Körfubolti

Kristen McCarthy með þrefalda tvennu er Snæfell fór á toppinn

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Kristen náði þrefaldri tvennu í kvöld
Kristen náði þrefaldri tvennu í kvöld vísir/ernir
Þrír leikir fóru fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld.



Snæfell komst aftur á toppinn eftir sigur á Breiðablik, 80-69.



Kristen Denise McCarthy átti frábæran leik í liði Snæfells þar sem hún náði þrefaldri tvennu. Hún skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði einnig 21 stig. Allt byrjunarlið Snæfells skoraði tíu stig eða meira.



Hjá Breiðablik voru Kelly Faris og Sonja Orazovic stigahæsta en þær skoruðu báðar 24 stig. Breiðablik er enn án stiga á botni deildarinnar.



Valskonur gerðu góða ferð í Borgarnes og unnu 22 stiga sigur á heimakonum í Skallagrím, 96-74.



Heather Butler var stigahæst hjá Val en hún skoraði 25 stig, tók 6 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hallveig Jónsdóttir kom henni næst en hún skoraði 18 stig, tók 5 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Með sigrinum er Valur búið að jafna Skallagrím að stigum en liðin eru í 5. og 6. sæti deildarinnar.



Í Garðabæ áttust við Stjarnan og Keflavík í hörkuleik þar sem Keflvíkingar unnu með þremur stigum, 77-74.



Brittanny Dinkins átti stórleik hjá Keflvíkingum en hún skoraði hvorki meira né minna en 40 stig og tók einnig 10 fráköst! Salbjörg Sævarsdóttir var næst stigahæst með 19 stig.



Hjá Stjörnunni átti Danielle Rodriguez einnig hörkuleik en hún daðraði við þrefalda tvennu. Hún skoraði 32 stig, tók 8 fráköst og gaf 12 stoðsendingar.



Með sigrinum er Keflavík komið upp að hlið KR í 2. og 3. sæti en Stjarnan er í 4. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×