Vísað af landi brott eftir 16 ára dvöl hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 12:00 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Marcel Wojcik, þýsks manns sem dvalið hefur á Íslandi í sextán ár, um að fella úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendinga þess efnis að vísa ætti honum úr landi. Brotaferill hans eftir að hafa fengið aðvaranir frá Útlendingastofnun unnu gegn honum í málinu.Fjallað var um mál Marcel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október á síðasta ári en þá gagnrýndi þáverandi eiginkona hans að flytja ætti Marcel úr landi. Sagði hún hann engin tengsl hafa við Þýskaland enda hafi hann dvalið á Íslandi frá því að hann var sextán ára gamall.Þá hafði hann fengið dóm í þýskalandi en var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Þegar rætt var við þáverandi eiginkonu Marcel á síðasta ári var hann að afplána fangelsisdóm. Í dómi Héraðsdóms segir hins vegar að hann hafi lokið afplánun í nóvember og náð sér í vinnu.Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. Sagði þáverandi eiginkona hans að hann hafi horfið af beinu brautinni ungur að aldri eftir fráfall móður hans og algjört afskiptaleysi föður.Sagði hún að fótunum hafi verið kippt undan þeim með ákvörðun Útlendingastofnunar enda áttu þau von á barni þegar fréttastofa ræddi við þáverandi eiginkonu hans í október á síðasta ári.Taldi líklegt að hann myndi enda á götunni í Þýskalandi Í máli sínu gegn ríkinu vísaði Marcel til þess að hann ætti enga fjölskyldu og vini í Þýskalandi og fyrirsjáanlegt væri að hann myndi enda á götunni yrði hann sendur aftur til Þýskalands. Hann ætti íslenska fjölskyldu hér á landi og að það blasi við að ákvörðun um brottvísun fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart honum og gagnvart nánustu og einu aðstandendum hans. Þótt hann hafi verið utanveltu í samfélaginu hér á landi þekkti hann ekkert annað samfélag en það íslenska. Hætt við brottvísun í tvígang en brotin urðu alvarlegri Íslenska ríkið byggði mál sitt meðal annars á því að brotaferill Marcel hafði í tvígang gefið Útlendingastofnun tilefni til að taka til skoðunar að vísa honum frá landi. Í bæði skiptin hafi hins vegar verið fallið frá brottvísun og endurkomubanni, meðal annars vegna þess að Marcel ætti kærustu hér á landi og að hann hefði lokið áfengis- og vímuefnameðferð.Þegar hann hafi hins vegar haldið uppteknum hætti með áframhaldandi brotastarfsemi, auk þess sem brot hans hafi orðið alvarlegri, en á árunum 2014 og 2015 hlaut hann dóma fyrir mun alvarlegri brot en hann hafði hlotið áður, nauðgun og þrjár líkamsárásir, þar af eina sérstaklega hættulega líkamsárás, hafi Útlendingastofnun tekið til skoðunar á ný að vísa Marcel frá landi.Var það mat Útlendingastofnunar að framferði hans fæli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn til þess að skilyrði laga um brottvísun væru uppfyllt.Í dómi héraðsdóms segir að ítrekuð brot Marcel á almennum hegningarlögum skjóti nægilegum stoðum undir þá niðurstöðu kærunefndar að framferði hans feli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Horfa þurfi til þess að tvívegis hafi komið til skoðunar að vísa Marcel á brott úr landi, án þess þó að slíkar ráðagerðir hafi haft þau áhrif að hann léti af afbrotum.Voru íslenska ríkið því sýknað af kröfum Marcel og standa því ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að vísa eigi Marcel af landi brott. Dómsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Marcel Wojcik, þýsks manns sem dvalið hefur á Íslandi í sextán ár, um að fella úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendinga þess efnis að vísa ætti honum úr landi. Brotaferill hans eftir að hafa fengið aðvaranir frá Útlendingastofnun unnu gegn honum í málinu.Fjallað var um mál Marcel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október á síðasta ári en þá gagnrýndi þáverandi eiginkona hans að flytja ætti Marcel úr landi. Sagði hún hann engin tengsl hafa við Þýskaland enda hafi hann dvalið á Íslandi frá því að hann var sextán ára gamall.Þá hafði hann fengið dóm í þýskalandi en var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Þegar rætt var við þáverandi eiginkonu Marcel á síðasta ári var hann að afplána fangelsisdóm. Í dómi Héraðsdóms segir hins vegar að hann hafi lokið afplánun í nóvember og náð sér í vinnu.Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. Sagði þáverandi eiginkona hans að hann hafi horfið af beinu brautinni ungur að aldri eftir fráfall móður hans og algjört afskiptaleysi föður.Sagði hún að fótunum hafi verið kippt undan þeim með ákvörðun Útlendingastofnunar enda áttu þau von á barni þegar fréttastofa ræddi við þáverandi eiginkonu hans í október á síðasta ári.Taldi líklegt að hann myndi enda á götunni í Þýskalandi Í máli sínu gegn ríkinu vísaði Marcel til þess að hann ætti enga fjölskyldu og vini í Þýskalandi og fyrirsjáanlegt væri að hann myndi enda á götunni yrði hann sendur aftur til Þýskalands. Hann ætti íslenska fjölskyldu hér á landi og að það blasi við að ákvörðun um brottvísun fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart honum og gagnvart nánustu og einu aðstandendum hans. Þótt hann hafi verið utanveltu í samfélaginu hér á landi þekkti hann ekkert annað samfélag en það íslenska. Hætt við brottvísun í tvígang en brotin urðu alvarlegri Íslenska ríkið byggði mál sitt meðal annars á því að brotaferill Marcel hafði í tvígang gefið Útlendingastofnun tilefni til að taka til skoðunar að vísa honum frá landi. Í bæði skiptin hafi hins vegar verið fallið frá brottvísun og endurkomubanni, meðal annars vegna þess að Marcel ætti kærustu hér á landi og að hann hefði lokið áfengis- og vímuefnameðferð.Þegar hann hafi hins vegar haldið uppteknum hætti með áframhaldandi brotastarfsemi, auk þess sem brot hans hafi orðið alvarlegri, en á árunum 2014 og 2015 hlaut hann dóma fyrir mun alvarlegri brot en hann hafði hlotið áður, nauðgun og þrjár líkamsárásir, þar af eina sérstaklega hættulega líkamsárás, hafi Útlendingastofnun tekið til skoðunar á ný að vísa Marcel frá landi.Var það mat Útlendingastofnunar að framferði hans fæli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn til þess að skilyrði laga um brottvísun væru uppfyllt.Í dómi héraðsdóms segir að ítrekuð brot Marcel á almennum hegningarlögum skjóti nægilegum stoðum undir þá niðurstöðu kærunefndar að framferði hans feli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Horfa þurfi til þess að tvívegis hafi komið til skoðunar að vísa Marcel á brott úr landi, án þess þó að slíkar ráðagerðir hafi haft þau áhrif að hann léti af afbrotum.Voru íslenska ríkið því sýknað af kröfum Marcel og standa því ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að vísa eigi Marcel af landi brott.
Dómsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira