Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Andri Eysteinsson skrifar 11. nóvember 2018 21:01 Forsíða Morgunblaðsins, 26. október 1988 Bandarískur fjallgöngumaður á fjallinu Pumo-Ri fann síðastliðinn þriðjudag lík tveggja manna í hlíðum fjallsins. Mennirnir reyndust vera þeir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson sem fórust á leið sinni niður fjallið í október 1988. Anna Lára Friðriksdóttir göngufélagi Þorsteins og Kristins segir í samtali við Vísi tilviljun hafa ráðið því hversu hratt atburðarásin gekk fyrir sig.Pumo-Ri er 7161m hátt.Getty/ Heath HoldenTaldi mennina í fyrstu breska „Bandarískur fjallgöngumaður rekst á líkin á þriðjudag. Hann reiknar með því að mennirnir séu breskir. Þegar hann kemst í samband degi eða tveimur síðar hefur hann samband við samlanda sinn og biður hann um að koma upplýsingunum áleiðis til Bretlands,“ segir Anna. Anna segir líklegt að maðurinn hafi talið að félagarnir væru breskir vegna klæðaburðar auk þess að mikill fjöldi breta hefur gengið á þessum slóðum. Fjallgöngumaðurinn leitaði þó að skilríkjum á mönnunum og gat því komið nöfnum þeirra áleiðis.Anna Lára Friðriksdóttir á leið upp á Gangapurna í Nepal.Facebook/Torfi HjaltasonFær af einskærri tilviljun upplýsingarnar beint í æð Samlandi fjallgöngumannsins sendi að sögn Önnu Láru upplýsingarnar til Englands, til manns sem á árum áður sá um leiðangra sem þessa. „Sá breski segir að nöfnin séu ekki bresk heldur íslensk.“ „Svo vill hins vegar til að á föstudagsmorguninn er sá maður á leið á fyrirlestur í London með Elínu Sigurveigu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Íslenskra fjallaleiðsögumanna og segir henni að lík tveggja íslenskra fjallagarpa hafi fundist á Pumo-ri.“ segir Anna. „Elín kannast strax við málið og af því að hún fær upplýsingarnar beint í æð er hægt að koma þeim beint til aðstandenda og vina“segir Anna Lára. Anna segir að ferlið gangi yfirleitt mun hægar fyrir sig. Þá þarf að hafa samband við lögregluna í Nepal sem hafi svo samband við Íslenska utanríkisráðuneytið. Þaðan berist fregnirnar til lögreglu sem láti svo aðstandendur vita.Þessi mynd er frá 1953 og sýnir tjöld í búðum á Everest. Tindurinn Pumo-Ri er í bakgrunni myndarinnar.Getty/ Royal Geographical SocietyHreint með ólíkindum Anna segir að fréttirnar hafi verið góðar en á sama tíma þungar. Við þekkjum það á Íslandi hvernig það er að missa fólk, ættingja eða vini, í sjó. Að finna líkin 30 árum síðar er alveg hreint með ólíkindum“. Anna segir að þó að ekki sé búið að leggja þá Þorstein og Kristin til hinnar hinstu hvílu sé gott að fá endi í málið.Fóru óhefðbundna leið upp fjallið. Anna segir að Þorsteinn og Kristinn hafi, auk Jóns Geirssonar og Skotans Stephen Aisthorpe, haldið upp hlíðar fjallsins. Jón hafi þó veikst og rifbeinsbrotnað og þurft að snúa aftur til byggða. Aisthorpe þurfti einnig frá að hverfa sökum hæðarveiki sem hann þjáðist af. Félagarnir hafi því gengið tveir af stað upp fjallshlíðina en fjórmenningarnir höfðu áætlað að fara leið sem Anna segir að sé ekki „normal“ leið upp fjallið. Í grein DV um málið frá því fyrr á árinu segir að Aisthorpe hafi fylgst með félögunum í gegnum sterka aðdráttarlinsu þar til að þeir komust í var. Degi síðar hafi hann grunað ekki væri allt með felldu og bað um aðstoð við leit. DV ræddi í greininni við Jón Geirsson sem nú býr erlendis og segir Jón að hann hafi komist í samband við ástralskan mann sem var á fjallinu í október 1988. Sá hafi tjáð Jóni að hann hafi séð Þorstein og Kristin nærri toppi fjallsins. Því sé útlit fyrir að þeir hafi náð toppi fjalladrottningarinnar Pumo-Ri. Nepal Tengdar fréttir Lík Kristins og Þorsteins fundust í Himalayafjöllum Allt bendir til þess að líka tveggja íslenskra fjallgöngumanna, sem hugðust toppa Pumo Ri í Himalayafjöllum í Nepal árið 1988, séu fundin nú þrjátíu árum síðar. 11. nóvember 2018 20:07 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Bandarískur fjallgöngumaður á fjallinu Pumo-Ri fann síðastliðinn þriðjudag lík tveggja manna í hlíðum fjallsins. Mennirnir reyndust vera þeir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson sem fórust á leið sinni niður fjallið í október 1988. Anna Lára Friðriksdóttir göngufélagi Þorsteins og Kristins segir í samtali við Vísi tilviljun hafa ráðið því hversu hratt atburðarásin gekk fyrir sig.Pumo-Ri er 7161m hátt.Getty/ Heath HoldenTaldi mennina í fyrstu breska „Bandarískur fjallgöngumaður rekst á líkin á þriðjudag. Hann reiknar með því að mennirnir séu breskir. Þegar hann kemst í samband degi eða tveimur síðar hefur hann samband við samlanda sinn og biður hann um að koma upplýsingunum áleiðis til Bretlands,“ segir Anna. Anna segir líklegt að maðurinn hafi talið að félagarnir væru breskir vegna klæðaburðar auk þess að mikill fjöldi breta hefur gengið á þessum slóðum. Fjallgöngumaðurinn leitaði þó að skilríkjum á mönnunum og gat því komið nöfnum þeirra áleiðis.Anna Lára Friðriksdóttir á leið upp á Gangapurna í Nepal.Facebook/Torfi HjaltasonFær af einskærri tilviljun upplýsingarnar beint í æð Samlandi fjallgöngumannsins sendi að sögn Önnu Láru upplýsingarnar til Englands, til manns sem á árum áður sá um leiðangra sem þessa. „Sá breski segir að nöfnin séu ekki bresk heldur íslensk.“ „Svo vill hins vegar til að á föstudagsmorguninn er sá maður á leið á fyrirlestur í London með Elínu Sigurveigu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Íslenskra fjallaleiðsögumanna og segir henni að lík tveggja íslenskra fjallagarpa hafi fundist á Pumo-ri.“ segir Anna. „Elín kannast strax við málið og af því að hún fær upplýsingarnar beint í æð er hægt að koma þeim beint til aðstandenda og vina“segir Anna Lára. Anna segir að ferlið gangi yfirleitt mun hægar fyrir sig. Þá þarf að hafa samband við lögregluna í Nepal sem hafi svo samband við Íslenska utanríkisráðuneytið. Þaðan berist fregnirnar til lögreglu sem láti svo aðstandendur vita.Þessi mynd er frá 1953 og sýnir tjöld í búðum á Everest. Tindurinn Pumo-Ri er í bakgrunni myndarinnar.Getty/ Royal Geographical SocietyHreint með ólíkindum Anna segir að fréttirnar hafi verið góðar en á sama tíma þungar. Við þekkjum það á Íslandi hvernig það er að missa fólk, ættingja eða vini, í sjó. Að finna líkin 30 árum síðar er alveg hreint með ólíkindum“. Anna segir að þó að ekki sé búið að leggja þá Þorstein og Kristin til hinnar hinstu hvílu sé gott að fá endi í málið.Fóru óhefðbundna leið upp fjallið. Anna segir að Þorsteinn og Kristinn hafi, auk Jóns Geirssonar og Skotans Stephen Aisthorpe, haldið upp hlíðar fjallsins. Jón hafi þó veikst og rifbeinsbrotnað og þurft að snúa aftur til byggða. Aisthorpe þurfti einnig frá að hverfa sökum hæðarveiki sem hann þjáðist af. Félagarnir hafi því gengið tveir af stað upp fjallshlíðina en fjórmenningarnir höfðu áætlað að fara leið sem Anna segir að sé ekki „normal“ leið upp fjallið. Í grein DV um málið frá því fyrr á árinu segir að Aisthorpe hafi fylgst með félögunum í gegnum sterka aðdráttarlinsu þar til að þeir komust í var. Degi síðar hafi hann grunað ekki væri allt með felldu og bað um aðstoð við leit. DV ræddi í greininni við Jón Geirsson sem nú býr erlendis og segir Jón að hann hafi komist í samband við ástralskan mann sem var á fjallinu í október 1988. Sá hafi tjáð Jóni að hann hafi séð Þorstein og Kristin nærri toppi fjallsins. Því sé útlit fyrir að þeir hafi náð toppi fjalladrottningarinnar Pumo-Ri.
Nepal Tengdar fréttir Lík Kristins og Þorsteins fundust í Himalayafjöllum Allt bendir til þess að líka tveggja íslenskra fjallgöngumanna, sem hugðust toppa Pumo Ri í Himalayafjöllum í Nepal árið 1988, séu fundin nú þrjátíu árum síðar. 11. nóvember 2018 20:07 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Lík Kristins og Þorsteins fundust í Himalayafjöllum Allt bendir til þess að líka tveggja íslenskra fjallgöngumanna, sem hugðust toppa Pumo Ri í Himalayafjöllum í Nepal árið 1988, séu fundin nú þrjátíu árum síðar. 11. nóvember 2018 20:07