Þjónustugjöld bankanna hækka og ný gjöld búin til Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 14:59 Mestur er verðmunurinn á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka. Vísir Þjónustugjöld íslensku bankanna hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samkvæmt úttekt verðlagseftirlitsins á verðskrám bankanna. Þá eru hækkanirnar langt umfram vísitölu neysluverðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ. „Miklar breytingar hafa orðið á gjaldskrám bankanna frá 2015 til dagsins í dag. Mörg gjöld hafa hækkað mikið auk þess sem ýmis ný gjöld hafa orðið til og þá sérstaklega gjöld sem varða þjónustu í útibúum,“ segir í tilkynningu. „Bankarnir eru farnir að rukka hærri gjöld fyrir þjónustu sem krefst aðstoðar þjónustufulltrúa, hvort sem það er í gegnum síma eða í útibúi á meðan þjónustan kostar mun minna eða ekkert ef fólk framkvæmir aðgerðirnar sjálft.“375% munur á afgreiðslugjaldi Í könnuninni kemur fram að Arion banki hafi til að mynda tekið upp fast afgreiðslugjald upp á 195 krónur fyrir aðgerðir sem framkvæmdar eru af þjónustufulltrúa. Mestur er verðmunur milli banka á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka. Gjald fyrir slíka aðgerð er 495 krónur hjá Arion banka, 375 krónur hjá Íslandsbanka og 100 krónur hjá Landsbankanum. Það gerir 375% verðmun á hæsta verðinu hjá Arion banka og því lægsta hjá Landsbankanum. Útibúum fækkað en þjónustugjöld hækka Ef vísitala neysluverðs er skoðuð má sjá að þjónustugjöld banka og kostnaður við greiðslukort hefur hækkað langt um fram vísitölu neysluverðs. Samkvæmt könnun verðlagseftirlitsins hefur bankakostnaður hækkað um 11% og kostnaður við greiðslukort hækkað um 19% á síðustu þremur árum, þ.e. frá október 2015 til október 2018. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7%. Frá árinu 2008 hefur útibúum bankanna jafnframt fækkað úr 146 í 74 og starfsmönnum fækkað úr 4.326 í 2.850, eða um tæplega 1500, samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Á sama tíma hefur þjónusta bankanna orðið rafræn í auknum mæli og viðskiptavinir hafa því síður sótt þjónustuna beint til starfsfólks eða út í útibúin. „Það vekur því nokkra furðu að verðhækkanir þeirra séu jafnmiklar og raun ber vitni. Þrátt fyrir að einhver munur sé á verðlagningu bankanna virðist lítil samkeppni vera í verðlagningu milli þeirra. Ef einn banki hækkar gjöld virðist næsti fylgja á eftir með svipaðar verðhækkanir. Það er því ekki að sjá að bankarnir reyni að keppa um viðskiptavini í verði og einkennist markaðurinn af fákeppni,“ segir í tilkynningu ASÍ. Úttekt verðlagseftirlitsins á þjónustugjöldum bankanna má nálgast í heild hér. Úttektin nær til þjónustugjalda stærstu viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Við gerð úttektarinnar var stuðst við gildandi verðskrár bankanna auk eldri verðskráa sem voru í gildi haustið 2015. Einnig var stuðst við upplýsingar frá starfsmönnum bankanna. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Þjónustugjöld íslensku bankanna hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samkvæmt úttekt verðlagseftirlitsins á verðskrám bankanna. Þá eru hækkanirnar langt umfram vísitölu neysluverðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ. „Miklar breytingar hafa orðið á gjaldskrám bankanna frá 2015 til dagsins í dag. Mörg gjöld hafa hækkað mikið auk þess sem ýmis ný gjöld hafa orðið til og þá sérstaklega gjöld sem varða þjónustu í útibúum,“ segir í tilkynningu. „Bankarnir eru farnir að rukka hærri gjöld fyrir þjónustu sem krefst aðstoðar þjónustufulltrúa, hvort sem það er í gegnum síma eða í útibúi á meðan þjónustan kostar mun minna eða ekkert ef fólk framkvæmir aðgerðirnar sjálft.“375% munur á afgreiðslugjaldi Í könnuninni kemur fram að Arion banki hafi til að mynda tekið upp fast afgreiðslugjald upp á 195 krónur fyrir aðgerðir sem framkvæmdar eru af þjónustufulltrúa. Mestur er verðmunur milli banka á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka. Gjald fyrir slíka aðgerð er 495 krónur hjá Arion banka, 375 krónur hjá Íslandsbanka og 100 krónur hjá Landsbankanum. Það gerir 375% verðmun á hæsta verðinu hjá Arion banka og því lægsta hjá Landsbankanum. Útibúum fækkað en þjónustugjöld hækka Ef vísitala neysluverðs er skoðuð má sjá að þjónustugjöld banka og kostnaður við greiðslukort hefur hækkað langt um fram vísitölu neysluverðs. Samkvæmt könnun verðlagseftirlitsins hefur bankakostnaður hækkað um 11% og kostnaður við greiðslukort hækkað um 19% á síðustu þremur árum, þ.e. frá október 2015 til október 2018. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7%. Frá árinu 2008 hefur útibúum bankanna jafnframt fækkað úr 146 í 74 og starfsmönnum fækkað úr 4.326 í 2.850, eða um tæplega 1500, samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Á sama tíma hefur þjónusta bankanna orðið rafræn í auknum mæli og viðskiptavinir hafa því síður sótt þjónustuna beint til starfsfólks eða út í útibúin. „Það vekur því nokkra furðu að verðhækkanir þeirra séu jafnmiklar og raun ber vitni. Þrátt fyrir að einhver munur sé á verðlagningu bankanna virðist lítil samkeppni vera í verðlagningu milli þeirra. Ef einn banki hækkar gjöld virðist næsti fylgja á eftir með svipaðar verðhækkanir. Það er því ekki að sjá að bankarnir reyni að keppa um viðskiptavini í verði og einkennist markaðurinn af fákeppni,“ segir í tilkynningu ASÍ. Úttekt verðlagseftirlitsins á þjónustugjöldum bankanna má nálgast í heild hér. Úttektin nær til þjónustugjalda stærstu viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Við gerð úttektarinnar var stuðst við gildandi verðskrár bankanna auk eldri verðskráa sem voru í gildi haustið 2015. Einnig var stuðst við upplýsingar frá starfsmönnum bankanna.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira