Guðni Bergsson, formaður KSÍ, skrifar pistil inn á heimasíðu KSÍ, þar sem hann fer yfir fyrstu tuttugu mánuðina í starfi sínu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands.
Guðni skrifar það mun þessa tuttugu lærdómsríku mánuði þar sem hann segir að margt hafi verið gert til að styrkja stoðir íslenskrar knattspyrnu til langs tíma.
Guðni skrifar líka um heimavöll íslenska landsliðsins en hann hefur talað fyrir nýjum Laugardalsvelli frá því að hann tók við.
„Nýr Laugardalsvöllur er hluti af þessari stefnumörkun og framtíðarsýn. Við bindum vonir við að vinna undirbúningsfélags, sem ákveða á framtíð leikvangsins, hefjist fyrir árslok. Við þurfum þjóðarleikvang sem uppfyllir allar kröfur til leikja í alþjóðlegum mótum og tryggir okkur sem besta umgjörð fyrir landsleiki, bikarúrslitaleiki og Evrópuleiki félagsliða, eins og við á. Um það erum við öll sammála,“ skrifaði Guðni en hann nefnir líka möguleikann á því að íslenska landsliðið gæti þurft að spila heimaleiki sína utan Íslands.
Undankeppni næsta Evrópumóts hefst í mars og líkur í nóvember á næsta ári. Íslenska landsliðið er ekki að fara að spila á Laugardalsvelli í mars og líklega ekki í nóvember. KSÍ mun væntanlega vinna í því að fá alla heimaleikina færða inn á sumarið en um það þarf hinsvegar að semja.
„Út frá knattspyrnulegu sjónarmiði er óhugsandi að heimaleikir íslenskra liða í alþjóðlegum mótum á vetrardögum verði leiknir utan landsteinanna, en það er þó raunverulegur möguleiki. Við verðum að tryggja að ráðist verði í þetta mikilvæga verkefni og því lokið eins fljótt og mögulegt er,“ skrifaði Guðni.
Það má lesa allan pistilinn hér.
Guðni: Raunverulegur möguleiki að heimaleikir íslenskra liða verði leiknir utan landsteinanna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn





Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september
Enski boltinn



Fleiri fréttir
