Ný íslensk/pólsk heimildarmynd keppir til verðlauna í Amsterdam Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 13:30 Úr myndinni In Touch eftir Pawel Ziemilski. Íslenska/pólska heimildarmyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski hefur verið valin í aðalkeppni á IDFA, stærstu heimildarmyndahátíð heims, sem hófst í Amsterdam fyrr í vikunni. Í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar segir að það þyki mikill heiður að keppa til verðlauna á IDFA en árlega sækja meira en 3000 myndir um að komast að á hátíðinni, en eingöngu 80 keppa til verðlauna. Myndin er framleidd af Lukasz Dluglecki og Hauki M Hrafnsyni fyrir NUR og meðframleidd af Antoni Máni Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Myndin var tekin upp að miklu leyti hér á landi en í henni er sögð sagan af þorpinu Stare Juchy í Póllandi sem tvístrast eftir að þriðjungur íbúa þess hverfur á Íslandi. „Þeir sem eftir eru, flestir af eldri kynslóðinni, halda í vonina að börn þeirra og barnabörn snúi einn daginn til baka þrátt fyrir að hafa hafið nýtt líf hinu megin í Evrópu. Fjarlægðin á milli þeirra er mikil og ferðin er dýr, svo fjölskyldur fá ekki að faðmast eins oft og þær kjósa. Besta í stöðunni er að vera í tíðu og áköfu sambandi í gegnum Skype,“ segir í tilkynningu. Fjöldi Íslendinga kemur að gerð myndarinnar, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn Ásta Júlía Guðjónsdóttir og frumsamin tónlist myndarinnar er eftir Árna Val Kristinsson. Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslenska/pólska heimildarmyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski hefur verið valin í aðalkeppni á IDFA, stærstu heimildarmyndahátíð heims, sem hófst í Amsterdam fyrr í vikunni. Í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar segir að það þyki mikill heiður að keppa til verðlauna á IDFA en árlega sækja meira en 3000 myndir um að komast að á hátíðinni, en eingöngu 80 keppa til verðlauna. Myndin er framleidd af Lukasz Dluglecki og Hauki M Hrafnsyni fyrir NUR og meðframleidd af Antoni Máni Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Myndin var tekin upp að miklu leyti hér á landi en í henni er sögð sagan af þorpinu Stare Juchy í Póllandi sem tvístrast eftir að þriðjungur íbúa þess hverfur á Íslandi. „Þeir sem eftir eru, flestir af eldri kynslóðinni, halda í vonina að börn þeirra og barnabörn snúi einn daginn til baka þrátt fyrir að hafa hafið nýtt líf hinu megin í Evrópu. Fjarlægðin á milli þeirra er mikil og ferðin er dýr, svo fjölskyldur fá ekki að faðmast eins oft og þær kjósa. Besta í stöðunni er að vera í tíðu og áköfu sambandi í gegnum Skype,“ segir í tilkynningu. Fjöldi Íslendinga kemur að gerð myndarinnar, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn Ásta Júlía Guðjónsdóttir og frumsamin tónlist myndarinnar er eftir Árna Val Kristinsson.
Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira