Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 08:30 Fyrirliðinn er kominn aftur. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á von á erfiðum leik á móti Belgíu á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar spila síðasta leik sinn í Þjóðadeild UEFA. Okkar menn eru fallnir eftir þrjú töp í þremur leikjum en Aron Einar á enn eftir að þreyta frumraun sína í keppninni. Hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. Það gerir verkefnið ekki auðveldara á fimmtudaginn að í liðið vantar tvo af bestu leikmönnum íslenska liðsins, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi núna sem gerir þetta erfiðara enda eigum við leik á móti einu besta landsliði heims. Það er samt eitthvað við þetta. Pressan er á þeim og við þurfum bara að stíga upp aftur,“ segir Aron Einar. Okkar menn fóru skelfilega af stað í Þjóðadeildinni og töpuðu 6-0 á móti Sviss. Því fylgdi 3-0 tap fyrir Belgíu á heimavelli en allt annað var að sjá til strákanna í síðasta landsliðsverkefni. Þeir fengu sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina. „Þetta er bara hluti af fótboltanum og gagnrýninni. Þegar að okkur gengur illa eigum við að fá gagnrýni alveg eins og að við fáum lof þegar að gengur vel. En, það er nóg eftir,“ segir Aron Einar. „Við erum margir fæddir 88-90. Það er fullt eftir. Hungrið er mikið og okkur langar alla að finna fyrir tilfinningunni að komast á stórmót eins og þegar að við komumst í fyrsta sinn á EM. Það vita allir hvernig það fór.“ „Stundum er þetta upp og stundum er þetta niður í fótbolta en það sýnir bara karakterinn þinn hvernig þú kemur til baka eftir svona og það er fullt af flottum karakterum í þessum hóp,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Leikur Íslands og Belgíu verður í beinni útsendingu á fimmtudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD en upphitun hefst klukkan 19.00. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á von á erfiðum leik á móti Belgíu á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar spila síðasta leik sinn í Þjóðadeild UEFA. Okkar menn eru fallnir eftir þrjú töp í þremur leikjum en Aron Einar á enn eftir að þreyta frumraun sína í keppninni. Hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. Það gerir verkefnið ekki auðveldara á fimmtudaginn að í liðið vantar tvo af bestu leikmönnum íslenska liðsins, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi núna sem gerir þetta erfiðara enda eigum við leik á móti einu besta landsliði heims. Það er samt eitthvað við þetta. Pressan er á þeim og við þurfum bara að stíga upp aftur,“ segir Aron Einar. Okkar menn fóru skelfilega af stað í Þjóðadeildinni og töpuðu 6-0 á móti Sviss. Því fylgdi 3-0 tap fyrir Belgíu á heimavelli en allt annað var að sjá til strákanna í síðasta landsliðsverkefni. Þeir fengu sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina. „Þetta er bara hluti af fótboltanum og gagnrýninni. Þegar að okkur gengur illa eigum við að fá gagnrýni alveg eins og að við fáum lof þegar að gengur vel. En, það er nóg eftir,“ segir Aron Einar. „Við erum margir fæddir 88-90. Það er fullt eftir. Hungrið er mikið og okkur langar alla að finna fyrir tilfinningunni að komast á stórmót eins og þegar að við komumst í fyrsta sinn á EM. Það vita allir hvernig það fór.“ „Stundum er þetta upp og stundum er þetta niður í fótbolta en það sýnir bara karakterinn þinn hvernig þú kemur til baka eftir svona og það er fullt af flottum karakterum í þessum hóp,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Leikur Íslands og Belgíu verður í beinni útsendingu á fimmtudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD en upphitun hefst klukkan 19.00.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira