Sænska fataverslunarkeðjan Weekday mun opna útibú í Smáralind næsta vor.
Weekday var stofnað árið 2002 í Stokkhólmi og er mörgum Íslendingum kunn. Keðjan rekur fjölda verslana í Evrópu, til að mynda í Austurríki, Danmörku, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og á Bretlandi.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að opunin á Íslandi sé liður í frekari útrás fyrirtækisins, en Weekday hefur í hyggju að opna verslanir á tveimur nýjum markaðssvæðum á næsta ári.
„Weekday er sænskt tískufyrirtæki sem leggur sérstaka áherslu á fatnað úr gallaefni og er innblásið af ungmenningu og götustíl,“ segir í tilkynningunni og bætt við að frekari upplýsingar verði veittar þegar nær dregur opnuninni.
Weekday opnar verslun í Smáralind
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli
Viðskipti innlent


Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar
Viðskipti innlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent
