Annar sonurinn var heima þegar Janne Jemtland var skotin Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2018 10:52 Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, 47 ára, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. NORSKA LÖGREGLAN/GETTY Norðmaðurinn Svein Jemtland neitaði sök þegar aðalmeðferð hófst í máli hans í Héraðsdómi Heiðmerkur í Hamar í morgun. Hann er ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni, Janne Jemtland, í lok síðasta árs. Norskir fjölmiðlar segja að saksóknari hafi hafið mál sitt á því að segja að annar sonur þeirra hafi heyrt hávaða fyrir utan húsið, kvöldið sem Janne lét lífið. „Eldri sonurinn var einn heima þegar foreldrarnir voru í veislunni,“ sagði saksóknarinn Iris Storås. Hún segir það óumdeilt að sonurinn hafi heyrt hávaða um klukkan 2:15, um hálftíma eftir að foreldrarnir sneru heim úr veislunni. Þegar hann heyrði hávaðann hafi hann sent móður sinni smáskilaboð: „Mamma?!“.Fannst á botni árinnar Glomma Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, 47 ára, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. Þau höfðu verið í veislu í félagsheimili í Velrom, í um átta kílómetra fjarlægð frá heimili sínu umrætt kvöld og tóku leigubíl heim um skömmu fyrir klukkan tvö eftir miðnætti. Lögregla vill meina að Svein hafi skotið eiginkonu sína stuttu eftir að þau sneru heim úr veislunni. Hann á svo að hafa varpað Janne út í ána Glomma þar sem líkið fannst 13. janúar. Líkið fannst á botni árinnar, en bílarafhlöður höfðu verið bundnar við líkið.Segir Janne hafa orðið fyrir voðaskotiÍ frétt NRK segir að Svein hafi mætt í bláum jakka og gallabuxum þegar hann mætti í dómsal í morgun. Þá hafi hann látið vaxa sér sítt skegg. Svein hefur alla tíð neitað að hafa banað Janne, og segir að hún hafi orðið fyrir voðaskoti. Krufning leiddi í ljós að Janne hafi látist af völdum drukknunar, en að hún hafi áður verið skotin í höfuðið. Báðir synir þeirra Svein og Janne munu bera vitni við aðalmeðferð málsins. Svein Jemtland á yfir höfði sér lífstíðardóm, 21 árs fangelsi, verði hann fundinn sekur. „Spurningin um hvort að skotið hafi verið óhapp eða hvort að ákærði hafi skotið konu sína... Það er aðalspurningin sem rétturinn þarf að taka afstöðu til,“ sagði Storås í morgun.Starfaði sem hermaður Byssan sem var notuð var af gerðinni Makarov. Saksóknari sagði í morgun að tilkynnt hafi verið um stuld á byssunni í Tékklandi árið 2007. Byssan fannst í skóglendi í Vangsåsa í Hamar í maí. Svein Jemtland var starfandi í frönsku útlendingahersveitinni í um tvo áratugi, meðal annars á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Árið 1991 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann og Janne gengu í hjónaband árið 2006. Norðurlönd Tengdar fréttir Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24 Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58 Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína, Janne, til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. 1. október 2018 14:06 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Norðmaðurinn Svein Jemtland neitaði sök þegar aðalmeðferð hófst í máli hans í Héraðsdómi Heiðmerkur í Hamar í morgun. Hann er ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni, Janne Jemtland, í lok síðasta árs. Norskir fjölmiðlar segja að saksóknari hafi hafið mál sitt á því að segja að annar sonur þeirra hafi heyrt hávaða fyrir utan húsið, kvöldið sem Janne lét lífið. „Eldri sonurinn var einn heima þegar foreldrarnir voru í veislunni,“ sagði saksóknarinn Iris Storås. Hún segir það óumdeilt að sonurinn hafi heyrt hávaða um klukkan 2:15, um hálftíma eftir að foreldrarnir sneru heim úr veislunni. Þegar hann heyrði hávaðann hafi hann sent móður sinni smáskilaboð: „Mamma?!“.Fannst á botni árinnar Glomma Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, 47 ára, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. Þau höfðu verið í veislu í félagsheimili í Velrom, í um átta kílómetra fjarlægð frá heimili sínu umrætt kvöld og tóku leigubíl heim um skömmu fyrir klukkan tvö eftir miðnætti. Lögregla vill meina að Svein hafi skotið eiginkonu sína stuttu eftir að þau sneru heim úr veislunni. Hann á svo að hafa varpað Janne út í ána Glomma þar sem líkið fannst 13. janúar. Líkið fannst á botni árinnar, en bílarafhlöður höfðu verið bundnar við líkið.Segir Janne hafa orðið fyrir voðaskotiÍ frétt NRK segir að Svein hafi mætt í bláum jakka og gallabuxum þegar hann mætti í dómsal í morgun. Þá hafi hann látið vaxa sér sítt skegg. Svein hefur alla tíð neitað að hafa banað Janne, og segir að hún hafi orðið fyrir voðaskoti. Krufning leiddi í ljós að Janne hafi látist af völdum drukknunar, en að hún hafi áður verið skotin í höfuðið. Báðir synir þeirra Svein og Janne munu bera vitni við aðalmeðferð málsins. Svein Jemtland á yfir höfði sér lífstíðardóm, 21 árs fangelsi, verði hann fundinn sekur. „Spurningin um hvort að skotið hafi verið óhapp eða hvort að ákærði hafi skotið konu sína... Það er aðalspurningin sem rétturinn þarf að taka afstöðu til,“ sagði Storås í morgun.Starfaði sem hermaður Byssan sem var notuð var af gerðinni Makarov. Saksóknari sagði í morgun að tilkynnt hafi verið um stuld á byssunni í Tékklandi árið 2007. Byssan fannst í skóglendi í Vangsåsa í Hamar í maí. Svein Jemtland var starfandi í frönsku útlendingahersveitinni í um tvo áratugi, meðal annars á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Árið 1991 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann og Janne gengu í hjónaband árið 2006.
Norðurlönd Tengdar fréttir Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24 Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58 Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína, Janne, til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. 1. október 2018 14:06 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24
Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58
Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína, Janne, til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. 1. október 2018 14:06