Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 08:30 Kári Árnason hætti við að hætta. Vísir/Getty Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Belgíu í lokaleik 2. riðils Þjóðadeildar UEFA í kvöld klukkan 19.45 að íslenskum tíma en upphitun á Stöð 2 Sport HD hefst klukkkan 19.00. Mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska liðsins og ljóst að miklar breytingar verða gerðar á byrjunarliðinu. Vísir reyndi að spá fyrir um byrjunarliðð í gær eins og má lesa hér. Strákarnir okkar hafa aldrei glímt við svona mikil meiðsli en alls eru tíu leikmen á meiðslalistanum sem er gríðarlegur fjöldi. „Þetta er nýtt á nálinni hjá okkur. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli í gegnum tíðina. Það hefur stundum verið bras á sumum en við náðum alltaf allir að spila. Þetta hefur allt spilast með okkur og það er kannski að bíta okkur í rassinn núna. Maður er ekki heppinn að eilífu,“ segir Kári Árnason í viðtali við Vísi.Margir leikmenn Íslands eru meiddir.vísir/gettyGott að auka breiddina Óreyndari landsliðsmenn fá tækifæri á móti Belgíu í kvöld því Hamrén einfaldlega verður að henda einhverjum í djúpu laugina. Íslenska liðið er falið úr Þjóðadeildinni og því betri aðstæður fyrir nýja menn að koma inn. „Það er ekki allt undir eins og hefur alltaf verið. Það er annar séns að komast á EM en þar verðum við líklega í öðrum styrkleikaflokki sem er frábært. Líkurnar á að komast á EM í gegnum riðilinn eru fínar,“ segir Kári. „Það er alltaf gott að vita að það eru til strákar sem hægt er að treysta fyrir því að koma inn á og byrja leiki. Það eykur breiddina að sjá hvað þessir strákar geta í alvöru leikjum. Auðvitað geta menn átt slæman leik. Þetta stendur ekki allt og fellur með leik á móti Belgíu á útivelli.“ „Þetta er svolítið öðruvísi fótbolti. Þetta snýst um einbeitingu. Menn verða að vera einbeittir allan tímann. Ef menn gleyma sér í þrjár sekúndur er þeim refsað,“ segir Kári.Erik Hamrén vill áfram nýta krafta Kára.vísir/gettyFlott pæling að hætta eftir HM Ungir eða gamlir. Það skiptir ekki máli. Til að vinna landsleik í fótbolta þarf bara að spila á sínu sterkasta segir miðvörðurinn. „Það er undir þjálfurunum komið hvað þeir gera þegar að allir eru heilir. Það verður bara að spila á sterkasta liðinu hvort sem menn eru ungir eða gamlir og þá er ég ekki að tala um mig,“ segir hann. Eftir síðasta leikinn á HM í sumar setti Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, mynd á Instagram þar sem að hann kvaddi Kára Árnason og Ólaf Inga Skúlason og þakkaði þeim fyrir dagana í landsliðinu. Kári var þar hættur, eða svona næstum því. „Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég var neyddur til að hætta þarna en svo var ég beðinn um að halda áfram,“ segir Kári kíminn og hlær. „Ég var alveg á báðum áttum þarna. Þetta gerðist allt í stemningunni eftir síðasta leikinn á HM. Það var rosa flott pæling að hætta á HM en landsliðið hefur bara gefið mér það mikið að ég get ekki sagt nei ef ég er beðinn um að halda áfram. Það kemur ekki til greina,“ segir hann. „Ef menn telja mig enn þá nógu góðan til að spila fyrir landsliðið 45 ára eða að ég get gefið eitthvað af mér þá myndi ég ekki segja nei. Það myndi ekki gerast,“ segir Kári Árnason. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Belgíu í lokaleik 2. riðils Þjóðadeildar UEFA í kvöld klukkan 19.45 að íslenskum tíma en upphitun á Stöð 2 Sport HD hefst klukkkan 19.00. Mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska liðsins og ljóst að miklar breytingar verða gerðar á byrjunarliðinu. Vísir reyndi að spá fyrir um byrjunarliðð í gær eins og má lesa hér. Strákarnir okkar hafa aldrei glímt við svona mikil meiðsli en alls eru tíu leikmen á meiðslalistanum sem er gríðarlegur fjöldi. „Þetta er nýtt á nálinni hjá okkur. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli í gegnum tíðina. Það hefur stundum verið bras á sumum en við náðum alltaf allir að spila. Þetta hefur allt spilast með okkur og það er kannski að bíta okkur í rassinn núna. Maður er ekki heppinn að eilífu,“ segir Kári Árnason í viðtali við Vísi.Margir leikmenn Íslands eru meiddir.vísir/gettyGott að auka breiddina Óreyndari landsliðsmenn fá tækifæri á móti Belgíu í kvöld því Hamrén einfaldlega verður að henda einhverjum í djúpu laugina. Íslenska liðið er falið úr Þjóðadeildinni og því betri aðstæður fyrir nýja menn að koma inn. „Það er ekki allt undir eins og hefur alltaf verið. Það er annar séns að komast á EM en þar verðum við líklega í öðrum styrkleikaflokki sem er frábært. Líkurnar á að komast á EM í gegnum riðilinn eru fínar,“ segir Kári. „Það er alltaf gott að vita að það eru til strákar sem hægt er að treysta fyrir því að koma inn á og byrja leiki. Það eykur breiddina að sjá hvað þessir strákar geta í alvöru leikjum. Auðvitað geta menn átt slæman leik. Þetta stendur ekki allt og fellur með leik á móti Belgíu á útivelli.“ „Þetta er svolítið öðruvísi fótbolti. Þetta snýst um einbeitingu. Menn verða að vera einbeittir allan tímann. Ef menn gleyma sér í þrjár sekúndur er þeim refsað,“ segir Kári.Erik Hamrén vill áfram nýta krafta Kára.vísir/gettyFlott pæling að hætta eftir HM Ungir eða gamlir. Það skiptir ekki máli. Til að vinna landsleik í fótbolta þarf bara að spila á sínu sterkasta segir miðvörðurinn. „Það er undir þjálfurunum komið hvað þeir gera þegar að allir eru heilir. Það verður bara að spila á sterkasta liðinu hvort sem menn eru ungir eða gamlir og þá er ég ekki að tala um mig,“ segir hann. Eftir síðasta leikinn á HM í sumar setti Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, mynd á Instagram þar sem að hann kvaddi Kára Árnason og Ólaf Inga Skúlason og þakkaði þeim fyrir dagana í landsliðinu. Kári var þar hættur, eða svona næstum því. „Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég var neyddur til að hætta þarna en svo var ég beðinn um að halda áfram,“ segir Kári kíminn og hlær. „Ég var alveg á báðum áttum þarna. Þetta gerðist allt í stemningunni eftir síðasta leikinn á HM. Það var rosa flott pæling að hætta á HM en landsliðið hefur bara gefið mér það mikið að ég get ekki sagt nei ef ég er beðinn um að halda áfram. Það kemur ekki til greina,“ segir hann. „Ef menn telja mig enn þá nógu góðan til að spila fyrir landsliðið 45 ára eða að ég get gefið eitthvað af mér þá myndi ég ekki segja nei. Það myndi ekki gerast,“ segir Kári Árnason.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00