Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 11:30 Eggert Gunnþór í baráttunni á móti Sviss á EM U21 2011. vísir/getty Austfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er mættur aftur í íslenska landsliðið í fótbolta eftir sex ára fjarveru. Meiðslavandræðin í íslenska hópnum eru svo mikil að hann er allt eins líklegur til að byrja á móti Belgíu í kvöld. Eggert Gunnþór spilaði síðasta landsleik á móti Sviss árið 2012 en hefur síðan þá ekki komið inn á í bláu treyjunni. Hann spilar nú með SönderjyskE í Danmörku og segist aldrei hafa misst trúna á endurkomu. „Ég hafði alltaf trú á þessu þó langt væri um liðið. Ég alltaf tilbúinn og það er ánægjulegt að fá tækifæri aftur,“ segir Eggert Gunnþór, en fannst honum framhjá sér gangið á einhverjum tímapunkti? „Maður getur ekki verið að svekkja sig á svona hlutum. Maður vill alltaf fá tækifæri en að sama skapi hefur liðinu gengið vel undanfarin ár og ekki verið mikið um meiðsli.“Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í gær.vísr/tomVerð að nýta tækifærið Meiðslavandræðin eru svo svakaleg hjá íslenska liðinu að Eggert gæti farið úr því að vera ekki í liðinu í sex ár í það að byrja leikinn í kvöld. „Maður vonast alltaf til þess að fá að spila en við sjáum hvað gerist í þessum leik. Ef ég fæ tækifæri þá verð ég að reyna að nýta það. Ég hef spilað marga landsleiki og er með reynslu. Þetta er ekkert nýtt fyrir mig en það er langt síðan að ég var hér síðast,“ segir Eggert sem vonar að þetta kall á hann núna gæti komið landsliðsferlinum af stað. „Ef við horfum bara á Kára Árna þá kom hann inn aftur í landsliðið um þrítugt og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins síðan þá. Hann er hvatning og fyrirmynd fyrir mann eins og mig. Þetta hefur verið gert áður.“ Eggert er hluti af gullkynslóðinni en hann var með Gylfa, Aroni og félögum á EM U21 í Danmörku fyrir sjö árum og þekkir því marga mjög vel í liðinu. „Margir þessir strákar eru mjög góðir vinir mínir. Þetta eru strákar sem ég hef eytt miklum tíma með frá því við vorum 16 ára. Það breytist ekkert og það er alltaf gaman að hitta þessa stráka. Það er gaman að vera kominn aftur og hitta þá,“ segir Eggert sem er meðvitaður um að kvöldið í kvöld gæti orðið stórt fyrir hann. „Ég er búinn að vera það lengi í fótbolta að ég veit alveg að það getur borgað sig að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Maður hefur séð mörg dæmi um það. Það er mjög stutt á milli í þessu. Ég verð bara að nýta tækifærið ef það gefst,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Sjá meira
Austfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er mættur aftur í íslenska landsliðið í fótbolta eftir sex ára fjarveru. Meiðslavandræðin í íslenska hópnum eru svo mikil að hann er allt eins líklegur til að byrja á móti Belgíu í kvöld. Eggert Gunnþór spilaði síðasta landsleik á móti Sviss árið 2012 en hefur síðan þá ekki komið inn á í bláu treyjunni. Hann spilar nú með SönderjyskE í Danmörku og segist aldrei hafa misst trúna á endurkomu. „Ég hafði alltaf trú á þessu þó langt væri um liðið. Ég alltaf tilbúinn og það er ánægjulegt að fá tækifæri aftur,“ segir Eggert Gunnþór, en fannst honum framhjá sér gangið á einhverjum tímapunkti? „Maður getur ekki verið að svekkja sig á svona hlutum. Maður vill alltaf fá tækifæri en að sama skapi hefur liðinu gengið vel undanfarin ár og ekki verið mikið um meiðsli.“Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í gær.vísr/tomVerð að nýta tækifærið Meiðslavandræðin eru svo svakaleg hjá íslenska liðinu að Eggert gæti farið úr því að vera ekki í liðinu í sex ár í það að byrja leikinn í kvöld. „Maður vonast alltaf til þess að fá að spila en við sjáum hvað gerist í þessum leik. Ef ég fæ tækifæri þá verð ég að reyna að nýta það. Ég hef spilað marga landsleiki og er með reynslu. Þetta er ekkert nýtt fyrir mig en það er langt síðan að ég var hér síðast,“ segir Eggert sem vonar að þetta kall á hann núna gæti komið landsliðsferlinum af stað. „Ef við horfum bara á Kára Árna þá kom hann inn aftur í landsliðið um þrítugt og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins síðan þá. Hann er hvatning og fyrirmynd fyrir mann eins og mig. Þetta hefur verið gert áður.“ Eggert er hluti af gullkynslóðinni en hann var með Gylfa, Aroni og félögum á EM U21 í Danmörku fyrir sjö árum og þekkir því marga mjög vel í liðinu. „Margir þessir strákar eru mjög góðir vinir mínir. Þetta eru strákar sem ég hef eytt miklum tíma með frá því við vorum 16 ára. Það breytist ekkert og það er alltaf gaman að hitta þessa stráka. Það er gaman að vera kominn aftur og hitta þá,“ segir Eggert sem er meðvitaður um að kvöldið í kvöld gæti orðið stórt fyrir hann. „Ég er búinn að vera það lengi í fótbolta að ég veit alveg að það getur borgað sig að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Maður hefur séð mörg dæmi um það. Það er mjög stutt á milli í þessu. Ég verð bara að nýta tækifærið ef það gefst,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Sjá meira
Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00