„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 22:39 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. Vísir/hanna Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Framlög til öryrkja áttu samkvæmt fjárlagafrumvarpi að aukast um fjóra milljarða en meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Ég er steini lostin og mjög undrandi á þessu. Ég held að þetta hafi bara ekki gerst áður að svona breytingar komi fram á milli fyrstu og annarrar tillögu. Að öllu öðru áttum við von heldur en þessu,“ segir Þuríður í samtali við Vísi.Vonaði að framlög yrðu hækkuð Þvert á móti hafi hún borið þá von í brjósti að framlög til öryrkja myndu hækka til bæta upp það sem tekið hefur verið af þeim undanfarna áratugi og þá sérstaklega frá hruni. „Þessi hópur hefur ekki fengið neinar leiðréttingar öfugt við aðra hópa í landinu.“ Vildi afnema skerðingar í áföngum Spurð að því hvað þetta þýði fyrir öryrkja svarar Þuríður því til að með fjármununum hefðu öryrkjar viljað stíga skref í átt að því að fella niður krónu á móti krónu skerðingum. „Við sitjum enn þá uppi með þessar skelfilegu skerðingar sem eiginlega þekkist ekki á byggðu bóli.“ Þuríður segir hljóðið í sínu fólki ekki vera gott. „Ég held að fólk hafi verið alveg hissa,“ segir Þuríður sem bætir við að fólk í kringum hana hafi ekki getað komið upp einu orði. Það hafi reynt að ná utan um það sem það heyrði í fréttum. „Við erum orðlaus – þetta er með ólíkindum. Það kemur á óvart hvað kerfið er tilbúið í að stíga fast á þá sem minnst mega sín,“ segir Þuríður. Þuríður segir að hún hafi ekki fengið neinar skýringar og gefur ekki mikið fyrir tal um kólnun í hagkerfinu. „Við munum kalla eftir skýringu og ég vonast náttúrulega til þess að fjárlaganefnd taki sönsum og snúi nú af þessari braut. Þetta lítur ekki vel út fyrir þessa nefnd“ Þuríður segir að stjórnmálamenn hljóti að geta skorið annars staðar niður í stað þess að taka af öryrkjum. „Við getum lítið annað gert en að reyna að höfða til réttlætiskenndar og skynsemi stjórnmálamanna. Þetta er ekki til að auka tiltrú eða traust til stjórnmálamanna, allavega ekki hvað varðar þennan málaflokk,“ segir Þuríður.Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að tillögur meirihlutans séu óskiljanlegar.Ótrúleg tíðindi að mati fulltrúa fjárlaganefndar Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að tillögur meirihlutans séu óskiljanlegar á hátindi hagsveiflunnar. „Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar eru ótrúleg tíðindi. Hér er beinlínis verið að lækka fjárheimildir til öryrkja um einn heilan milljarð og það er ekki eins og þessi hópur hafi verið að fá mikið til að byrja með.“Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fann sig knúinn til að tjá sig um tillögur meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir að þessar vendingar séu fáheyrðar.vísirÖryrkjar taki á sig byrgðar kólnandi hagkerfis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og segir að öryrkjar og láglaunafólk, að því er virðist, eigi að taka á sig byrðar kólnandi hagkerfis. Hann segir að það sé fáheyrt að ríkisstjórn lækki boðuð framlög til viðkvæmra hópa á milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga.Fréttin hefur verið uppfærð. Fjárlög Tengdar fréttir Komið til móts við óskir SÁÁ um aukin framlög í fjárlagafrumvarpi Komið verður til móts við óskir SÁÁ um auknar fjárveitingar á næsta ári sem og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni samkvæmt tillögum meirihlutans í fjárlaganefnd. 13. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Framlög til öryrkja áttu samkvæmt fjárlagafrumvarpi að aukast um fjóra milljarða en meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Ég er steini lostin og mjög undrandi á þessu. Ég held að þetta hafi bara ekki gerst áður að svona breytingar komi fram á milli fyrstu og annarrar tillögu. Að öllu öðru áttum við von heldur en þessu,“ segir Þuríður í samtali við Vísi.Vonaði að framlög yrðu hækkuð Þvert á móti hafi hún borið þá von í brjósti að framlög til öryrkja myndu hækka til bæta upp það sem tekið hefur verið af þeim undanfarna áratugi og þá sérstaklega frá hruni. „Þessi hópur hefur ekki fengið neinar leiðréttingar öfugt við aðra hópa í landinu.“ Vildi afnema skerðingar í áföngum Spurð að því hvað þetta þýði fyrir öryrkja svarar Þuríður því til að með fjármununum hefðu öryrkjar viljað stíga skref í átt að því að fella niður krónu á móti krónu skerðingum. „Við sitjum enn þá uppi með þessar skelfilegu skerðingar sem eiginlega þekkist ekki á byggðu bóli.“ Þuríður segir hljóðið í sínu fólki ekki vera gott. „Ég held að fólk hafi verið alveg hissa,“ segir Þuríður sem bætir við að fólk í kringum hana hafi ekki getað komið upp einu orði. Það hafi reynt að ná utan um það sem það heyrði í fréttum. „Við erum orðlaus – þetta er með ólíkindum. Það kemur á óvart hvað kerfið er tilbúið í að stíga fast á þá sem minnst mega sín,“ segir Þuríður. Þuríður segir að hún hafi ekki fengið neinar skýringar og gefur ekki mikið fyrir tal um kólnun í hagkerfinu. „Við munum kalla eftir skýringu og ég vonast náttúrulega til þess að fjárlaganefnd taki sönsum og snúi nú af þessari braut. Þetta lítur ekki vel út fyrir þessa nefnd“ Þuríður segir að stjórnmálamenn hljóti að geta skorið annars staðar niður í stað þess að taka af öryrkjum. „Við getum lítið annað gert en að reyna að höfða til réttlætiskenndar og skynsemi stjórnmálamanna. Þetta er ekki til að auka tiltrú eða traust til stjórnmálamanna, allavega ekki hvað varðar þennan málaflokk,“ segir Þuríður.Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að tillögur meirihlutans séu óskiljanlegar.Ótrúleg tíðindi að mati fulltrúa fjárlaganefndar Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að tillögur meirihlutans séu óskiljanlegar á hátindi hagsveiflunnar. „Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar eru ótrúleg tíðindi. Hér er beinlínis verið að lækka fjárheimildir til öryrkja um einn heilan milljarð og það er ekki eins og þessi hópur hafi verið að fá mikið til að byrja með.“Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fann sig knúinn til að tjá sig um tillögur meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir að þessar vendingar séu fáheyrðar.vísirÖryrkjar taki á sig byrgðar kólnandi hagkerfis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og segir að öryrkjar og láglaunafólk, að því er virðist, eigi að taka á sig byrðar kólnandi hagkerfis. Hann segir að það sé fáheyrt að ríkisstjórn lækki boðuð framlög til viðkvæmra hópa á milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjárlög Tengdar fréttir Komið til móts við óskir SÁÁ um aukin framlög í fjárlagafrumvarpi Komið verður til móts við óskir SÁÁ um auknar fjárveitingar á næsta ári sem og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni samkvæmt tillögum meirihlutans í fjárlaganefnd. 13. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Komið til móts við óskir SÁÁ um aukin framlög í fjárlagafrumvarpi Komið verður til móts við óskir SÁÁ um auknar fjárveitingar á næsta ári sem og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni samkvæmt tillögum meirihlutans í fjárlaganefnd. 13. nóvember 2018 19:04
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent