Áætla má að skertur svefn kosti íslenskt samfélag 55 milljarða á ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. nóvember 2018 20:00 Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um fimmtíu og fimm milljarðar króna árlega. Þetta segir forstjóri svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical sem í dag var valið framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun af Creditinfo. Creditinfo veitti í dag framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar vegna síðasta árs. Á listanum eru 857 fyrirtæki eða 2% allra fyrirtækja hér á landi. Samherji trónir á toppnum líkt og í fyrra og þar á eftir koma Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. Nox Medical fékk sérstaka viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun. Nox Medical er leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu lækningatækjum og á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 14 milljónum evra, jafnvirði 2 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi.Kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni og svefngæðum er áætlaður 411 milljarðar dollara árlega að því er fram kemur í ítarlegri úttekt National Geographic um svefn.„Við erum ákaflega stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Við erum stolt af því að vera rekin með hagnaði. Við segjum stundum að við rekum fyrirtækið eftir gömlu gildunum. Að betra sé að hafa tekjurnar hærri en gjöldin, þá myndast hagnaður og fyrir þann hagnað höfum við náð að byggja fyrirtækið upp. Þessi viðurkenning er okkur ótrúlega mikils virði. Hún er viðurkenning á því mikla starfi sem fyrirtækið hefur lagt á sig,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Í ágústhefti National Geographic er ítarleg umfjöllun um svefn og þar kemur fram að árlegur kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni fólks sé 411 milljarðar dollara. „Það kemur fram í rannsókninni að kostnaður annarra samfélag sé ámóta og kostnaður Bandaríkjanna og ég hef enga ástæðu til að ætla að við Íslendingar séum eitthvað betri í því en Bandaríkjamenn að skerða svefngæðin okkar. Ef við veltum þessu upp á íslenskan veruleika þá má komast að þeirri niðurstöðu að heildarkostnaður íslenska samfélagsins sé um 55 milljarðar króna á ári vegna afleiddra afleiðinga af skertum svefngæðum eða lélegri svefnheilsu,“ segir Pétur Már. Vísindi Tengdar fréttir Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. 24. apríl 2018 19:45 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. 23. maí 2018 19:00 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um fimmtíu og fimm milljarðar króna árlega. Þetta segir forstjóri svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical sem í dag var valið framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun af Creditinfo. Creditinfo veitti í dag framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar vegna síðasta árs. Á listanum eru 857 fyrirtæki eða 2% allra fyrirtækja hér á landi. Samherji trónir á toppnum líkt og í fyrra og þar á eftir koma Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. Nox Medical fékk sérstaka viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun. Nox Medical er leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu lækningatækjum og á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 14 milljónum evra, jafnvirði 2 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi.Kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni og svefngæðum er áætlaður 411 milljarðar dollara árlega að því er fram kemur í ítarlegri úttekt National Geographic um svefn.„Við erum ákaflega stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Við erum stolt af því að vera rekin með hagnaði. Við segjum stundum að við rekum fyrirtækið eftir gömlu gildunum. Að betra sé að hafa tekjurnar hærri en gjöldin, þá myndast hagnaður og fyrir þann hagnað höfum við náð að byggja fyrirtækið upp. Þessi viðurkenning er okkur ótrúlega mikils virði. Hún er viðurkenning á því mikla starfi sem fyrirtækið hefur lagt á sig,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Í ágústhefti National Geographic er ítarleg umfjöllun um svefn og þar kemur fram að árlegur kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni fólks sé 411 milljarðar dollara. „Það kemur fram í rannsókninni að kostnaður annarra samfélag sé ámóta og kostnaður Bandaríkjanna og ég hef enga ástæðu til að ætla að við Íslendingar séum eitthvað betri í því en Bandaríkjamenn að skerða svefngæðin okkar. Ef við veltum þessu upp á íslenskan veruleika þá má komast að þeirri niðurstöðu að heildarkostnaður íslenska samfélagsins sé um 55 milljarðar króna á ári vegna afleiddra afleiðinga af skertum svefngæðum eða lélegri svefnheilsu,“ segir Pétur Már.
Vísindi Tengdar fréttir Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. 24. apríl 2018 19:45 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. 23. maí 2018 19:00 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. 24. apríl 2018 19:45
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. 23. maí 2018 19:00