(R)afskiptu börnin Linda Markúsardóttir skrifar 13. nóvember 2018 09:00 Að jafnaði mynda börn sín fyrstu orð um 10–13 mánaða aldur en áður en þau læra að tala hafa þau lært heilmargt um samskipti. Ómálga börn leita margoft á hverjum degi eftir viðbrögðum foreldra sinna eða ummönnunaraðila við gjörðum sínum, leita eftir samþykki, hvatningu, brosi eða hættu í andlitum okkar svo þau viti hvernig þeim ber að túlka heiminn. Hvað gerist þá ef einmitt þau andlit sem þau leita eftir eru grafin ofan í snjallsíma eða tölvu? Börn eru mörg hver (r)afskipt í dag. Þá er ég ekki aðeins að vísa til þess að umönnunaraðilar þeirra megi ekki vera að því að sinna þeim og eiga í nauðsynlegum samskiptum vegna þess að þeir eru svo uppteknir af snjalltækjunum sínum. Umönnunaraðilarnir henda líka í börnin spjaldtölvum og símum til að þeir geti keypt sér frið til þess að sinna sínu. Það snarvirkar, þessi tæki eru ávanabindandi og börnin sitja sátt í innkaupakerrum, á biðstofum, í strætó eða hvar sem er með dópamínið (ánægjuhormón) í blússandi botni. Tíminn líður, foreldrar njóta þess tíma sem þeir hafa í friði og átta sig jafnvel ekki fyrr en líður að háttatíma. Þá eru börnin drifin í rúmið, bókalaus og samskiptaskert og hafa jafnvel aðeins haft enskt, stafrænt ílag í eyrunum og fyrir augunum frá því þau komu heim af leikskólanum eða úr skólanum. Það er til mjög þekkt tilraun innan sálfræðinnar sem heitir svipbrigðalausa andlitið (e. The still face experiment). Í henni felst að móðir á í eðlilegum samskiptum við eins árs barn sitt en skiptir snarlega um ham. Í tvær mínútur bregst móðirin alls ekki við tilraunum barns síns til þess að eiga í samskiptum við hana og horfir svipbrigðalaus á það þrátt fyrir að það bendi í allar áttir, brosi til hennar og geri allt sem það getur til að ná athygli móður sinnar. Þetta endar, án undantekninga, í niðurbroti. Barnið grætur, öskrar og verður auðsjáanlega miður sín. Hvað kemur þetta málinu við? Jú, nútíminn er að einhverju leyti að breytast í eina ofvaxna tilraun svipbrigðalausra andlita sem eru grafin ofan í snjalltæki. Eitt er nauðsynlegt að hafa á hreinu, netið er ekki óvinur okkar og tækni er, heilt yfir, af hinu góða. Tækni bjargar mannslífum, eykur dýpt skólastarfs ef hún er rétt notuð og gerir ástvinum sem staddir eru hver í sínu heimshorni kleift að eiga í samskiptum og svo mætti lengi telja. Það breytir því þó ekki að ef börn læra ekki að eiga í viðeigandi samskiptum í raunheimum munu þau ekkert frekar vita hvað er við hæfi í netheimum. Þar er til dæmis æði algengt að orðbragð sé notað sem enginn mundi grípa til stæði hann augliti til auglitis við aðra manneskju. Ég hef áður farið mikinn vegna mögulegrar útrýmingar íslenskrar tungu en kannski hef ég farið einu skrefi of langt. Byrjum á að eiga í samskiptum, snúum okkur því næst að tungumálinu sem samskiptin fara fram á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Að jafnaði mynda börn sín fyrstu orð um 10–13 mánaða aldur en áður en þau læra að tala hafa þau lært heilmargt um samskipti. Ómálga börn leita margoft á hverjum degi eftir viðbrögðum foreldra sinna eða ummönnunaraðila við gjörðum sínum, leita eftir samþykki, hvatningu, brosi eða hættu í andlitum okkar svo þau viti hvernig þeim ber að túlka heiminn. Hvað gerist þá ef einmitt þau andlit sem þau leita eftir eru grafin ofan í snjallsíma eða tölvu? Börn eru mörg hver (r)afskipt í dag. Þá er ég ekki aðeins að vísa til þess að umönnunaraðilar þeirra megi ekki vera að því að sinna þeim og eiga í nauðsynlegum samskiptum vegna þess að þeir eru svo uppteknir af snjalltækjunum sínum. Umönnunaraðilarnir henda líka í börnin spjaldtölvum og símum til að þeir geti keypt sér frið til þess að sinna sínu. Það snarvirkar, þessi tæki eru ávanabindandi og börnin sitja sátt í innkaupakerrum, á biðstofum, í strætó eða hvar sem er með dópamínið (ánægjuhormón) í blússandi botni. Tíminn líður, foreldrar njóta þess tíma sem þeir hafa í friði og átta sig jafnvel ekki fyrr en líður að háttatíma. Þá eru börnin drifin í rúmið, bókalaus og samskiptaskert og hafa jafnvel aðeins haft enskt, stafrænt ílag í eyrunum og fyrir augunum frá því þau komu heim af leikskólanum eða úr skólanum. Það er til mjög þekkt tilraun innan sálfræðinnar sem heitir svipbrigðalausa andlitið (e. The still face experiment). Í henni felst að móðir á í eðlilegum samskiptum við eins árs barn sitt en skiptir snarlega um ham. Í tvær mínútur bregst móðirin alls ekki við tilraunum barns síns til þess að eiga í samskiptum við hana og horfir svipbrigðalaus á það þrátt fyrir að það bendi í allar áttir, brosi til hennar og geri allt sem það getur til að ná athygli móður sinnar. Þetta endar, án undantekninga, í niðurbroti. Barnið grætur, öskrar og verður auðsjáanlega miður sín. Hvað kemur þetta málinu við? Jú, nútíminn er að einhverju leyti að breytast í eina ofvaxna tilraun svipbrigðalausra andlita sem eru grafin ofan í snjalltæki. Eitt er nauðsynlegt að hafa á hreinu, netið er ekki óvinur okkar og tækni er, heilt yfir, af hinu góða. Tækni bjargar mannslífum, eykur dýpt skólastarfs ef hún er rétt notuð og gerir ástvinum sem staddir eru hver í sínu heimshorni kleift að eiga í samskiptum og svo mætti lengi telja. Það breytir því þó ekki að ef börn læra ekki að eiga í viðeigandi samskiptum í raunheimum munu þau ekkert frekar vita hvað er við hæfi í netheimum. Þar er til dæmis æði algengt að orðbragð sé notað sem enginn mundi grípa til stæði hann augliti til auglitis við aðra manneskju. Ég hef áður farið mikinn vegna mögulegrar útrýmingar íslenskrar tungu en kannski hef ég farið einu skrefi of langt. Byrjum á að eiga í samskiptum, snúum okkur því næst að tungumálinu sem samskiptin fara fram á.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun