Facebook sagt rúið öllu trausti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2018 08:30 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur átt erfitt ár. Vísir/getty Yfirvöld í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, berja nú á samfélagsmiðlarisanum Facebook og það hvorki í fyrsta né annað skipti. Fáeinir mánuðir eru frá því Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, kom fyrir bandaríska þingið til að svara spurningum þingmanna um Cambridge Analytica-hneykslið, meðferð persónulegra gagna og aðra meinta misbresti. Þá kom Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildarinnar í september til að svara spurningum um misnotkun á samfélagsmiðlinum í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga ársins. Ósætti valdamanna nú kemur upp eftir að New York Times fjallaði á miðvikudaginn um krísustjórnunaraðferðir stjórnenda fyrirtækisins. Þar kom meðal annars fram að Facebook hafi ráðið fyrirtækið Definers Public Affairs sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana. Fyrirtækið skrifaði falsfréttir og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur Facebook við auðjöfurinn George Soros en sá er reglulega skotmark samsæriskenninga öfgaíhaldsmanna. Demókratinn Richard Blumenthal sagði að fregnirnar væru áminning um að það væri ekki lengur hægt að treysta stóru tæknifyrirtækjunum. „Við komumst að því að þegar Zuckerberg sagði þjóðinni að það væri „klikkuð hugmynd“ að halda því fram að Rússar væru að hafa óeðlileg afskipti af kosningum vissi hann að hann var að ljúga,“ sagði Blumenthal og hélt áfram: „Í stað þess að taka ábyrgð á málinu reyndu stjórnendur Facebook mánuðum saman að leyna upplýsingum og skella skuldinni á aðra. Það sem verra er, í tilraun til að skorast undan ábyrgð réð Facebook eitrað fyrirtæki í vinnu fyrir sig sem reyndi að afvegaleiða almenning og koma óorði á gagnrýnendur fyrirtækisins.“ Amy Klobuchar, Blumenthal og tveir aðrir Demókratar í öldungadeild, hafa sömuleiðis sent Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra bréf þar sem þau krefjast þess að dómsmálaráðuneytið stækki rannsókn sína á Cambridge Analytica-hneykslinu. Skoði að auki hvort Facebook eða aðilar samningsbundnir Facebook hafi beitt sér gegn gagnrýnendum, embættismönnum sem leituðust við að setja reglur um starfsemi miðilsins eða hafi leynt upplýsingum frá almenningi. Og Soros hefur svo sjálfur kallað eftir rannsókn. Facebook hefur svarað umfjöllun NYT af krafti. Zuckerberg sagðist hafa rift samningnum við Definers og birti 4.500 orða framtíðarsýn á verklag ritskoðunar Facebook-innleggja, Zuckerberg og Sandberg sögðust hvorugt hafa vitað af ráðningu Definers. Síðari punkturinn er áhugaverður í ljósi þess að í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að samstarfið við Definers hefði lengi verið á vitorði fjölmiðla. Það er rétt enda má finna umfjöllun frá til dæmis The Hill frá því í febrúar þar sem fjallað er um samstarfið, þó ekki Soros. Sú staðreynd gerir ummæli Zuckerbergs og Sandberg afar undarleg, enda eru þau æðstu stjórnendur fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Yfirvöld í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, berja nú á samfélagsmiðlarisanum Facebook og það hvorki í fyrsta né annað skipti. Fáeinir mánuðir eru frá því Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, kom fyrir bandaríska þingið til að svara spurningum þingmanna um Cambridge Analytica-hneykslið, meðferð persónulegra gagna og aðra meinta misbresti. Þá kom Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildarinnar í september til að svara spurningum um misnotkun á samfélagsmiðlinum í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga ársins. Ósætti valdamanna nú kemur upp eftir að New York Times fjallaði á miðvikudaginn um krísustjórnunaraðferðir stjórnenda fyrirtækisins. Þar kom meðal annars fram að Facebook hafi ráðið fyrirtækið Definers Public Affairs sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana. Fyrirtækið skrifaði falsfréttir og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur Facebook við auðjöfurinn George Soros en sá er reglulega skotmark samsæriskenninga öfgaíhaldsmanna. Demókratinn Richard Blumenthal sagði að fregnirnar væru áminning um að það væri ekki lengur hægt að treysta stóru tæknifyrirtækjunum. „Við komumst að því að þegar Zuckerberg sagði þjóðinni að það væri „klikkuð hugmynd“ að halda því fram að Rússar væru að hafa óeðlileg afskipti af kosningum vissi hann að hann var að ljúga,“ sagði Blumenthal og hélt áfram: „Í stað þess að taka ábyrgð á málinu reyndu stjórnendur Facebook mánuðum saman að leyna upplýsingum og skella skuldinni á aðra. Það sem verra er, í tilraun til að skorast undan ábyrgð réð Facebook eitrað fyrirtæki í vinnu fyrir sig sem reyndi að afvegaleiða almenning og koma óorði á gagnrýnendur fyrirtækisins.“ Amy Klobuchar, Blumenthal og tveir aðrir Demókratar í öldungadeild, hafa sömuleiðis sent Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra bréf þar sem þau krefjast þess að dómsmálaráðuneytið stækki rannsókn sína á Cambridge Analytica-hneykslinu. Skoði að auki hvort Facebook eða aðilar samningsbundnir Facebook hafi beitt sér gegn gagnrýnendum, embættismönnum sem leituðust við að setja reglur um starfsemi miðilsins eða hafi leynt upplýsingum frá almenningi. Og Soros hefur svo sjálfur kallað eftir rannsókn. Facebook hefur svarað umfjöllun NYT af krafti. Zuckerberg sagðist hafa rift samningnum við Definers og birti 4.500 orða framtíðarsýn á verklag ritskoðunar Facebook-innleggja, Zuckerberg og Sandberg sögðust hvorugt hafa vitað af ráðningu Definers. Síðari punkturinn er áhugaverður í ljósi þess að í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að samstarfið við Definers hefði lengi verið á vitorði fjölmiðla. Það er rétt enda má finna umfjöllun frá til dæmis The Hill frá því í febrúar þar sem fjallað er um samstarfið, þó ekki Soros. Sú staðreynd gerir ummæli Zuckerbergs og Sandberg afar undarleg, enda eru þau æðstu stjórnendur fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent