ASÍ ekki rætt hugmyndir Ragnars Þórs Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. nóvember 2018 06:49 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Fréttablaðið/Anton Brink „Þessar hugmyndir hafa ekki verið ræddar innan Alþýðusambandsins. En það er stöðugt til umræðu hjá okkur hvernig hægt er að beita lífeyrissjóðunum,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um hugmyndir Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR. Ragnar sagði í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur var á RÚV á þriðjudagskvöld að verkalýðshreyfingin gæti beitt áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að knýja á um kjarasamninga. Hægt væri að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna verkalýðshreyfingarinnar að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. Drífa segist auðvitað finna fyrir sterkum vilja til þess að lífeyrissjóðirnir taki siðferðislega ábyrgð í viðskiptalífinu. „Við höfum rætt að þeir séu ekki að fjárfesta í fyrirtækjum sem eru til dæmis að borga ofurlaun. Það er sjálfsagt að taka allt til umræðu hjá ASÍ sem varðar lífeyrissjóðina.“ Fjármálaeftirlitið (FME) birti í gær tilkynningu á vef sínum þar sem minnt er á þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt lögum til starfsemi lífeyrissjóða. Bent er á að hlutverk þeirra sé að veita viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli, örorku eða andláts. Stjórn lífeyrissjóðs beri ábyrgð á að starfsemin sé í samræmi við lög. Það sé svo hlutverk FME að hafa eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða. Telur FME með hliðsjón af þessu að stjórnarmönnum lífeyrissjóða sé óheimilt að beita sér fyrir því að sjóðirnir séu nýttir í öðrum tilgangi en þeim sem að framan greinir. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25 Formaður VR vill fulltrúa atvinnulífsins út úr stjórnum lífeyrissjóða Formaður VR vill að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hverfi úr stjórnum lífeyrissjóðanna og óheyrilegur kostnaður við rekstur þeirra verði skorinn niður. 28. nóvember 2018 19:15 Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Þessar hugmyndir hafa ekki verið ræddar innan Alþýðusambandsins. En það er stöðugt til umræðu hjá okkur hvernig hægt er að beita lífeyrissjóðunum,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um hugmyndir Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR. Ragnar sagði í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur var á RÚV á þriðjudagskvöld að verkalýðshreyfingin gæti beitt áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að knýja á um kjarasamninga. Hægt væri að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna verkalýðshreyfingarinnar að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. Drífa segist auðvitað finna fyrir sterkum vilja til þess að lífeyrissjóðirnir taki siðferðislega ábyrgð í viðskiptalífinu. „Við höfum rætt að þeir séu ekki að fjárfesta í fyrirtækjum sem eru til dæmis að borga ofurlaun. Það er sjálfsagt að taka allt til umræðu hjá ASÍ sem varðar lífeyrissjóðina.“ Fjármálaeftirlitið (FME) birti í gær tilkynningu á vef sínum þar sem minnt er á þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt lögum til starfsemi lífeyrissjóða. Bent er á að hlutverk þeirra sé að veita viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli, örorku eða andláts. Stjórn lífeyrissjóðs beri ábyrgð á að starfsemin sé í samræmi við lög. Það sé svo hlutverk FME að hafa eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða. Telur FME með hliðsjón af þessu að stjórnarmönnum lífeyrissjóða sé óheimilt að beita sér fyrir því að sjóðirnir séu nýttir í öðrum tilgangi en þeim sem að framan greinir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25 Formaður VR vill fulltrúa atvinnulífsins út úr stjórnum lífeyrissjóða Formaður VR vill að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hverfi úr stjórnum lífeyrissjóðanna og óheyrilegur kostnaður við rekstur þeirra verði skorinn niður. 28. nóvember 2018 19:15 Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25
Formaður VR vill fulltrúa atvinnulífsins út úr stjórnum lífeyrissjóða Formaður VR vill að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hverfi úr stjórnum lífeyrissjóðanna og óheyrilegur kostnaður við rekstur þeirra verði skorinn niður. 28. nóvember 2018 19:15
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50