Heimsæktu félagsmiðstöð í dag! Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 10:08 Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Margar félagsmiðstöðvar skipuleggja opið hús fyrir foreldra og unglinga, kynna starfsemi sína, starfsfólk kynnist foreldrum og bregður á leik með ýmsum uppákomum. Félagsmiðstöðvar eru ákaflega dýrmætur hluti af uppvexti, lífi og tilveru barna og unglinga. Þar starfa yfirleitt háskólamenntaðir stjórnendur og frístundaleiðbeinendur sem eru jákvæðar fyrirmyndir á mörgum sviðum. Starfið sjálft byggir á hugmyndafræði reynslunáms, forvarna og sjálfseflingar og sjálfstæðum verkefnum sem unglingar hafa frumkvæði að og byggja á áhuga þeirra. Það er gömul saga og ný að margir þurfa að koma að því að fylgja börnum og unglingum í gegnum uppvaxtarárin. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur og sjálfsagður hluti af heildstæðri sýn okkar á menntun, innan veggja þeirra á sér stað nám og uppbygging þekkingar sem fylgja unga fólkinu okkar langt fram á fullorðinsár. Frístundir og fagmennska Árið 2001 hófst kennsla í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og skapaðist þá grundvöllur fyrir æskulýðsstarfsfólk til að afla sér sértækrar fagmenntunar hérlendis. Áður fyrr var ekki óalgengt að einstaklingar sem áhuga höfðu og reynslu af félagsmiðstöðva- og æskulýðsstarfi færu til Svíþjóðar eða Danmerkur í tómstundafræðinám. Samtök félagsmiðstöðva, Samfés, voru stofnuð árið 1985 og hafa byggt upp öflugt samstarf á landsvísu og standa fyrir árlegum viðburðum þar sem ungmenni koma saman og njóta sín, má nefna Samfestinginn sem er einn stærsti vímuefnalausi viðburður fyrir 13-16 ára unglinga, söngkeppni Samfés og hönnunarkeppnina Stíl þar sem sköpun ungmenna fær notið sín. Félag fagfólks í frítímaþjónustu var stofnað árið 2005 og er leiðandi í umræðu um fagmennsku og hlutverk starfsfólk á vettvangi frítímans. Þannig hafa verið tekin mikilvæg skref til að efla enn frekar það mikilvæga starf sem unnið er innan félagsmiðstöðva, ekki síst í því skyni að tryggja unga fólkinu okkar óformlegan vettvang til virkrar þátttöku í jafningjahópi. Oft var þörf en nú er nauðsyn, við sjáum merki um kvíða og vanlíðan meðal ungmenna, og hætta á félagslegri einangrun eykst samhliða aukinni tölvunotkun. Grunngildin í lífi okkar allra eru góð samskipti, félagatengsl og umhyggja og þetta eru einmitt stoðirnar í öflugu félagsmiðstöðvastarfi. Félagstengsl og traust Unglingsárin eru dásamlegur tími en líka flókinn. Sýnt hefur verið fram á það að unglingar sem taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi eru síður líklegir til að neyta áfengis eða vímuefna. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að í félagsmiðstöðvum skapast traust milli starfsfólks og unglinga sem getur skipt sköpum þegar eitthvað bjátar á. Þannig leysir starfsfólk félagsmiðstöðvanna, í samstarfi við foreldra og skóla, mörg vandamál á vettvangi með því að grípa snemma inn í. Það er því ómetanlegt bakland sem foreldrar eiga í starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Þegar unglingarnir sjálfir eru spurðir út í hvað sé skemmtilegast við að sækja félagsmiðstöðina í hverfinu sínu, þá svara þeir gjarnan: Starfsfólkið! Ég hvet alla foreldra til að þiggja boð frá félagsmiðstöð barna sinna og kíkja í heimsókn í dag eða kvöld, kynnast starfsfólkinu og eiga góða samverustund með unglingunum. Þeim tíma er vel varið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Margar félagsmiðstöðvar skipuleggja opið hús fyrir foreldra og unglinga, kynna starfsemi sína, starfsfólk kynnist foreldrum og bregður á leik með ýmsum uppákomum. Félagsmiðstöðvar eru ákaflega dýrmætur hluti af uppvexti, lífi og tilveru barna og unglinga. Þar starfa yfirleitt háskólamenntaðir stjórnendur og frístundaleiðbeinendur sem eru jákvæðar fyrirmyndir á mörgum sviðum. Starfið sjálft byggir á hugmyndafræði reynslunáms, forvarna og sjálfseflingar og sjálfstæðum verkefnum sem unglingar hafa frumkvæði að og byggja á áhuga þeirra. Það er gömul saga og ný að margir þurfa að koma að því að fylgja börnum og unglingum í gegnum uppvaxtarárin. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur og sjálfsagður hluti af heildstæðri sýn okkar á menntun, innan veggja þeirra á sér stað nám og uppbygging þekkingar sem fylgja unga fólkinu okkar langt fram á fullorðinsár. Frístundir og fagmennska Árið 2001 hófst kennsla í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og skapaðist þá grundvöllur fyrir æskulýðsstarfsfólk til að afla sér sértækrar fagmenntunar hérlendis. Áður fyrr var ekki óalgengt að einstaklingar sem áhuga höfðu og reynslu af félagsmiðstöðva- og æskulýðsstarfi færu til Svíþjóðar eða Danmerkur í tómstundafræðinám. Samtök félagsmiðstöðva, Samfés, voru stofnuð árið 1985 og hafa byggt upp öflugt samstarf á landsvísu og standa fyrir árlegum viðburðum þar sem ungmenni koma saman og njóta sín, má nefna Samfestinginn sem er einn stærsti vímuefnalausi viðburður fyrir 13-16 ára unglinga, söngkeppni Samfés og hönnunarkeppnina Stíl þar sem sköpun ungmenna fær notið sín. Félag fagfólks í frítímaþjónustu var stofnað árið 2005 og er leiðandi í umræðu um fagmennsku og hlutverk starfsfólk á vettvangi frítímans. Þannig hafa verið tekin mikilvæg skref til að efla enn frekar það mikilvæga starf sem unnið er innan félagsmiðstöðva, ekki síst í því skyni að tryggja unga fólkinu okkar óformlegan vettvang til virkrar þátttöku í jafningjahópi. Oft var þörf en nú er nauðsyn, við sjáum merki um kvíða og vanlíðan meðal ungmenna, og hætta á félagslegri einangrun eykst samhliða aukinni tölvunotkun. Grunngildin í lífi okkar allra eru góð samskipti, félagatengsl og umhyggja og þetta eru einmitt stoðirnar í öflugu félagsmiðstöðvastarfi. Félagstengsl og traust Unglingsárin eru dásamlegur tími en líka flókinn. Sýnt hefur verið fram á það að unglingar sem taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi eru síður líklegir til að neyta áfengis eða vímuefna. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að í félagsmiðstöðvum skapast traust milli starfsfólks og unglinga sem getur skipt sköpum þegar eitthvað bjátar á. Þannig leysir starfsfólk félagsmiðstöðvanna, í samstarfi við foreldra og skóla, mörg vandamál á vettvangi með því að grípa snemma inn í. Það er því ómetanlegt bakland sem foreldrar eiga í starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Þegar unglingarnir sjálfir eru spurðir út í hvað sé skemmtilegast við að sækja félagsmiðstöðina í hverfinu sínu, þá svara þeir gjarnan: Starfsfólkið! Ég hvet alla foreldra til að þiggja boð frá félagsmiðstöð barna sinna og kíkja í heimsókn í dag eða kvöld, kynnast starfsfólkinu og eiga góða samverustund með unglingunum. Þeim tíma er vel varið.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun