Sigríður Lára Garðarsdóttir er komin aftur heim til Vestmannaeyja og verður þar næstu árin en hún skrifaði undir lengsta samning í sögu kvennaliðs ÍBV.
Mbl.is greindi frá því í gær að Sigríður Lára hafi skrifað undir fjögurra ára samning við ÍBV ásamt því að hún tekur við fyrirliðabandi liðsins eftir að Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði síðustu ára, yfirgaf félagið í vetur.
Sigríður Lára spilaði með Lilleström í Noregi í sumar og varð norskur meistari með félaginu. Hún hefur spilað allan sinn feril á Íslandi með uppeldisfélaginu ÍBV og á 164 leiki fyrir félagið ásamt því að eiga 14 A-landsleiki að baki fyrir Ísland.
Í gærkvöld var staðfest að Jón Ólafur Daníelsson mun þjálfa liðið á næsta tímabili eftir að Ian Jeffs hætti. Jeffs er tekinn við stöðu aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins ásamt því að aðstoða við þjálfun karlaliðs ÍBV. Jón Ólafur var þjálfari kvennaliðs ÍBV frá 2007-2014.
Sísí verður í Eyjum næstu ár
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
