspóstur hefur óskað eftir 1,5 milljarða neyðarláni frá ríkinu til að halda sér á floti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslandspóstur (ÍSP) lagði fyrir fjárlaganefnd Alþingis tölur um alþjónustubyrði sem hafnað hefur verið af Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála (ÚFP). Þá má lesa úr opinberum upplýsingum að tap af alþjónustu sé ekki eingöngu að rekja til svokallaðra Kínasendinga. Sem kunnugt er hefur ÍSP farið fram á það við Alþingi að fyrirtækinu verði veitt 1,5 milljarða neyðarlán til að forða því frá þroti. Veiting lánsins er nú til skoðunar hjá fjárlaganefnd. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, sem og í máli forstjóra ÍSP, hefur komið fram að rekstrarvanda fyrirtækisins megi rekja til samdráttar í fjölda bréfa innan einkaréttar sem og svokallaðrar „ófjármagnaðrar alþjónustubyrði“. Stærstan hluta alþjónustubyrðarinnar má rekja til „Kínasendinga“, sem aukist hafa gífurlega undanfarin ár vegna netverslunar, en vegna alþjóðlegra póstþjónustusamninga nýtur Kína afsláttar af póstburðargjöldum. Í frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu er gert ráð fyrir því að heimilt verði að velta þessum kostnaði yfir á neytendur. Undanfarin tvö ár hefur hagnaður af einkarétti verið umtalsverður eða tæpar 870 milljónir, samanborið við rúmlega 38 milljóna samanlagðan hagnað árin 2013-2015. Þó bréfsendingum hafi fækkað hefur ÍSP fengið magnminnkunina að fullu bætta með gjaldskrárhækkunum. Þetta kemur meðal annars fram í ákvörðun PFS fyrr í þessum mánuði þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar. Sömu tvö ár hefur verið tap á samkeppni innan alþjónustu, 790,6 milljónir árið 2016 og 691,8 milljónir árið 2017. Ekki liggja fyrir nákvæmar opinberar upplýsingar um hvernig það tap skiptist milli erlendra og innlendra sendinga. Þó kemur fram í yfirliti um bókhaldslegan aðskilnað ársins 2016 að 649 milljónir af tapinu megi rekja til erlends pósts. Í skýrslu Copenhagen Economics (CE) um alþjónustubyrði Póstsins er talan 475 milljónir hins vegar gefin upp. Í frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu, sem nú er til umræðu á Alþingi, er þess getið að árið 2017 hafi tap vegna alþjónustubyrðar erlendra póstsendinga numið 426 milljónum. Af því má álykta að síðastliðin tvö ár hafi ÍSP tapað minnst 408 milljónum króna vegna rekstrarþátta sem ekki varða erlenda alþjónustubyrði. „Þegar litið er til afkomu þjónustuflokka í samkeppnisrekstri ÍSP kemur í ljós að mikill taprekstur er á einstökum þjónustuflokkum […]. Taprekstur verður því ekki eingöngu skýrður af umframkostnaði vegna kvaðar um alþjónustu heldur þarf einnig að líta til viðskipta- og/eða verðstefnu félagsins á samkeppnismarkaði,“ segir í úttekt PFS á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi ÍSP frá 2013. Er þar meðal annars vikið að því að viðvarandi tap sé á pakkasendingum og fjölpósti. ÍSP lagði fyrir fjárlaganefnd yfirlit yfir ófjármagnaða alþjónustubyrði árin 2013-2017. Útreikningar fyrir árin 2013-15 eru frá ÍSP en þar koma fram tölur sem PFS og ÚFP höfðu hafnað. Meðal þess var að ÍSP taldi laun yfirstjórnar og kostnað við markaðssetningu inn í heildarkostnað alþjónustubyrði.Alþjónustusamkeppni Samkvæmt lögum um póstþjónustu er óheimilt að nota tekjur af þjónustu í einkarétti til að greiða niður alþjónustugjöld nema sýnt sé fram á að slíkt sé beinlínis nauðsynlegt til að standa undir alþjónustukvöðum. Af þessum sökum ber ÍSP að senda PFS ár hvert yfirlit um bókhaldslegan aðskilnað einkaréttar og alþjónustu. Fyrir liggur að ÍSP hefur brúkað að minnsta kosti hundruð milljóna af einkaréttartekjum til að mæta tapi af alþjónustu. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Íslandspóstur (ÍSP) lagði fyrir fjárlaganefnd Alþingis tölur um alþjónustubyrði sem hafnað hefur verið af Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála (ÚFP). Þá má lesa úr opinberum upplýsingum að tap af alþjónustu sé ekki eingöngu að rekja til svokallaðra Kínasendinga. Sem kunnugt er hefur ÍSP farið fram á það við Alþingi að fyrirtækinu verði veitt 1,5 milljarða neyðarlán til að forða því frá þroti. Veiting lánsins er nú til skoðunar hjá fjárlaganefnd. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, sem og í máli forstjóra ÍSP, hefur komið fram að rekstrarvanda fyrirtækisins megi rekja til samdráttar í fjölda bréfa innan einkaréttar sem og svokallaðrar „ófjármagnaðrar alþjónustubyrði“. Stærstan hluta alþjónustubyrðarinnar má rekja til „Kínasendinga“, sem aukist hafa gífurlega undanfarin ár vegna netverslunar, en vegna alþjóðlegra póstþjónustusamninga nýtur Kína afsláttar af póstburðargjöldum. Í frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu er gert ráð fyrir því að heimilt verði að velta þessum kostnaði yfir á neytendur. Undanfarin tvö ár hefur hagnaður af einkarétti verið umtalsverður eða tæpar 870 milljónir, samanborið við rúmlega 38 milljóna samanlagðan hagnað árin 2013-2015. Þó bréfsendingum hafi fækkað hefur ÍSP fengið magnminnkunina að fullu bætta með gjaldskrárhækkunum. Þetta kemur meðal annars fram í ákvörðun PFS fyrr í þessum mánuði þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar. Sömu tvö ár hefur verið tap á samkeppni innan alþjónustu, 790,6 milljónir árið 2016 og 691,8 milljónir árið 2017. Ekki liggja fyrir nákvæmar opinberar upplýsingar um hvernig það tap skiptist milli erlendra og innlendra sendinga. Þó kemur fram í yfirliti um bókhaldslegan aðskilnað ársins 2016 að 649 milljónir af tapinu megi rekja til erlends pósts. Í skýrslu Copenhagen Economics (CE) um alþjónustubyrði Póstsins er talan 475 milljónir hins vegar gefin upp. Í frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu, sem nú er til umræðu á Alþingi, er þess getið að árið 2017 hafi tap vegna alþjónustubyrðar erlendra póstsendinga numið 426 milljónum. Af því má álykta að síðastliðin tvö ár hafi ÍSP tapað minnst 408 milljónum króna vegna rekstrarþátta sem ekki varða erlenda alþjónustubyrði. „Þegar litið er til afkomu þjónustuflokka í samkeppnisrekstri ÍSP kemur í ljós að mikill taprekstur er á einstökum þjónustuflokkum […]. Taprekstur verður því ekki eingöngu skýrður af umframkostnaði vegna kvaðar um alþjónustu heldur þarf einnig að líta til viðskipta- og/eða verðstefnu félagsins á samkeppnismarkaði,“ segir í úttekt PFS á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi ÍSP frá 2013. Er þar meðal annars vikið að því að viðvarandi tap sé á pakkasendingum og fjölpósti. ÍSP lagði fyrir fjárlaganefnd yfirlit yfir ófjármagnaða alþjónustubyrði árin 2013-2017. Útreikningar fyrir árin 2013-15 eru frá ÍSP en þar koma fram tölur sem PFS og ÚFP höfðu hafnað. Meðal þess var að ÍSP taldi laun yfirstjórnar og kostnað við markaðssetningu inn í heildarkostnað alþjónustubyrði.Alþjónustusamkeppni Samkvæmt lögum um póstþjónustu er óheimilt að nota tekjur af þjónustu í einkarétti til að greiða niður alþjónustugjöld nema sýnt sé fram á að slíkt sé beinlínis nauðsynlegt til að standa undir alþjónustukvöðum. Af þessum sökum ber ÍSP að senda PFS ár hvert yfirlit um bókhaldslegan aðskilnað einkaréttar og alþjónustu. Fyrir liggur að ÍSP hefur brúkað að minnsta kosti hundruð milljóna af einkaréttartekjum til að mæta tapi af alþjónustu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00
Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15
Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent