Dagbók Bents: Getur verið að Norðmenn séu minna töff en ég hélt? Ágúst Bent Sigbertsson skrifar 12. nóvember 2018 16:45 Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á laugardagskvöld. Diskó friskó, diskó friskó - Ég er í afmælisveislu að öskursyngja með hinum gestunum. Svona eins og Bretar djamma. Við syngjum öll illa. Í upphafi kvölds er gott að setja baseline-ið svona ógeðslega neðarlega, hafa söng viðmiðin lág, þannig mun maður almennilega kunna að meta þessa stórkostlegu söngvara sem eru að spila á hátíðinni á eftir. „We was a wild bunch.” Fyrsti söngvarinn sem ég hlýði á er hinn breski Hak Baker í Fríkirkjunni. Hann syngur eins og engill og þessi kirkja er glæsileg. Bekkirnir eru samt óþægilegir og ég finn ekki barinn. Hak Baker söng eins og engill í Fríkirkjunni.Linda Fährman Ég hitti Ísa, forstöðumann hátíðarinnar, hann segir mér að Baker hafi verið grime listamaður áður en hann fór í fangelsi, skipti svo yfir í trúbadorinn þegar hann losnaði. Ekki beinlínis betrunarvist það. Hann segir mér líka að á hátíðinni séu 70% útlendingar, svipað og ég hefði giskað á, samt áhugavert. „Þessi tónlist er hugljúf og kósí,” hvísla ég að RÚV snillingnum henni Björg Magnúsdóttur sem situr á bekknum fyrir framan mig. Um leið líta þrír við og skjóta á mig evil eyes. Þó við séum í kirkju er þetta ennþá festival sko. Sama kom fyrir mig einu sinni þegar það brakaði í sælgætispokanum mínum á Sinfóníunni, það var sárt líka. Ef ég verð hérna mikið lengur byrja ég að trúa á guð eða indí tónlist, þannig að ég sting af yfir á Iðnó. Krakkarnir í Pom Poko, eða var það Pom Púkó?Youtube/NRK P3 Norska hljómsveitin Pom Poko er að spila og ég er ekki að tengja. Iðnó hefur misst svolítið af sjarmanum síðan það var skipt um rekstaraðila og krakkarnir í hljómsveitinni eru klædd eins og þau séu með gubbupest. Ættu að kalla sig Pom Púkó. Gæti það verið að Norðmenn séu ennþá minna töff en ég hélt? Benedorm er glænýr bar og veitingastaður við Austurvöll. Hér er reyndar engin Airwaves dagskrá en ég elska staði sem heita eftir erlendum borgum. Svo gott að geta skroppið til Bene, Miami og Boston á sama kvöldinu. Svo sakna ég Harlem, Brooklyn, Manhattan (í Keflavík) og hefði verið til í að hafa náð Hollywood. Benedorm er viljandi hallærislegur og það er ógeðslega skemmtilegt, ódýr bjór og guilty pleasure músík. Gott að fá smá breik frá hámenningunni á Airwaves. Breikið á Bene var kannski aðeins of langt því þegar ég kem á Silfursali er dagskráin búin. Fyrir utan eignast ég vin sem er með andlit eins og píluspjald (piercings) og við hlaupum saman á Hard Rock. Færeyingarnir í Danny & The Veetos spiluðu á Hard Rock.Jimson Carr Það er færeysk hljómsveit á sviðinu. Tónlistin er svo ótrúlega gelt og dæmigert popp að ég velti því fyrir mér hvernig stendur á því að þeir séu að spila á svona hipstera hátíð. Kannski er skrítin músík lúxus sem Færeyjar er bara ekki nógu fjölmennar til að leyfa sér. Ef þú býrð í bæ með þúsund manns og spilar tónlist sem höfðar til 1% fólks (eitthvað eins og cyber-goth-emo-noise) þá mun vera helvíti fámennt á tónleikunum þínum. En hér er alveg eitthvað af fólki og ég spyr tvo á barnum hvaðan þeir séu. Annar er frá Færeyjum, hinn frá Noregi (auðvitað). Þessi tónlist hljómar eins og fótboltaleikur í utandeildinni. Það eru samt regluleg trompet sóló sem er ekki eitthvað sem ég bjóst við. Það er ógeðslega gaman að fylgjast með trompetleikaranum á milli sólóa, hann veit svo ekkert hvað hann á að gera við sig. Heyrðu, núna eru þeir byrjaðir að tromma með glow-sticks. Þetta er ótrúlegt. Færeyjar er svo lítið land að þessi hljómsveit þarf að sjá um allar tónlistarstefnurnar. Þeir enduðu örugglega á því að rappa en ég veit það ekki því ég skaust yfir á Húrra. Agnes fremst í flokki með Sykur.Rúnar Sigurður Sigurjónsson „Það þarf að bróka þetta lið” - segir Joey Christ í troðningnum við barinn. En það er sjúklega heitt hérna inni og að bera naríurnar hjá þessu sveittu djömmurum, og tosa þær upp í görn er varla að fara að skaffa ferskari andblæ. Loftið er svo þykkt að mér líður eins og ég geti hrifsað það úr loftinu og stungið því í vasann. Ég flý í reykingarportið. Þó að ég reyki ekki er ferskara loft hér. Þarna er Agnes úr hljómsveitinni Sykur, hún er með bleika dredda og lítur út eins og Alda Björk eða karakter úr Fifth Element. Gott að komast í návígi við alvöru skrítna hipstera eftir hliðarsporið á Bene og Hard Rock. Alltaf þegar hurðinn inn í sal opnast er það eins og að vera blastaður með hárblásara í andlitið. Iceland Heatwaves. Bríet vakti hrifningu margra á Airwaves.Julie Van Den Bergh Pálmi úr StopWaitGo kallir sig núna Arro. Sem þýðir að ég eigi núna tvo félaga sem hafa valið að kalla sig Arro, mjög spes. Hann er að dásama söngkonuna Bríet. Talar svo vel um hana og svo ákaft að hann skyrpir óvart tyggjói á mig. Segir mér að ef ég skrifi ekki vel um Bríet fari næsta tyggjó í hárið á mér. Ég lofa því að gera það. Ég er orðinn of máttvana eftir hitann á Húrra til að þræta og hótanir virka. Þessi dagbókarfærsla hljómar kannski eins og nöldur en mér fannst ógeðslega gaman. Öll hátíðin finnst mér hafa verið vel heppnuð. Ég sá allskonar skemmtilegar hljómsveitir og rakst á áhugaverðar týpur allsstaðar úr heiminum. Ég er samt með smá samviskubit yfir að hafa gert grín að færeysku frændum mínum. Þegar ég hrökklaðist svo útaf Gauknum um þrjúleytið og inn í bíl kvaddi dyravörðurinn mig með speki sem á við í endann á Airwaves og alltaf: „Life is short, listen to dubstep.” Dagbók Bents Airwaves Menning Tónlist Tengdar fréttir Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00 Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. 10. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Diskó friskó, diskó friskó - Ég er í afmælisveislu að öskursyngja með hinum gestunum. Svona eins og Bretar djamma. Við syngjum öll illa. Í upphafi kvölds er gott að setja baseline-ið svona ógeðslega neðarlega, hafa söng viðmiðin lág, þannig mun maður almennilega kunna að meta þessa stórkostlegu söngvara sem eru að spila á hátíðinni á eftir. „We was a wild bunch.” Fyrsti söngvarinn sem ég hlýði á er hinn breski Hak Baker í Fríkirkjunni. Hann syngur eins og engill og þessi kirkja er glæsileg. Bekkirnir eru samt óþægilegir og ég finn ekki barinn. Hak Baker söng eins og engill í Fríkirkjunni.Linda Fährman Ég hitti Ísa, forstöðumann hátíðarinnar, hann segir mér að Baker hafi verið grime listamaður áður en hann fór í fangelsi, skipti svo yfir í trúbadorinn þegar hann losnaði. Ekki beinlínis betrunarvist það. Hann segir mér líka að á hátíðinni séu 70% útlendingar, svipað og ég hefði giskað á, samt áhugavert. „Þessi tónlist er hugljúf og kósí,” hvísla ég að RÚV snillingnum henni Björg Magnúsdóttur sem situr á bekknum fyrir framan mig. Um leið líta þrír við og skjóta á mig evil eyes. Þó við séum í kirkju er þetta ennþá festival sko. Sama kom fyrir mig einu sinni þegar það brakaði í sælgætispokanum mínum á Sinfóníunni, það var sárt líka. Ef ég verð hérna mikið lengur byrja ég að trúa á guð eða indí tónlist, þannig að ég sting af yfir á Iðnó. Krakkarnir í Pom Poko, eða var það Pom Púkó?Youtube/NRK P3 Norska hljómsveitin Pom Poko er að spila og ég er ekki að tengja. Iðnó hefur misst svolítið af sjarmanum síðan það var skipt um rekstaraðila og krakkarnir í hljómsveitinni eru klædd eins og þau séu með gubbupest. Ættu að kalla sig Pom Púkó. Gæti það verið að Norðmenn séu ennþá minna töff en ég hélt? Benedorm er glænýr bar og veitingastaður við Austurvöll. Hér er reyndar engin Airwaves dagskrá en ég elska staði sem heita eftir erlendum borgum. Svo gott að geta skroppið til Bene, Miami og Boston á sama kvöldinu. Svo sakna ég Harlem, Brooklyn, Manhattan (í Keflavík) og hefði verið til í að hafa náð Hollywood. Benedorm er viljandi hallærislegur og það er ógeðslega skemmtilegt, ódýr bjór og guilty pleasure músík. Gott að fá smá breik frá hámenningunni á Airwaves. Breikið á Bene var kannski aðeins of langt því þegar ég kem á Silfursali er dagskráin búin. Fyrir utan eignast ég vin sem er með andlit eins og píluspjald (piercings) og við hlaupum saman á Hard Rock. Færeyingarnir í Danny & The Veetos spiluðu á Hard Rock.Jimson Carr Það er færeysk hljómsveit á sviðinu. Tónlistin er svo ótrúlega gelt og dæmigert popp að ég velti því fyrir mér hvernig stendur á því að þeir séu að spila á svona hipstera hátíð. Kannski er skrítin músík lúxus sem Færeyjar er bara ekki nógu fjölmennar til að leyfa sér. Ef þú býrð í bæ með þúsund manns og spilar tónlist sem höfðar til 1% fólks (eitthvað eins og cyber-goth-emo-noise) þá mun vera helvíti fámennt á tónleikunum þínum. En hér er alveg eitthvað af fólki og ég spyr tvo á barnum hvaðan þeir séu. Annar er frá Færeyjum, hinn frá Noregi (auðvitað). Þessi tónlist hljómar eins og fótboltaleikur í utandeildinni. Það eru samt regluleg trompet sóló sem er ekki eitthvað sem ég bjóst við. Það er ógeðslega gaman að fylgjast með trompetleikaranum á milli sólóa, hann veit svo ekkert hvað hann á að gera við sig. Heyrðu, núna eru þeir byrjaðir að tromma með glow-sticks. Þetta er ótrúlegt. Færeyjar er svo lítið land að þessi hljómsveit þarf að sjá um allar tónlistarstefnurnar. Þeir enduðu örugglega á því að rappa en ég veit það ekki því ég skaust yfir á Húrra. Agnes fremst í flokki með Sykur.Rúnar Sigurður Sigurjónsson „Það þarf að bróka þetta lið” - segir Joey Christ í troðningnum við barinn. En það er sjúklega heitt hérna inni og að bera naríurnar hjá þessu sveittu djömmurum, og tosa þær upp í görn er varla að fara að skaffa ferskari andblæ. Loftið er svo þykkt að mér líður eins og ég geti hrifsað það úr loftinu og stungið því í vasann. Ég flý í reykingarportið. Þó að ég reyki ekki er ferskara loft hér. Þarna er Agnes úr hljómsveitinni Sykur, hún er með bleika dredda og lítur út eins og Alda Björk eða karakter úr Fifth Element. Gott að komast í návígi við alvöru skrítna hipstera eftir hliðarsporið á Bene og Hard Rock. Alltaf þegar hurðinn inn í sal opnast er það eins og að vera blastaður með hárblásara í andlitið. Iceland Heatwaves. Bríet vakti hrifningu margra á Airwaves.Julie Van Den Bergh Pálmi úr StopWaitGo kallir sig núna Arro. Sem þýðir að ég eigi núna tvo félaga sem hafa valið að kalla sig Arro, mjög spes. Hann er að dásama söngkonuna Bríet. Talar svo vel um hana og svo ákaft að hann skyrpir óvart tyggjói á mig. Segir mér að ef ég skrifi ekki vel um Bríet fari næsta tyggjó í hárið á mér. Ég lofa því að gera það. Ég er orðinn of máttvana eftir hitann á Húrra til að þræta og hótanir virka. Þessi dagbókarfærsla hljómar kannski eins og nöldur en mér fannst ógeðslega gaman. Öll hátíðin finnst mér hafa verið vel heppnuð. Ég sá allskonar skemmtilegar hljómsveitir og rakst á áhugaverðar týpur allsstaðar úr heiminum. Ég er samt með smá samviskubit yfir að hafa gert grín að færeysku frændum mínum. Þegar ég hrökklaðist svo útaf Gauknum um þrjúleytið og inn í bíl kvaddi dyravörðurinn mig með speki sem á við í endann á Airwaves og alltaf: „Life is short, listen to dubstep.”
Dagbók Bents Airwaves Menning Tónlist Tengdar fréttir Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00 Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. 10. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00
Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. 10. nóvember 2018 19:00