Vandi sem grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 10. nóvember 2018 12:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Eflingar Vísir/Stöð 2 Efling stendur fyrir fundi um erfiðleika sem verktakar og lausavinnufólk mætir í tengihagkerfinu. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að óstöðugleiki slíks hóps sé vaxandi vandi sem nauðsynlegt er að taka á, með tilliti til samninga lausavinnufólks. Miklar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum víða, sérstaklega hvað varðar stöðugleika vinnu en margt fólk býr við tímabundnar lausráðningar. Slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi. „Ég held að þetta sé áskorun sem verkalýðsfélög þurfa að fara að huga meira að því þetta hefur færst gríðarlega í vöxt á síðustu árum og áratugum, svokölluð íhlaupavinna af þessu tagi. Við sjáum þetta í ýmsum geirum t.d. í byggingariðnaðinum þar sem að menn eru verktakar hver hjá öðrum og er þá jafnvel um að ræða svokallaða „gerviverktöku.“ Þetta er fyrirkomulag sem getur komið niður á réttindum og lífsgæðum verkafólks þannig að við viljum vera vakandi fyrir þessu og læra af því sem vel hefur verið gert í þessum málum erlendis,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Hann segir að um vaxandi vanda sé að ræða sem komi atvinnurekendum vel en starfsfólki illa. „Þetta getur hentað atvinnurekendum betur, að borga launafólki verktakalaun án þess að greiða þeim að fullu launatengdan kostnað sem fellur á launamanninn. Þetta er oft gert á þeim forsendum að slíkt fyrirkomulag sé sveigjanlegt, heppilegt og hentugt en á endanum er þetta eitthvað sem grefur undan stöðugleika og öryggi fólks á vinnumarkaði því miður,“ segir Viðar. Fundurinn hefst klukkan 14.30 í Gerðubergi og er hann opinn öllum. Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Efling stendur fyrir fundi um erfiðleika sem verktakar og lausavinnufólk mætir í tengihagkerfinu. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að óstöðugleiki slíks hóps sé vaxandi vandi sem nauðsynlegt er að taka á, með tilliti til samninga lausavinnufólks. Miklar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum víða, sérstaklega hvað varðar stöðugleika vinnu en margt fólk býr við tímabundnar lausráðningar. Slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi. „Ég held að þetta sé áskorun sem verkalýðsfélög þurfa að fara að huga meira að því þetta hefur færst gríðarlega í vöxt á síðustu árum og áratugum, svokölluð íhlaupavinna af þessu tagi. Við sjáum þetta í ýmsum geirum t.d. í byggingariðnaðinum þar sem að menn eru verktakar hver hjá öðrum og er þá jafnvel um að ræða svokallaða „gerviverktöku.“ Þetta er fyrirkomulag sem getur komið niður á réttindum og lífsgæðum verkafólks þannig að við viljum vera vakandi fyrir þessu og læra af því sem vel hefur verið gert í þessum málum erlendis,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Hann segir að um vaxandi vanda sé að ræða sem komi atvinnurekendum vel en starfsfólki illa. „Þetta getur hentað atvinnurekendum betur, að borga launafólki verktakalaun án þess að greiða þeim að fullu launatengdan kostnað sem fellur á launamanninn. Þetta er oft gert á þeim forsendum að slíkt fyrirkomulag sé sveigjanlegt, heppilegt og hentugt en á endanum er þetta eitthvað sem grefur undan stöðugleika og öryggi fólks á vinnumarkaði því miður,“ segir Viðar. Fundurinn hefst klukkan 14.30 í Gerðubergi og er hann opinn öllum.
Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira