(R)afskiptu börnin Linda Markúsardóttir skrifar 13. nóvember 2018 09:00 Að jafnaði mynda börn sín fyrstu orð um 10–13 mánaða aldur en áður en þau læra að tala hafa þau lært heilmargt um samskipti. Ómálga börn leita margoft á hverjum degi eftir viðbrögðum foreldra sinna eða ummönnunaraðila við gjörðum sínum, leita eftir samþykki, hvatningu, brosi eða hættu í andlitum okkar svo þau viti hvernig þeim ber að túlka heiminn. Hvað gerist þá ef einmitt þau andlit sem þau leita eftir eru grafin ofan í snjallsíma eða tölvu? Börn eru mörg hver (r)afskipt í dag. Þá er ég ekki aðeins að vísa til þess að umönnunaraðilar þeirra megi ekki vera að því að sinna þeim og eiga í nauðsynlegum samskiptum vegna þess að þeir eru svo uppteknir af snjalltækjunum sínum. Umönnunaraðilarnir henda líka í börnin spjaldtölvum og símum til að þeir geti keypt sér frið til þess að sinna sínu. Það snarvirkar, þessi tæki eru ávanabindandi og börnin sitja sátt í innkaupakerrum, á biðstofum, í strætó eða hvar sem er með dópamínið (ánægjuhormón) í blússandi botni. Tíminn líður, foreldrar njóta þess tíma sem þeir hafa í friði og átta sig jafnvel ekki fyrr en líður að háttatíma. Þá eru börnin drifin í rúmið, bókalaus og samskiptaskert og hafa jafnvel aðeins haft enskt, stafrænt ílag í eyrunum og fyrir augunum frá því þau komu heim af leikskólanum eða úr skólanum. Það er til mjög þekkt tilraun innan sálfræðinnar sem heitir svipbrigðalausa andlitið (e. The still face experiment). Í henni felst að móðir á í eðlilegum samskiptum við eins árs barn sitt en skiptir snarlega um ham. Í tvær mínútur bregst móðirin alls ekki við tilraunum barns síns til þess að eiga í samskiptum við hana og horfir svipbrigðalaus á það þrátt fyrir að það bendi í allar áttir, brosi til hennar og geri allt sem það getur til að ná athygli móður sinnar. Þetta endar, án undantekninga, í niðurbroti. Barnið grætur, öskrar og verður auðsjáanlega miður sín. Hvað kemur þetta málinu við? Jú, nútíminn er að einhverju leyti að breytast í eina ofvaxna tilraun svipbrigðalausra andlita sem eru grafin ofan í snjalltæki. Eitt er nauðsynlegt að hafa á hreinu, netið er ekki óvinur okkar og tækni er, heilt yfir, af hinu góða. Tækni bjargar mannslífum, eykur dýpt skólastarfs ef hún er rétt notuð og gerir ástvinum sem staddir eru hver í sínu heimshorni kleift að eiga í samskiptum og svo mætti lengi telja. Það breytir því þó ekki að ef börn læra ekki að eiga í viðeigandi samskiptum í raunheimum munu þau ekkert frekar vita hvað er við hæfi í netheimum. Þar er til dæmis æði algengt að orðbragð sé notað sem enginn mundi grípa til stæði hann augliti til auglitis við aðra manneskju. Ég hef áður farið mikinn vegna mögulegrar útrýmingar íslenskrar tungu en kannski hef ég farið einu skrefi of langt. Byrjum á að eiga í samskiptum, snúum okkur því næst að tungumálinu sem samskiptin fara fram á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að jafnaði mynda börn sín fyrstu orð um 10–13 mánaða aldur en áður en þau læra að tala hafa þau lært heilmargt um samskipti. Ómálga börn leita margoft á hverjum degi eftir viðbrögðum foreldra sinna eða ummönnunaraðila við gjörðum sínum, leita eftir samþykki, hvatningu, brosi eða hættu í andlitum okkar svo þau viti hvernig þeim ber að túlka heiminn. Hvað gerist þá ef einmitt þau andlit sem þau leita eftir eru grafin ofan í snjallsíma eða tölvu? Börn eru mörg hver (r)afskipt í dag. Þá er ég ekki aðeins að vísa til þess að umönnunaraðilar þeirra megi ekki vera að því að sinna þeim og eiga í nauðsynlegum samskiptum vegna þess að þeir eru svo uppteknir af snjalltækjunum sínum. Umönnunaraðilarnir henda líka í börnin spjaldtölvum og símum til að þeir geti keypt sér frið til þess að sinna sínu. Það snarvirkar, þessi tæki eru ávanabindandi og börnin sitja sátt í innkaupakerrum, á biðstofum, í strætó eða hvar sem er með dópamínið (ánægjuhormón) í blússandi botni. Tíminn líður, foreldrar njóta þess tíma sem þeir hafa í friði og átta sig jafnvel ekki fyrr en líður að háttatíma. Þá eru börnin drifin í rúmið, bókalaus og samskiptaskert og hafa jafnvel aðeins haft enskt, stafrænt ílag í eyrunum og fyrir augunum frá því þau komu heim af leikskólanum eða úr skólanum. Það er til mjög þekkt tilraun innan sálfræðinnar sem heitir svipbrigðalausa andlitið (e. The still face experiment). Í henni felst að móðir á í eðlilegum samskiptum við eins árs barn sitt en skiptir snarlega um ham. Í tvær mínútur bregst móðirin alls ekki við tilraunum barns síns til þess að eiga í samskiptum við hana og horfir svipbrigðalaus á það þrátt fyrir að það bendi í allar áttir, brosi til hennar og geri allt sem það getur til að ná athygli móður sinnar. Þetta endar, án undantekninga, í niðurbroti. Barnið grætur, öskrar og verður auðsjáanlega miður sín. Hvað kemur þetta málinu við? Jú, nútíminn er að einhverju leyti að breytast í eina ofvaxna tilraun svipbrigðalausra andlita sem eru grafin ofan í snjalltæki. Eitt er nauðsynlegt að hafa á hreinu, netið er ekki óvinur okkar og tækni er, heilt yfir, af hinu góða. Tækni bjargar mannslífum, eykur dýpt skólastarfs ef hún er rétt notuð og gerir ástvinum sem staddir eru hver í sínu heimshorni kleift að eiga í samskiptum og svo mætti lengi telja. Það breytir því þó ekki að ef börn læra ekki að eiga í viðeigandi samskiptum í raunheimum munu þau ekkert frekar vita hvað er við hæfi í netheimum. Þar er til dæmis æði algengt að orðbragð sé notað sem enginn mundi grípa til stæði hann augliti til auglitis við aðra manneskju. Ég hef áður farið mikinn vegna mögulegrar útrýmingar íslenskrar tungu en kannski hef ég farið einu skrefi of langt. Byrjum á að eiga í samskiptum, snúum okkur því næst að tungumálinu sem samskiptin fara fram á.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun