Ungmenni vilja meira umferðaröryggi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 19:00 Ungmennaráð Grindavíkur stóð fyrir helgi fyrir málþingi um umferðaröryggi. Málþingið var haldið með stuðningi Evrópusambandsins þar sem fulltrúum sveitarfélaga, þingmönnum og ráðherrum var boðið. Ungmennaráð Grindavíkur sótti um styrk til Erasmus+, sem er styrkjaáætlun Evrópusambandsins, til þess að halda tveggja daga málþing sem bar heitið „Umferðaröryggi - Okkar mál!“ og fór fram fyrir helgi. Tilefnið eru þau alvarlegu slys sem orðið hafa á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut á liðnum misserum. „Umferðaröryggi er auðvitað bara málefni sem snertir alla og það er mikilvægt að heyra raddir ungs fólks og þess vegna langaði okkur að bjóða ungmennaráðum á landinu að koma og ræða þessu mál,“ sagði Karen Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sat fundinn ásamt fulltrúum sveitarfélaga og fulltrúum þeirra stofnana og félaga sem hafa með umferðarmál að gera. Karen segir vona að ráðherra taki ábendingum umferðarráðsins til greina í samgönguáætlun. „Ég auðvitað vona það. Það er auðvitað frábært að það sé loksins verið að gera eitthvað. Vonandi er þetta bara byrjunin og svo að þetta muni halda áfram og að það verði gert ennþá meira,“ sagði Karen og á þar við úrbætur á Grindavíkurvegi.Ráðherra stillti sér upp með Ungmennaráði Grindavíkur áður en máþlingið hófst.Vísir/JóiKMikilvægt að ungt fólk taki þátt „Það er einmitt svona ákall, ekki síst frá ungu fólki hérna úr Grindavík, sem þurfa að fara til skóla eða í vinnu um hættulegan veg og við gátum brugðist við því og þess vegna er frábært að geta, bara með mjög stuttum fyrirvara, sett það í gang,“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þar á ráðherra þar við úrbætur sem unnið er að á Grindavíkurvegi til þess að tryggja betur umferðaröryggi en eins og áður hefur komið fram var viðbótar fjárframlag sett til vegagerðar sem gerði það kleift að hægt yrði að gera úrbætur á veginum sem nú standa yfir. Samgönguráðherra hefur verið gangrýndur fyrir að umferðaröryggi á Reykjanesbraut verði ekki tryggt fyrr en raun ber vitni í Samgönguáætlun sem hefur verið lögð fram á þingi. Til að hægt sé að flýta mikilvægum framkvæmdum segir Sigurður að breiðari pólitísk samstaða sé að myndast um gjaldtöku til að flýta verkefnum. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé að gerast, þannig að ég vonast til að getum gert frumvörp sem að munu hleypa af stað verkefnum með gjaldtöku og flýta þá örðum verkefnum til að mynda á Reykjanesbrautinni,“ sagði Sigurður. Grindavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Ungmennaráð Grindavíkur stóð fyrir helgi fyrir málþingi um umferðaröryggi. Málþingið var haldið með stuðningi Evrópusambandsins þar sem fulltrúum sveitarfélaga, þingmönnum og ráðherrum var boðið. Ungmennaráð Grindavíkur sótti um styrk til Erasmus+, sem er styrkjaáætlun Evrópusambandsins, til þess að halda tveggja daga málþing sem bar heitið „Umferðaröryggi - Okkar mál!“ og fór fram fyrir helgi. Tilefnið eru þau alvarlegu slys sem orðið hafa á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut á liðnum misserum. „Umferðaröryggi er auðvitað bara málefni sem snertir alla og það er mikilvægt að heyra raddir ungs fólks og þess vegna langaði okkur að bjóða ungmennaráðum á landinu að koma og ræða þessu mál,“ sagði Karen Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sat fundinn ásamt fulltrúum sveitarfélaga og fulltrúum þeirra stofnana og félaga sem hafa með umferðarmál að gera. Karen segir vona að ráðherra taki ábendingum umferðarráðsins til greina í samgönguáætlun. „Ég auðvitað vona það. Það er auðvitað frábært að það sé loksins verið að gera eitthvað. Vonandi er þetta bara byrjunin og svo að þetta muni halda áfram og að það verði gert ennþá meira,“ sagði Karen og á þar við úrbætur á Grindavíkurvegi.Ráðherra stillti sér upp með Ungmennaráði Grindavíkur áður en máþlingið hófst.Vísir/JóiKMikilvægt að ungt fólk taki þátt „Það er einmitt svona ákall, ekki síst frá ungu fólki hérna úr Grindavík, sem þurfa að fara til skóla eða í vinnu um hættulegan veg og við gátum brugðist við því og þess vegna er frábært að geta, bara með mjög stuttum fyrirvara, sett það í gang,“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þar á ráðherra þar við úrbætur sem unnið er að á Grindavíkurvegi til þess að tryggja betur umferðaröryggi en eins og áður hefur komið fram var viðbótar fjárframlag sett til vegagerðar sem gerði það kleift að hægt yrði að gera úrbætur á veginum sem nú standa yfir. Samgönguráðherra hefur verið gangrýndur fyrir að umferðaröryggi á Reykjanesbraut verði ekki tryggt fyrr en raun ber vitni í Samgönguáætlun sem hefur verið lögð fram á þingi. Til að hægt sé að flýta mikilvægum framkvæmdum segir Sigurður að breiðari pólitísk samstaða sé að myndast um gjaldtöku til að flýta verkefnum. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé að gerast, þannig að ég vonast til að getum gert frumvörp sem að munu hleypa af stað verkefnum með gjaldtöku og flýta þá örðum verkefnum til að mynda á Reykjanesbrautinni,“ sagði Sigurður.
Grindavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira