Fresta þurfti brottförum sautján farþegaþotna frá Keflavíkurflugvelli í dag vegna veðurs. Af þeim voru tólf frá Icelandair. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið hægt að notast við landganga og stigabíla vegna veðurs nú síðdegis og því var ekki hægt að koma farþegum í vélarnar.
Þegar þetta er ritað hefur einn landgangur verið tekinn í notkun en suðaustan hvassviðri hefur verið á Keflavíkurflugvelli og ekki búist við að vindur gangi niður fyrr en seinna í kvöld.
Fresta þurfti sautján ferðum vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli
Birgir Olgeirsson skrifar
