Feðradagurinn 11. nóvember 2018 Huginn Þór Grétarsson skrifar 11. nóvember 2018 17:13 Feðradagurinn er þörf áminning um mikilvægi feðra í lífi barna. Dagur til að fagna því að foreldrar sinni til jafns uppeldishlutverki barnanna sinna. Foreldrar eru helstu fyrirmyndir í lífi barnanna og þau læra af þeim; tileinka sér margt það sem fyrir þeim er haft. Þannig er börnum mikilvægt að hafa bæði föður og móður í lífi sínu. Rannsóknir sýna að börn sem alast upp hjá báðum foreldrum sínum, hvort sem foreldrarnir búi saman eða hafi slitið samvistum, njóta þess. Þau standi betur að vígi í lífinu. Einhvern tímann var það nú svo að mæður sinntu að mestu uppeldi barnanna, þó það hafi varla verið algilt. En samfélög breytast og foreldrar eru farnir að taka jafnan þátt í uppeldi barna og fólk farið að verðleggja frítíma með fjölskyldunni ofar öðru. Tvöföld gleði fyrir börnin. Nútímafaðirinn er sannkallaður ofurpabbi. En fleiri breytingar en breytt viðhorf til uppeldis hafa snert samfélagið okkar. Í dag er kjarnafjölskyldan á „undanhaldi“ og flóknari fjölskyldumynstur staðreynd. Sum börn eiga tvo feður og tvær mæður og allt leikur í lyndi. Fjölmörg börn eiga fráskilda foreldra. En það gerir mikilvægi föðurs í lífi þeirra engu minna.Þau eiga enn sem áður tvo foreldra, sem þau eiga rétt á að njóta ríkulegrar umgengni við en stjórnsýslan hefur ekki aðlagað sig að þessum breytingum. Fráskildir foreldrar deila oft uppeldishlutverkinu og barnið dvelur til jafns hjá foreldrum sínum. Það á í raun tvö heimili, en þrátt fyrir þetta á það lagalega bara eitt heimili. Þó svo að faðirinn sinni barninu til jafns við móður, klæði það og fæði, greiðir hann oft á tíðum enn meðlag skv. gamaldags kerfi. Þó barn dvelji viku og viku hjá foreldrum er það oft svo að annað foreldrið fær allan opinberan stuðning, s.s. barnabætur. Hér er augljóst að ríkið dregur lappirnar hvað nauðsynlegar breytingar varðar. Sem betur fer er allt skynsamt fólk búið að átta sig á því að það er hagur barnsins að njóta ríkulegrar umgengni við báða hæfa foreldra sína. Skynsamt fólk kemst sem sagt að þeirri niðurstöðu við sambúðarslit að barnið njóti móður sinnar og föður. Það eimir þó enn af gömlum úreldum hugmyndum víða. Jafnvel þó faðir sé kærleiksríkur og ábyrgur einstaklingur eru sum börn svipt réttindum sínum með litlum eða jafnvel engum tíma með öðru foreldri sínu. Þá eru svo gott sem engin úrræði til staðar til að stöðva slík réttindabrot. Jafnvel lögin mismuna foreldrum út frá kyni þeirra. T.d. sú staðreynd að faðir er varla nema hálfur faðir, ef þá það, ef hann eignast barn utan sambúðar. Þá er hann nær réttindalaus, þó svo barnið eigi vissulega enn sem áður tvo foreldra og ætti að hafa jafnan rétt til þeirra. Faðir er faðir, hvort sem hann verður það innan sambands eða ekki. Mikilvægi hans er engu minna þrátt fyrir það. Þetta er dæmi um gargandi ójafnrétti á Íslandi sem þarf að laga. Lagaumhverfi og starfshættir stjórnsýslu hafa ekki aðlagað sig að breytingum í samfélaginu. Feður standa mun verr að vígi ef ekki næst sátt um réttindi barnsins. Stjórnsýsla og dómstólar fara á sveig við lög út frá gamaldags hugmyndum um að mæður hafi meiri réttindi til barna í stað þess að tryggja réttindi barna til beggja foreldra sinna. Þetta er ósómi í nútímaþjóðfélagi. Tölfræðin talar sínu máli og undirstrikar að foreldrum er mismunað út frá kyni sínu: Aðeins 1,69% karla fara einir með forsjá á móti sláandi 98,31% kvenna, sem fara einar með forsjá. Kom þetta fram í máli Karls Gauta í sérstakri umræðu um vanda drengja á Alþingi. Föðursvipting, eða mjög takmörkuð umgengni við föður, er landlægt vandamál. Því miður er feðradagurinn líka áminning fyrir fjölmarga feður um hve heitt þeir sakna barnanna sinna. Fjölmargir feður á Íslandi fá nefnilega ekki að umgangast börnin sín og enn stærri hópur er mestmegnis hafður til skrauts og hittir börnin sín með löngu millibili. Þetta eru gamaldags og úreldar hugmyndir sem þó eiga enn upp á pallborðið hjá yfirvöldum sem úrskurða í málum barnanna. Á meðan stjórnsýslan og dómstólar, svokallaðir fagaðilar, fara ekki að lögum og virða ekki réttindi barna til beggja foreldra sinna munu réttindabrot gagnvart börnum halda áfram. Á meðan alþingismenn draga lappirnar og bæta ekki lagaumhverfið og úrræði stjórnsýslu, verður áfram brotið á börnum. Tálmanir hafa engar afleiðingar! Rangar sakargiftir eru vel liðnar hjá dómstólum og notaðar sem réttlæting á því að svipta börn föður sínum. Það er við þessa svokölluðu fagaðila að sakast. Réttur barna til föðurs er því miður að miklu leyti háð samþykki móður eins og stjórnsýslan nálgast þessi mál í dag. Það er óásættanlegt með öllu. Börn verða að njóta feðra sinna, alveg eins og þau þurfa mæður sínar. Við verðum að stöðva þessi réttindabrot. Ríkuleg umgengni við bæði föður og móður er barni mikilvæg. Það er kominn tími á breytingar. Feðradagurinn er áminning um það. Það dýrmætasta í lífi okkar, börnin, eiga skilið að við tryggjum réttindi þeirra við skilnað foreldra, enda er fjölskyldumynstur í nútímasamfélagi ýmiskonar. Ég skora á fagaðila að stíga út úr hugsanavillu fortíðarinnar og ganga ávallt út frá því að barn eigi rétt á báðum foreldrum, nema sýnt sé fram á og sannað að annað fyrirkomulag henti betur. Hættið að láta innantómar fullyrðingar verða til þess að börn séu svipt feðrum sínum. Hættið að verðlauna tálmanir og annað ofbeldi. Til hamingju börn með feður ykkar. Nútímafaðirinn er sannkallaður ofurpabbi. Höfundur er í forsvari fyrir réttindabaráttu barna í aðgerðahópnum #DaddyToo og á son sem hefur verið að mestu sviptur föður sínum og systur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Feðradagurinn Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Feðradagurinn er þörf áminning um mikilvægi feðra í lífi barna. Dagur til að fagna því að foreldrar sinni til jafns uppeldishlutverki barnanna sinna. Foreldrar eru helstu fyrirmyndir í lífi barnanna og þau læra af þeim; tileinka sér margt það sem fyrir þeim er haft. Þannig er börnum mikilvægt að hafa bæði föður og móður í lífi sínu. Rannsóknir sýna að börn sem alast upp hjá báðum foreldrum sínum, hvort sem foreldrarnir búi saman eða hafi slitið samvistum, njóta þess. Þau standi betur að vígi í lífinu. Einhvern tímann var það nú svo að mæður sinntu að mestu uppeldi barnanna, þó það hafi varla verið algilt. En samfélög breytast og foreldrar eru farnir að taka jafnan þátt í uppeldi barna og fólk farið að verðleggja frítíma með fjölskyldunni ofar öðru. Tvöföld gleði fyrir börnin. Nútímafaðirinn er sannkallaður ofurpabbi. En fleiri breytingar en breytt viðhorf til uppeldis hafa snert samfélagið okkar. Í dag er kjarnafjölskyldan á „undanhaldi“ og flóknari fjölskyldumynstur staðreynd. Sum börn eiga tvo feður og tvær mæður og allt leikur í lyndi. Fjölmörg börn eiga fráskilda foreldra. En það gerir mikilvægi föðurs í lífi þeirra engu minna.Þau eiga enn sem áður tvo foreldra, sem þau eiga rétt á að njóta ríkulegrar umgengni við en stjórnsýslan hefur ekki aðlagað sig að þessum breytingum. Fráskildir foreldrar deila oft uppeldishlutverkinu og barnið dvelur til jafns hjá foreldrum sínum. Það á í raun tvö heimili, en þrátt fyrir þetta á það lagalega bara eitt heimili. Þó svo að faðirinn sinni barninu til jafns við móður, klæði það og fæði, greiðir hann oft á tíðum enn meðlag skv. gamaldags kerfi. Þó barn dvelji viku og viku hjá foreldrum er það oft svo að annað foreldrið fær allan opinberan stuðning, s.s. barnabætur. Hér er augljóst að ríkið dregur lappirnar hvað nauðsynlegar breytingar varðar. Sem betur fer er allt skynsamt fólk búið að átta sig á því að það er hagur barnsins að njóta ríkulegrar umgengni við báða hæfa foreldra sína. Skynsamt fólk kemst sem sagt að þeirri niðurstöðu við sambúðarslit að barnið njóti móður sinnar og föður. Það eimir þó enn af gömlum úreldum hugmyndum víða. Jafnvel þó faðir sé kærleiksríkur og ábyrgur einstaklingur eru sum börn svipt réttindum sínum með litlum eða jafnvel engum tíma með öðru foreldri sínu. Þá eru svo gott sem engin úrræði til staðar til að stöðva slík réttindabrot. Jafnvel lögin mismuna foreldrum út frá kyni þeirra. T.d. sú staðreynd að faðir er varla nema hálfur faðir, ef þá það, ef hann eignast barn utan sambúðar. Þá er hann nær réttindalaus, þó svo barnið eigi vissulega enn sem áður tvo foreldra og ætti að hafa jafnan rétt til þeirra. Faðir er faðir, hvort sem hann verður það innan sambands eða ekki. Mikilvægi hans er engu minna þrátt fyrir það. Þetta er dæmi um gargandi ójafnrétti á Íslandi sem þarf að laga. Lagaumhverfi og starfshættir stjórnsýslu hafa ekki aðlagað sig að breytingum í samfélaginu. Feður standa mun verr að vígi ef ekki næst sátt um réttindi barnsins. Stjórnsýsla og dómstólar fara á sveig við lög út frá gamaldags hugmyndum um að mæður hafi meiri réttindi til barna í stað þess að tryggja réttindi barna til beggja foreldra sinna. Þetta er ósómi í nútímaþjóðfélagi. Tölfræðin talar sínu máli og undirstrikar að foreldrum er mismunað út frá kyni sínu: Aðeins 1,69% karla fara einir með forsjá á móti sláandi 98,31% kvenna, sem fara einar með forsjá. Kom þetta fram í máli Karls Gauta í sérstakri umræðu um vanda drengja á Alþingi. Föðursvipting, eða mjög takmörkuð umgengni við föður, er landlægt vandamál. Því miður er feðradagurinn líka áminning fyrir fjölmarga feður um hve heitt þeir sakna barnanna sinna. Fjölmargir feður á Íslandi fá nefnilega ekki að umgangast börnin sín og enn stærri hópur er mestmegnis hafður til skrauts og hittir börnin sín með löngu millibili. Þetta eru gamaldags og úreldar hugmyndir sem þó eiga enn upp á pallborðið hjá yfirvöldum sem úrskurða í málum barnanna. Á meðan stjórnsýslan og dómstólar, svokallaðir fagaðilar, fara ekki að lögum og virða ekki réttindi barna til beggja foreldra sinna munu réttindabrot gagnvart börnum halda áfram. Á meðan alþingismenn draga lappirnar og bæta ekki lagaumhverfið og úrræði stjórnsýslu, verður áfram brotið á börnum. Tálmanir hafa engar afleiðingar! Rangar sakargiftir eru vel liðnar hjá dómstólum og notaðar sem réttlæting á því að svipta börn föður sínum. Það er við þessa svokölluðu fagaðila að sakast. Réttur barna til föðurs er því miður að miklu leyti háð samþykki móður eins og stjórnsýslan nálgast þessi mál í dag. Það er óásættanlegt með öllu. Börn verða að njóta feðra sinna, alveg eins og þau þurfa mæður sínar. Við verðum að stöðva þessi réttindabrot. Ríkuleg umgengni við bæði föður og móður er barni mikilvæg. Það er kominn tími á breytingar. Feðradagurinn er áminning um það. Það dýrmætasta í lífi okkar, börnin, eiga skilið að við tryggjum réttindi þeirra við skilnað foreldra, enda er fjölskyldumynstur í nútímasamfélagi ýmiskonar. Ég skora á fagaðila að stíga út úr hugsanavillu fortíðarinnar og ganga ávallt út frá því að barn eigi rétt á báðum foreldrum, nema sýnt sé fram á og sannað að annað fyrirkomulag henti betur. Hættið að láta innantómar fullyrðingar verða til þess að börn séu svipt feðrum sínum. Hættið að verðlauna tálmanir og annað ofbeldi. Til hamingju börn með feður ykkar. Nútímafaðirinn er sannkallaður ofurpabbi. Höfundur er í forsvari fyrir réttindabaráttu barna í aðgerðahópnum #DaddyToo og á son sem hefur verið að mestu sviptur föður sínum og systur.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun