Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2018 16:18 Vel fór á með Merkel Þýskalandskanslara og Macron Frakklandsforseta. Síður með Trump og leiðtogum helstu bandalagsríkja Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist hóta því að draga þjóð sína út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) í röð tísta eftir að hann sneri heim úr heimsókn til Evrópu um helgina þar sem Frakklandsforseti varaði meðal annars við vaxandi þjóðernishyggju. Forsetinn virðist ekki hafa verið vel stemmdur eftir heimsóknina til Evrópu í tilefni af því að öld var liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafnaði þar stjórnmálasýn Trump þegar hann sagði í ræðu að þjóðernishyggja væri andstæða föðurlandshollustu. Stutt er síðan Trump lýsti sjálfum sér sem „þjóðernissinna“ á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum. Macron nefndi Trump þó ekki á nafn í ræðu sinni. Í tístunum í morgun tengdi Trump sameiginlegar varnir vestrænna þjóða við viðskiptahalla Bandaríkjanna við nokkur Evrópulönd. Krafðist hann þess að þau greiddu Bandaríkjunum fyrir hervernd. „Það er kominn tími til að þessi mjög ríku lönd annað hvort borgi Bandaríkjunum fyrir frábæra hervernd eða verji sig sjálf…og [vi]iðskiptin verða að vera gerð FRJÁLS og SANNGJÖRN!“ tísti Trump í morgun. Sagði hann Bandaríkin ekki fá neitt út úr bandalagi sínu við Evrópuþjóðirnar nema „viðskiptahalla og tap“ þrátt fyrir að þau greiði „hundruð milljarða“ dollara til að verja þau.Einangraður frá hinum leiðtogunumWashington Post segir að í Evrópureisunni hafi Trump virst einangraður frá öðrum þjóðarleiðtogum sem hittust í Frakklandi til að minnast stríðslokanna. Ákvörðun hans um að hætta við skoðunarferð um grafreit bandarískra hermanna sem féllu í styrjöldinni vegna veðurs vakti harða gagnrýni um helgina. Sendinefnd bandarískra embættismanna, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, fóru í hans stað. Þá var hann ekki samferða hinum sextíu leiðtogunum á minningarathöfn við Sigurbogann í París. Bandaríski forsetinn afboðaði sig einnig á friðarráðstefnu sem Macron Frakklandsforseti boðaði til á sunnudeginum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump virðist finna sig illa á fundum með leiðtogum helstu vinaþjóða Bandaríkjanna til áratuga. Forsetinn hleypti upp G7-fundinum sem var haldinn í Kanada í sumar þegar hann hótaði bandalagsþjóðunum viðskiptastríði og neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu fundarins. Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland NATO Tengdar fréttir Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist hóta því að draga þjóð sína út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) í röð tísta eftir að hann sneri heim úr heimsókn til Evrópu um helgina þar sem Frakklandsforseti varaði meðal annars við vaxandi þjóðernishyggju. Forsetinn virðist ekki hafa verið vel stemmdur eftir heimsóknina til Evrópu í tilefni af því að öld var liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafnaði þar stjórnmálasýn Trump þegar hann sagði í ræðu að þjóðernishyggja væri andstæða föðurlandshollustu. Stutt er síðan Trump lýsti sjálfum sér sem „þjóðernissinna“ á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum. Macron nefndi Trump þó ekki á nafn í ræðu sinni. Í tístunum í morgun tengdi Trump sameiginlegar varnir vestrænna þjóða við viðskiptahalla Bandaríkjanna við nokkur Evrópulönd. Krafðist hann þess að þau greiddu Bandaríkjunum fyrir hervernd. „Það er kominn tími til að þessi mjög ríku lönd annað hvort borgi Bandaríkjunum fyrir frábæra hervernd eða verji sig sjálf…og [vi]iðskiptin verða að vera gerð FRJÁLS og SANNGJÖRN!“ tísti Trump í morgun. Sagði hann Bandaríkin ekki fá neitt út úr bandalagi sínu við Evrópuþjóðirnar nema „viðskiptahalla og tap“ þrátt fyrir að þau greiði „hundruð milljarða“ dollara til að verja þau.Einangraður frá hinum leiðtogunumWashington Post segir að í Evrópureisunni hafi Trump virst einangraður frá öðrum þjóðarleiðtogum sem hittust í Frakklandi til að minnast stríðslokanna. Ákvörðun hans um að hætta við skoðunarferð um grafreit bandarískra hermanna sem féllu í styrjöldinni vegna veðurs vakti harða gagnrýni um helgina. Sendinefnd bandarískra embættismanna, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, fóru í hans stað. Þá var hann ekki samferða hinum sextíu leiðtogunum á minningarathöfn við Sigurbogann í París. Bandaríski forsetinn afboðaði sig einnig á friðarráðstefnu sem Macron Frakklandsforseti boðaði til á sunnudeginum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump virðist finna sig illa á fundum með leiðtogum helstu vinaþjóða Bandaríkjanna til áratuga. Forsetinn hleypti upp G7-fundinum sem var haldinn í Kanada í sumar þegar hann hótaði bandalagsþjóðunum viðskiptastríði og neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu fundarins.
Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland NATO Tengdar fréttir Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent