Stafrænar heilbrigðislausnir gætu sparað umtalsverða fjármuni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 10:30 Notkun stafrænnar heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja lífstílstengda sjúkdóma gæti sparað hundruð þúsunda á hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Kjöraðstæður eru hér á landi til að þróa þennan möguleika en að svo stöddu reynist auðveldara að bjóða þjónustuna erlendis að sögn framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækis. Um það bil þriðji hver Íslendingur glímir við sykursýki á einhverju stigi en Tryggvi Þorgeirsson, læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins SideKick Health, segir að með stafrænum lausnum sé með auðveldum hætti hægt að lækka hlutfallið. „Hvort sem það tengist sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, streitu og svo framvegis og þetta hefur áhrif mjög víða. Hjá fyrirtækjum hefur þetta áhrif á fjarvistir og framleiðni og það hefur verið metið að allt að þrjátíu dagar tapist hjá hverjum starfsmanni á ári í framleiðni, veikindum og slíku útaf lífstílstengdum þáttum. Þannig að við höfum verið að vinna með fyrirtækjum í að tækla þetta með tækninni,“ segir Tryggvi. Stafrænar lausnir geti jafnvel dregið úr lyfjanotkun. „Ég upplifði það um leið og ég útskrifaðist sem læknir og fór að vinna þannig að ég var alltaf að skrifa út lyf við einhverju sem hafði mjög sterka lífstílstengingu. Hvort sem það var lyf til að lækka blóðþrýsting eða blóðfitur eða annað. En lyfin þau virka náttúrlega vel en þau gera ekkert annað en að slá á einkennin, þau taka ekkert á rótum vandans. Þannig ég upplifði þetta þannig að ég væri alltaf að slökkva elda sem hefði mátt fyrirbyggja," útskýrir Tryggvi. Hann segir að hér á landi megi gera betur þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið miklu auðveldara fyrir okkur að koma vörunni á markað erlendis heldur en á heimamarkaði bara af því að þennan ramma vantar,“ segir Tryggvi. „Það er mikill áhugi hjá heilbrigðiskerfinu, til dæmis heilsugæslu og Landspítala, fyrir að nýta svona lausnir en það er bara miklu auðveldara að fá greiðsluþátttöku og allur ramminn miðar að því að kaupa fleiri lyf. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Notkun stafrænnar heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja lífstílstengda sjúkdóma gæti sparað hundruð þúsunda á hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Kjöraðstæður eru hér á landi til að þróa þennan möguleika en að svo stöddu reynist auðveldara að bjóða þjónustuna erlendis að sögn framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækis. Um það bil þriðji hver Íslendingur glímir við sykursýki á einhverju stigi en Tryggvi Þorgeirsson, læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins SideKick Health, segir að með stafrænum lausnum sé með auðveldum hætti hægt að lækka hlutfallið. „Hvort sem það tengist sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, streitu og svo framvegis og þetta hefur áhrif mjög víða. Hjá fyrirtækjum hefur þetta áhrif á fjarvistir og framleiðni og það hefur verið metið að allt að þrjátíu dagar tapist hjá hverjum starfsmanni á ári í framleiðni, veikindum og slíku útaf lífstílstengdum þáttum. Þannig að við höfum verið að vinna með fyrirtækjum í að tækla þetta með tækninni,“ segir Tryggvi. Stafrænar lausnir geti jafnvel dregið úr lyfjanotkun. „Ég upplifði það um leið og ég útskrifaðist sem læknir og fór að vinna þannig að ég var alltaf að skrifa út lyf við einhverju sem hafði mjög sterka lífstílstengingu. Hvort sem það var lyf til að lækka blóðþrýsting eða blóðfitur eða annað. En lyfin þau virka náttúrlega vel en þau gera ekkert annað en að slá á einkennin, þau taka ekkert á rótum vandans. Þannig ég upplifði þetta þannig að ég væri alltaf að slökkva elda sem hefði mátt fyrirbyggja," útskýrir Tryggvi. Hann segir að hér á landi megi gera betur þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið miklu auðveldara fyrir okkur að koma vörunni á markað erlendis heldur en á heimamarkaði bara af því að þennan ramma vantar,“ segir Tryggvi. „Það er mikill áhugi hjá heilbrigðiskerfinu, til dæmis heilsugæslu og Landspítala, fyrir að nýta svona lausnir en það er bara miklu auðveldara að fá greiðsluþátttöku og allur ramminn miðar að því að kaupa fleiri lyf.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira