Segir Jöklu kannski verða stærstu laxveiðiá Evrópu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2018 21:00 Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli er formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu fyrir tólf árum. Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeir þurfa í staðinn að þola aukinn aurburð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Með Kárahnjúkastíflu var afrennsli Brúarjökuls fært yfir í Lagarfljót sem gerði Jökulsá á Dal að bergvatnsá. Þessi mikla umbreyting á forugasta fljóti landsins varð árið 2006 en bændur beggja megin ár voru þá þegar búnir að átta sig á að þetta gæti boðið upp á ný og verðmæt tækifæri.Gamla brúin á hringveginum. Þar er nú hægt að sjá til botns í þessum fyrrum forugasta fljóti landsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal, Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli, segir það mat manna að aldrei hafi verið eins mikill lax í ánni og í sumar en veiðin nálgaðist 600 laxa. „Þetta hefur gengið ótrúlega hratt að byggja þessa á upp sem laxveiðiá,“ segir Aðalsteinn. Hann segir menn sannfærða um að áin hefði farið yfir þúsund laxa í sumar ef yfirfallið á stíflunni hefði ekki komið óvenju snemma í ár, sem var 5. ágúst. Yfirfallið hélst til 19. september og var þá enn mikill lax í ánni. Það geri sölu veiðileyfa erfiðari að menn vita aldrei hvenær áin fari á yfirfall.Jökla neðan Hofteigs. Bændurnir Guðrún Agnarsdóttir og Benedikt Arnórsson segja að fleiri reiðleiðir hafi opnast eftir að hægt var að komast yfir ána á hestbaki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Jökuldal virðast bændur almennt ánægðir með breytinguna á ánni. „Við skulum gá að því að þetta eru bara ellefu ár síðan þetta ævintýri fór af stað. En ég hef þá trú að þetta komi til með að auka verðgildi jarða hér og þetta gefur möguleika til atvinnu. Ungt fólk á að geta farið í leiðsögn með veiðimönnum og skapað sér tekjur og atvinnu,“ segir Aðalsteinn.Ásmundur Þórarinsson býr á Vífilsstöðum við Lagarfljót. Hann segir fljótið ljótara á litinn og valda landspjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeim megin þýddi breytingin aukið rennsli og meiri aurburð. „Svo náttúrlega er þetta bara svo ljótt á litinn og hefur valdið landbroti og landspjöllum ýmsum,“ segir Ásmundur Þórarinsson, skógarbóndi á Vífilsstöðum í Hróarstungu. „Fyrir 150 árum létu menn sig dreyma um að Lagarfljót gæti orðið stærsta laxveiðifljót í Evrópu. En kannski er bara Jökla að verða það,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, en hann er frá Litla-Bakka í Hróarstungu og situr í stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal.Skúli Björn Gunnarsson ólst upp á bökkum Jöklu á Litla-Bakka í Hróarstungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld var fjallað um mannlíf á Jökuldal en í næsta þætti verður farið um Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Góður lokasprettur í Jöklu Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. 27. september 2018 10:31 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu fyrir tólf árum. Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeir þurfa í staðinn að þola aukinn aurburð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Með Kárahnjúkastíflu var afrennsli Brúarjökuls fært yfir í Lagarfljót sem gerði Jökulsá á Dal að bergvatnsá. Þessi mikla umbreyting á forugasta fljóti landsins varð árið 2006 en bændur beggja megin ár voru þá þegar búnir að átta sig á að þetta gæti boðið upp á ný og verðmæt tækifæri.Gamla brúin á hringveginum. Þar er nú hægt að sjá til botns í þessum fyrrum forugasta fljóti landsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal, Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli, segir það mat manna að aldrei hafi verið eins mikill lax í ánni og í sumar en veiðin nálgaðist 600 laxa. „Þetta hefur gengið ótrúlega hratt að byggja þessa á upp sem laxveiðiá,“ segir Aðalsteinn. Hann segir menn sannfærða um að áin hefði farið yfir þúsund laxa í sumar ef yfirfallið á stíflunni hefði ekki komið óvenju snemma í ár, sem var 5. ágúst. Yfirfallið hélst til 19. september og var þá enn mikill lax í ánni. Það geri sölu veiðileyfa erfiðari að menn vita aldrei hvenær áin fari á yfirfall.Jökla neðan Hofteigs. Bændurnir Guðrún Agnarsdóttir og Benedikt Arnórsson segja að fleiri reiðleiðir hafi opnast eftir að hægt var að komast yfir ána á hestbaki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Jökuldal virðast bændur almennt ánægðir með breytinguna á ánni. „Við skulum gá að því að þetta eru bara ellefu ár síðan þetta ævintýri fór af stað. En ég hef þá trú að þetta komi til með að auka verðgildi jarða hér og þetta gefur möguleika til atvinnu. Ungt fólk á að geta farið í leiðsögn með veiðimönnum og skapað sér tekjur og atvinnu,“ segir Aðalsteinn.Ásmundur Þórarinsson býr á Vífilsstöðum við Lagarfljót. Hann segir fljótið ljótara á litinn og valda landspjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeim megin þýddi breytingin aukið rennsli og meiri aurburð. „Svo náttúrlega er þetta bara svo ljótt á litinn og hefur valdið landbroti og landspjöllum ýmsum,“ segir Ásmundur Þórarinsson, skógarbóndi á Vífilsstöðum í Hróarstungu. „Fyrir 150 árum létu menn sig dreyma um að Lagarfljót gæti orðið stærsta laxveiðifljót í Evrópu. En kannski er bara Jökla að verða það,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, en hann er frá Litla-Bakka í Hróarstungu og situr í stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal.Skúli Björn Gunnarsson ólst upp á bökkum Jöklu á Litla-Bakka í Hróarstungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld var fjallað um mannlíf á Jökuldal en í næsta þætti verður farið um Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Góður lokasprettur í Jöklu Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. 27. september 2018 10:31 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Góður lokasprettur í Jöklu Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. 27. september 2018 10:31
Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent