Formaður VR vill fulltrúa atvinnulífsins út úr stjórnum lífeyrissjóða Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2018 19:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur eðlilegt að verkalýðshreyfingin beiti lífeyrissjóðunum til að frysta fjárfestingar innanlands til að ýta á kröfur félaganna. vísir/vilhelm Formaður VR vill að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hverfi úr stjórnum lífeyrissjóðanna og óheyrilegur kostnaður við rekstur þeirra verði skorinn niður. Sameiginlegu rekstrarkostnaður nú sé um tuttugu milljarðar króna á ári og topparnir og stjórnir sjóðanna taki til sín um einn milljarð í laun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur eðlilegt að verkalýðshreyfingin beiti lífeyrissjóðunum til að frysta fjárfestingar innanlands til að ýta á kröfur félaganna. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þetta vera nýmæli í samskiptum. Hvorki verkalýðsfélögin né Samtök atvinnulífsins hefðu boðvald yfir fulltrúum í stjórn lífeyrissjóðanna. „Við í sjálfu sér höfum þannig boðvald að við skipum helming sæta í lífeyrissjóðunum í almenna kerfinu. Til að svara þessu myndi ég frekar segja að það væri algerlega óábyrgt að fjárfesta í íslensku atvinnulífi á meðan kjarasamningar eru lausir og það vofa yfir einhvers konar vinnudeilur,” segir Ragnar Þór. Í dag er það þannig að Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin skipa jafn marga fulltrúa í stjórnir þeirra rúmlega tuttugu lífeyrissjóða sem eru starfandi í landinu. Formaður VR segir að sjóðunum hafi verið beitt til að bæta hag æðstu stjórnenda bæði innan sjóðanna og í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir hafi fjárfest í. Það sé hins vegar eðlilegt að sjóðunum sé beitt til að bæta hag almennra félagsmanna. Þá gagnrýnir Ragnar Þór mikinn rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. „Samkvæmt tölum úr ársreiningum lífeyrissjóðanna þá er rekstrarkostnaður um 20 milljarðar á ári samkvæmt þeirra eigin tölum. En við vitum að hann er miklu hærri. Þetta er hins vegar áætlaður kostnaður,” segir formaður VR. Stærsti hlutinn séu fjárfestingargjöld sem sjóðirnir greiði fjármálakerfinu til sýsla með fjárfestingar sjóðanna.Mokað undir æðstu stjórnendur „Ef við ætlum að mynda einhvern þrýsting er alveg klárt mál að við eigum að vera miklu aktívari í meðferð á okkar lífeyrissjóðum. Hvernig lífeyrissjóðirnir haga sínum fjárfestingum,” segir Ragnar Þór. Til að mynda með því að þrýsta á sjóðina að þeir komi að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir félagsmenn. Þá fari um milljarður króna á ári í launagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna lífeyrissjóðanna á ári hverju, auk þess sem fulltrúar sjóðanna hafi setið í stjórnum fyrirtækja sem greitt hafi svimandi háar bónusgreiðslur til stjórnenda. „Þarna hefur lífeyrissjóðunum svo sannarlega verið beitt til að moka að æðstu stjórnendum atvinnulífsins. En þegar kemur að því að ræða um hagsmuni og lífskjör hins almenna launamanns er alltaf eitthvað annað uppi á teningnum. Ég held að það sé kominn tími á það og löngu kominn tími á það að verkalýðshreyfingin beiti sér að fullum þunga um að atvinnurekendur fari úr stjórnum líferissjóða, segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25 Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Formaður VR vill að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hverfi úr stjórnum lífeyrissjóðanna og óheyrilegur kostnaður við rekstur þeirra verði skorinn niður. Sameiginlegu rekstrarkostnaður nú sé um tuttugu milljarðar króna á ári og topparnir og stjórnir sjóðanna taki til sín um einn milljarð í laun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur eðlilegt að verkalýðshreyfingin beiti lífeyrissjóðunum til að frysta fjárfestingar innanlands til að ýta á kröfur félaganna. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þetta vera nýmæli í samskiptum. Hvorki verkalýðsfélögin né Samtök atvinnulífsins hefðu boðvald yfir fulltrúum í stjórn lífeyrissjóðanna. „Við í sjálfu sér höfum þannig boðvald að við skipum helming sæta í lífeyrissjóðunum í almenna kerfinu. Til að svara þessu myndi ég frekar segja að það væri algerlega óábyrgt að fjárfesta í íslensku atvinnulífi á meðan kjarasamningar eru lausir og það vofa yfir einhvers konar vinnudeilur,” segir Ragnar Þór. Í dag er það þannig að Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin skipa jafn marga fulltrúa í stjórnir þeirra rúmlega tuttugu lífeyrissjóða sem eru starfandi í landinu. Formaður VR segir að sjóðunum hafi verið beitt til að bæta hag æðstu stjórnenda bæði innan sjóðanna og í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir hafi fjárfest í. Það sé hins vegar eðlilegt að sjóðunum sé beitt til að bæta hag almennra félagsmanna. Þá gagnrýnir Ragnar Þór mikinn rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. „Samkvæmt tölum úr ársreiningum lífeyrissjóðanna þá er rekstrarkostnaður um 20 milljarðar á ári samkvæmt þeirra eigin tölum. En við vitum að hann er miklu hærri. Þetta er hins vegar áætlaður kostnaður,” segir formaður VR. Stærsti hlutinn séu fjárfestingargjöld sem sjóðirnir greiði fjármálakerfinu til sýsla með fjárfestingar sjóðanna.Mokað undir æðstu stjórnendur „Ef við ætlum að mynda einhvern þrýsting er alveg klárt mál að við eigum að vera miklu aktívari í meðferð á okkar lífeyrissjóðum. Hvernig lífeyrissjóðirnir haga sínum fjárfestingum,” segir Ragnar Þór. Til að mynda með því að þrýsta á sjóðina að þeir komi að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir félagsmenn. Þá fari um milljarður króna á ári í launagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna lífeyrissjóðanna á ári hverju, auk þess sem fulltrúar sjóðanna hafi setið í stjórnum fyrirtækja sem greitt hafi svimandi háar bónusgreiðslur til stjórnenda. „Þarna hefur lífeyrissjóðunum svo sannarlega verið beitt til að moka að æðstu stjórnendum atvinnulífsins. En þegar kemur að því að ræða um hagsmuni og lífskjör hins almenna launamanns er alltaf eitthvað annað uppi á teningnum. Ég held að það sé kominn tími á það og löngu kominn tími á það að verkalýðshreyfingin beiti sér að fullum þunga um að atvinnurekendur fari úr stjórnum líferissjóða, segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25 Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent