Þrír leikmenn náðu HM lágmarki á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25m laug í gær.
Kristinn Þórarinsson vann keppni í 200m fjórsundi í gærkvöld þegar hann synti á 2:00,04 mínútum. Hann var þar tæpri sekúndu undir lágmarkinu.
Fyrr um daginn höfðu þeir Anton Sveinn McKee og Dadó Fenrir Jasminusson einnig náð lágmörkum á mótinu.
Anton synti 100m brignusund á 59,70 sekúndum sem er hálfri sekúndu undir lágmarkinu og rétt rúmri sekúndu frá Íslandsmeti hans í greininni.
Dadó jafnaði Íslandsmet þegar hann synti 50m skriðsund á 22,29 sekúndum. Íslandsmetið átti Árni Már Árnason og var það orðið 9 ára gamalt.
Heimsmeistaramótið fer fram í Kína um miðjan desember.

