Þorskstofninn í hættu vegna hærri hita og súrnunar sjávar Sveinn Arnarsson skrifar 29. nóvember 2018 06:15 Súrnun sjávar gæti haft gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn Íslendinga, þorskinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Súrnun sjávar samfara hækkandi hitastigi í Norður-Atlantshafi mun hafa gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn okkar Íslendinga, þorskinn. Færri fiskar ná að vaxa upp og hrygningarsvæði hans færast norður fyrir heimskautsbaug. Þetta sýnir ný rannsókn norskra vísindamanna sem birtist í gær í hinu virta tímariti Science Advance. Loftslagsbreytingar í Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum valda nýjum ógnum fyrir sjávarútvegsþjóðir á svæðinu. Vísindamennirnir sýna fram á að súrnun veldur erfiðleikum í hrygningu þorsksins. Hækkun hitastigs og súrnun sjávar mun því hafa miklar afleiðingar. Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og sérfræðingur í sjávarlíffræði og sjávarútvegsfræðum, segir þessa rannsókn áhugaverða fyrir þær sakir að nú sé reynt að greina áhrif súrnunar á þorskinn.„Oftast hefur verið talað um að súrnunin hefði ekki áhrif á fiska, aðallega á þá sem væru með ytri kalkstoðgrind, skeldýr og annað slíkt. Svo eru Norðmennirnir með sínar gríðarlega öflugu rannsóknir að sýna fram á að það sé ekkert svoleiðis,“ segir Hreiðar Þór og bendir á að nytjastofninn gæti minnkað. „Súrnunin hefur kannski ekki áhrif á fullorðna fiska en getur haft áhrif á seiðin. Rétt eftir klak eru þau ofsalega viðkvæm og þar hefur súrnunin áhrif á frumstigi. Ef þú eykur dánartíðnina þá færðu færri fullorðna fiska og því fækkar í stofninum sem því nemur.“ Vísindamennirnir benda á að súrnunin geti gert það að verkum að hrygningarstöðvar þorsksins færist norður fyrir heimskautsbaug. Hreiðar Þór segir að þær niðurstöður gætu átt aðeins við hrygningarstöðvar við Noreg. „Þetta er pínulítið flókið samband og því er ekki hægt að segja með vissu hvort þær spár eigi alveg fullkomlega við um íslenskan veruleika. Hins vegar er hægt að gera sér í hugarlund að þorskurinn hrygni frekar norðan við Ísland og hætti að hrygna fyrir sunnan land.“ Verðmætin sem felast í veiðum á þorski skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Um helmingur verðmæta sem dregin eru upp úr sjó við Íslandsstrendur kemur frá þorskveiðum. „Súrnunin getur mögulega haft bein neikvæð áhrif á okkar nytjastofna. Þorskurinn er langsamlegast mikilvægasti nytjastofn okkar og súrnun gæti kostað okkur milljarða í krónum á hverju ári,“ segir Hreiðar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Súrnun sjávar samfara hækkandi hitastigi í Norður-Atlantshafi mun hafa gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn okkar Íslendinga, þorskinn. Færri fiskar ná að vaxa upp og hrygningarsvæði hans færast norður fyrir heimskautsbaug. Þetta sýnir ný rannsókn norskra vísindamanna sem birtist í gær í hinu virta tímariti Science Advance. Loftslagsbreytingar í Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum valda nýjum ógnum fyrir sjávarútvegsþjóðir á svæðinu. Vísindamennirnir sýna fram á að súrnun veldur erfiðleikum í hrygningu þorsksins. Hækkun hitastigs og súrnun sjávar mun því hafa miklar afleiðingar. Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og sérfræðingur í sjávarlíffræði og sjávarútvegsfræðum, segir þessa rannsókn áhugaverða fyrir þær sakir að nú sé reynt að greina áhrif súrnunar á þorskinn.„Oftast hefur verið talað um að súrnunin hefði ekki áhrif á fiska, aðallega á þá sem væru með ytri kalkstoðgrind, skeldýr og annað slíkt. Svo eru Norðmennirnir með sínar gríðarlega öflugu rannsóknir að sýna fram á að það sé ekkert svoleiðis,“ segir Hreiðar Þór og bendir á að nytjastofninn gæti minnkað. „Súrnunin hefur kannski ekki áhrif á fullorðna fiska en getur haft áhrif á seiðin. Rétt eftir klak eru þau ofsalega viðkvæm og þar hefur súrnunin áhrif á frumstigi. Ef þú eykur dánartíðnina þá færðu færri fullorðna fiska og því fækkar í stofninum sem því nemur.“ Vísindamennirnir benda á að súrnunin geti gert það að verkum að hrygningarstöðvar þorsksins færist norður fyrir heimskautsbaug. Hreiðar Þór segir að þær niðurstöður gætu átt aðeins við hrygningarstöðvar við Noreg. „Þetta er pínulítið flókið samband og því er ekki hægt að segja með vissu hvort þær spár eigi alveg fullkomlega við um íslenskan veruleika. Hins vegar er hægt að gera sér í hugarlund að þorskurinn hrygni frekar norðan við Ísland og hætti að hrygna fyrir sunnan land.“ Verðmætin sem felast í veiðum á þorski skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Um helmingur verðmæta sem dregin eru upp úr sjó við Íslandsstrendur kemur frá þorskveiðum. „Súrnunin getur mögulega haft bein neikvæð áhrif á okkar nytjastofna. Þorskurinn er langsamlegast mikilvægasti nytjastofn okkar og súrnun gæti kostað okkur milljarða í krónum á hverju ári,“ segir Hreiðar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent