Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2018 14:30 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. Hins vegar sé hann bjartsýnn á að samningar takist tímalega en meira máli skipti nú en oft áður að klára samninga tímalega. Stíf fundarhöld eru þessa dagana milli Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og VR og á föstudag hefjast viðræður við iðnaðarmenn. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir helstu liði í samningsáætlun SA og kröfugerðum verkalýðsfélaganna hafa verið rædda. „Við erum að taka þessa stærstu þætti. Við höfum rætt um vinnutímaskilgreiningar, sveigjanlegri vinnutíma, styttingu heildarvinnutíma. Við höfum rætt skipulag á vinnumarkaði og auðvitað er undirliggjandi þarna umræða um kaup og kjör. Þetta er flókið ferli og að mörgu sem þarf að huga,“ segir Halldór Benjamín. Ríkisstjórnin kom á laggirnar starfshópi í vikunni sem skila á tillögum til lausnar húsnæðisvandans fyrir 20. janúar næst komandi. Halldór Benjamín segir óumdeilt að húsnæðismálin séu einn stærsti liðurinn í komandi samningum og hann bindi því vonir við þetta útspil stjórnvalda. „Það ríkir framboðsskortur á húsnæðismarkaði og við þurfum að greiða úr honum. Það gerum við fyrst og fremst með því að byggja meira og hratt af hagkvæmu húsnæði til að léttaf af þeim þrýstingi sem of margir búa við. Þannig að já ég bind vonir við það,“ segir framkvæmdastjóri SA.Mikilvægt að ljúka samningum tímalega Ljóst er að töluverð óþreyja er meðal forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar meðal annars varðandi launaliðinn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnti á það í þættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu í gær að verkalýðsfélögin væru aðilar að íslenska lífeyrisjóðakerfinu og gætu beitt áhrifum sínum þar með því að beina því til sjóðanna að skrúfa fyrir fjárfestingar á meðan samningar væru lausir. Halldór Benjamín segir þetta vera nýmæli í samskiptum. “Þetta er ekki til að liðka fyrir málum í mínum huga. Ég held að það þurfi að fá frekari skýringar á því hvað þau eiga við með þessum orðum því ég átta mig ekki á því sjálfur hvað átt er við,” segir Halldór Benjamín. Hins vegar hafi Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin sem skipi fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðanna ekkert boðvald yfir stjórnum sjóðanna. Stjórnarmenn eigi að vera óháðir og sýna sjálfstæði í störfum sínum. Framkvmdastjóri SA er þrátt fyrir þetta bjartsýnn á að samningar takist í tæka tíð. „Ég hygg hins vegar að tíminn skipti sérstaklega miklu máli að þessu sinni. Því miður eru blikur á lofti í efnahagslífinu. Við sjáum að það er kurr og titringur víða. Og því fyrr sem við eyðum þeirri óvissu sem ríkir á kjarasamningssviðinu því betra fyrir hag allra landsmanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. Hins vegar sé hann bjartsýnn á að samningar takist tímalega en meira máli skipti nú en oft áður að klára samninga tímalega. Stíf fundarhöld eru þessa dagana milli Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og VR og á föstudag hefjast viðræður við iðnaðarmenn. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir helstu liði í samningsáætlun SA og kröfugerðum verkalýðsfélaganna hafa verið rædda. „Við erum að taka þessa stærstu þætti. Við höfum rætt um vinnutímaskilgreiningar, sveigjanlegri vinnutíma, styttingu heildarvinnutíma. Við höfum rætt skipulag á vinnumarkaði og auðvitað er undirliggjandi þarna umræða um kaup og kjör. Þetta er flókið ferli og að mörgu sem þarf að huga,“ segir Halldór Benjamín. Ríkisstjórnin kom á laggirnar starfshópi í vikunni sem skila á tillögum til lausnar húsnæðisvandans fyrir 20. janúar næst komandi. Halldór Benjamín segir óumdeilt að húsnæðismálin séu einn stærsti liðurinn í komandi samningum og hann bindi því vonir við þetta útspil stjórnvalda. „Það ríkir framboðsskortur á húsnæðismarkaði og við þurfum að greiða úr honum. Það gerum við fyrst og fremst með því að byggja meira og hratt af hagkvæmu húsnæði til að léttaf af þeim þrýstingi sem of margir búa við. Þannig að já ég bind vonir við það,“ segir framkvæmdastjóri SA.Mikilvægt að ljúka samningum tímalega Ljóst er að töluverð óþreyja er meðal forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar meðal annars varðandi launaliðinn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnti á það í þættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu í gær að verkalýðsfélögin væru aðilar að íslenska lífeyrisjóðakerfinu og gætu beitt áhrifum sínum þar með því að beina því til sjóðanna að skrúfa fyrir fjárfestingar á meðan samningar væru lausir. Halldór Benjamín segir þetta vera nýmæli í samskiptum. “Þetta er ekki til að liðka fyrir málum í mínum huga. Ég held að það þurfi að fá frekari skýringar á því hvað þau eiga við með þessum orðum því ég átta mig ekki á því sjálfur hvað átt er við,” segir Halldór Benjamín. Hins vegar hafi Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin sem skipi fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðanna ekkert boðvald yfir stjórnum sjóðanna. Stjórnarmenn eigi að vera óháðir og sýna sjálfstæði í störfum sínum. Framkvmdastjóri SA er þrátt fyrir þetta bjartsýnn á að samningar takist í tæka tíð. „Ég hygg hins vegar að tíminn skipti sérstaklega miklu máli að þessu sinni. Því miður eru blikur á lofti í efnahagslífinu. Við sjáum að það er kurr og titringur víða. Og því fyrr sem við eyðum þeirri óvissu sem ríkir á kjarasamningssviðinu því betra fyrir hag allra landsmanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent